Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2023 19:51 Síðast liðinn föstudag var vika liðin frá því fjögur þúsund Grindvíkingum var í skyndi gert að yfirgefa heimili sín og heimabæ. Vísir/Vilhelm Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái lausn sinna mála hjá lánastofnunum semallra fyrst.Vísir/Vulhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra var spurð út í stöðu Grindvíkinga gagnvart lánastofnunum í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir minntist yfirlýsinga ráðherrans um að lánastofnanir hefðu ekki sýnt samfélagslega ábyrgð með því að ætla að leggja fulla vexti og verðtryggingu á skuldir Grindvíkinga í neyð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata spurði viðskiptaráðherra í dag hversu lengi Grindvíkingar ættu að bíða fullnægjandi svara frá fjármálastofnunum. „Hvernig ætlar ráðherrann að taka á þessu? Ætlar hún að grípa til einhverra aðgerða eða ætlar hún að láta sér nægja að biðla til samfélagslegrar ábyrgðarkenndar bankastofna og vona hið besta,“ spurði Þórhildur Sunna. „Ég hef lýst því yfir að ég telji að fjármálastofnanir séu ekki að sýna fulla samfélagslega ábyrgð með því að rukka vexti og verðbætur. Skilaboðin sem Grindvíkingar fengu í síðustu viku voru býsna köld,“ sagði Lilja. Grindvíkingum hefur aðeins gefist tækifæri tl að snúa til heimila sinna í nokkrar mínútur til að nálgast það allra brýnasta á heimilum þeirra.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld væru núna í samtali við fjármálastofnanir og hún gerði fastlega ráð fyrir að aðgerðir litu dagsins ljós í þessari viku „Sjáum við ekki frekari aðgerðir núna á allra næstu dögum verðum við auðvitað að grípa til þeirra ráða sem við höfum hér. Og ég útiloka ekki að það verði býsna hressilegt,“ sagði viðskiptaráðherra. Oddný G. Harðardóttir segir aðdáunarvert hvernig Grindvíkingar hafi brugðist við stöðunni.Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði aðdáunarvert hvernig Grindvíkingar hefðu tekist á við ástandið í nær óbærilegri óvissu. Þeir þyrftu að fá svör. „Til hvaða hressilegu aðgerða er ráðherra tilbúin til að grípa,“ spurði Oddný. Viðskiptaráðherra sagði fjármálaráðherra hafa verið í viðræðum við fjármálastofnanir um helgina. Sjálf hefði hún einnig fengið þær upplýsingar frábankastjórum að von væri á svörum fljótlega. „Þannig að ég held að við ættum líka að gefa þessu smá tíma. En ekki of mikinn tíma og við leggjum auðvitað öll mjög mikla áherslu á að Grindvíkingar fái mjög skýr skilaboð sem fyrst,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20 Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06 Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái lausn sinna mála hjá lánastofnunum semallra fyrst.Vísir/Vulhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra var spurð út í stöðu Grindvíkinga gagnvart lánastofnunum í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir minntist yfirlýsinga ráðherrans um að lánastofnanir hefðu ekki sýnt samfélagslega ábyrgð með því að ætla að leggja fulla vexti og verðtryggingu á skuldir Grindvíkinga í neyð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata spurði viðskiptaráðherra í dag hversu lengi Grindvíkingar ættu að bíða fullnægjandi svara frá fjármálastofnunum. „Hvernig ætlar ráðherrann að taka á þessu? Ætlar hún að grípa til einhverra aðgerða eða ætlar hún að láta sér nægja að biðla til samfélagslegrar ábyrgðarkenndar bankastofna og vona hið besta,“ spurði Þórhildur Sunna. „Ég hef lýst því yfir að ég telji að fjármálastofnanir séu ekki að sýna fulla samfélagslega ábyrgð með því að rukka vexti og verðbætur. Skilaboðin sem Grindvíkingar fengu í síðustu viku voru býsna köld,“ sagði Lilja. Grindvíkingum hefur aðeins gefist tækifæri tl að snúa til heimila sinna í nokkrar mínútur til að nálgast það allra brýnasta á heimilum þeirra.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld væru núna í samtali við fjármálastofnanir og hún gerði fastlega ráð fyrir að aðgerðir litu dagsins ljós í þessari viku „Sjáum við ekki frekari aðgerðir núna á allra næstu dögum verðum við auðvitað að grípa til þeirra ráða sem við höfum hér. Og ég útiloka ekki að það verði býsna hressilegt,“ sagði viðskiptaráðherra. Oddný G. Harðardóttir segir aðdáunarvert hvernig Grindvíkingar hafi brugðist við stöðunni.Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði aðdáunarvert hvernig Grindvíkingar hefðu tekist á við ástandið í nær óbærilegri óvissu. Þeir þyrftu að fá svör. „Til hvaða hressilegu aðgerða er ráðherra tilbúin til að grípa,“ spurði Oddný. Viðskiptaráðherra sagði fjármálaráðherra hafa verið í viðræðum við fjármálastofnanir um helgina. Sjálf hefði hún einnig fengið þær upplýsingar frábankastjórum að von væri á svörum fljótlega. „Þannig að ég held að við ættum líka að gefa þessu smá tíma. En ekki of mikinn tíma og við leggjum auðvitað öll mjög mikla áherslu á að Grindvíkingar fái mjög skýr skilaboð sem fyrst,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20 Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06 Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20
Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06
Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08