Gott að geta gefið til baka: „Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2023 23:01 Jón Páll Haraldsson er skólastjóri Laugalækjarskóla. Vísir/Egill Skólastjóri Laugarlækjaskóla segir gott að geta gefið til baka til Grindvíkinga, en hann bjó sjálfur í Grindavík sem unglingur. Elstu bekkir grunnskólanemenda úr bænum fá aðstöðu til náms í skólanum. Nemendur ætla að taka vel á móti jafnöldrum sínum í Grindavík. „Við erum svona að reyna að átta okkur á því. Það sér auðvitað enginn langt fram í tímann á þessari stundu, en við erum svo heppin að við eigum hér tvær stofur sem eru að koma úr viðgerð. Þær fá Grindvíkingarnir og við vonum að þau rýmist sem mest þar, og svo ætlum við að reyna að rýma aðeins meira til,“ segir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, en 9. og 10. bekkur úr Grindavík fá aðstöðu í skólanum. Rætt var við Jón Pál í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þá að kennarar og annað starfsfólk komi til með að fylgja nemendahópunum áfram og sinna störfum sínum innan skólans. Þá hefur aðstaða einnig verið tryggð fyrir aðra árganga grunnskólabarna úr Grindavík, en 1. og 2. bekkur mun fá inn í Hvassaleitisskóla, 3. og 4. bekkur í Tónabæ og kennsla 5. til 8. bekkjar fer fram í Ármúla 30. Taka vel á móti jafnöldrum sínum Saga Davíðsdóttir, formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla, segir aðstæður eðlilega erfiðar fyrir unglinga frá Grindavík. Þeir muni fá hlýlegar móttökur í skólanum. „Við erum með rosalega gott skólastarf hérna og ég veit að allir nemendur eru rosalega undirbúnir í að taka vel á móti þeim. Bjóða þau velkomin í skólastarfið og félagslífið,“ sagði Saga. Ari Ólafsson varaformaður tók í sama streng. „Síðan er jólaball sem þau mega auðvitað mæta á. Við ætlum bara að láta þeim líða vel,“ sagði Ari. Gott að geta gefið til baka Jón Páll segir skólastarfið að mestu munu fara fram með hefðbundnum hætti. „Allavega hjá okkar krökkum, og svo eru þau að átta sig á því, skilst mér, hvað þau gera. Ég held að fyrstu dagarnir verði svolítið meira uppbrot hjá þeim, bara að sjá hvernig þetta gengur.“ Jón Páll segir sérstaklega ánægjulegt fyrir sig persónulega að vera í aðstöðu til að rétta Grindvíkingum hjálparhönd. „Það var nefnilega þannig að þegar ég var á þeirra aldri [unglinganna] þá flutti ég til Grindavíkur, og Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák. Þannig að það er gott að geta tekið eitthvað til baka,“ sagði Jón Páll. Grindavík Reykjavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Grunnskólar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Við erum svona að reyna að átta okkur á því. Það sér auðvitað enginn langt fram í tímann á þessari stundu, en við erum svo heppin að við eigum hér tvær stofur sem eru að koma úr viðgerð. Þær fá Grindvíkingarnir og við vonum að þau rýmist sem mest þar, og svo ætlum við að reyna að rýma aðeins meira til,“ segir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, en 9. og 10. bekkur úr Grindavík fá aðstöðu í skólanum. Rætt var við Jón Pál í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þá að kennarar og annað starfsfólk komi til með að fylgja nemendahópunum áfram og sinna störfum sínum innan skólans. Þá hefur aðstaða einnig verið tryggð fyrir aðra árganga grunnskólabarna úr Grindavík, en 1. og 2. bekkur mun fá inn í Hvassaleitisskóla, 3. og 4. bekkur í Tónabæ og kennsla 5. til 8. bekkjar fer fram í Ármúla 30. Taka vel á móti jafnöldrum sínum Saga Davíðsdóttir, formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla, segir aðstæður eðlilega erfiðar fyrir unglinga frá Grindavík. Þeir muni fá hlýlegar móttökur í skólanum. „Við erum með rosalega gott skólastarf hérna og ég veit að allir nemendur eru rosalega undirbúnir í að taka vel á móti þeim. Bjóða þau velkomin í skólastarfið og félagslífið,“ sagði Saga. Ari Ólafsson varaformaður tók í sama streng. „Síðan er jólaball sem þau mega auðvitað mæta á. Við ætlum bara að láta þeim líða vel,“ sagði Ari. Gott að geta gefið til baka Jón Páll segir skólastarfið að mestu munu fara fram með hefðbundnum hætti. „Allavega hjá okkar krökkum, og svo eru þau að átta sig á því, skilst mér, hvað þau gera. Ég held að fyrstu dagarnir verði svolítið meira uppbrot hjá þeim, bara að sjá hvernig þetta gengur.“ Jón Páll segir sérstaklega ánægjulegt fyrir sig persónulega að vera í aðstöðu til að rétta Grindvíkingum hjálparhönd. „Það var nefnilega þannig að þegar ég var á þeirra aldri [unglinganna] þá flutti ég til Grindavíkur, og Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák. Þannig að það er gott að geta tekið eitthvað til baka,“ sagði Jón Páll.
Grindavík Reykjavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Grunnskólar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði