Það stefndi í stórsigur framan af leik en PAOK var 18 stigum yfir í hálfleik. Gestirnir sneru bökum saman í síðari hálfleik og gerðu leikinn spennandi en tókst þó ekki að snúa dæminu endanlega við, lokatölur 82-76.
Elvar Már skoraði 12 stig, gaf 4 stoðsendingar og tók 3 fráköst. PAOK er með fjóra sigra og þrjú töp í fyrstu sjö leikjum sínum á tímabilinu.