Nokkur fjöldi án hitaveitu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 13:06 Nokkur fjöldi húseigna í Grindavík er án hitaveitu en unnið er að lagfæringu. Vísir/Vilhelm Nokkur fjöldi húsa í Grindavík eru enn án hitaveitu en unnið er að lagfæringum á dreifikerfinu. Þá er unnið að því að koma upp varavatnsbóli sem getur nýst íbúum og fyrirtækjum á Reykjanesi komi til eldgoss við Svartsengi. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra var í gær tilkynnt um hátt í tvö hundruð húseignir í Grindavík sem væru mögulega án hitaveitu. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna tókst að koma heitu vatni aftur á töluverðan fjölda þeirra í gær og í morgun en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Grindavíkur hefur Almannavarnardeild fengið til liðs við sig fjölda pípulagningamanna til að skoða húsin sem um ræðir og verður haft samband við eigendur þeirra. Páll Erland forstjóri HS veitnaVísir Boranir að hefjast eftir vatni Í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið við Svartsengi, hafa HS Veitur unnið að því að gera ráðstafanir til þess að koma upp varavatnsbóli í Garði sem nýst getur 25 þúsund íbúum og fyrirtækjum í Reykjanesi og Suðurnesjabæ. Boranir eru við það að hefjast. Nokkrar björgunarsveitir haft samband Allt að hundrað björgunarsveitarliðar eru nú að störfum í og við Grindavík en íbúar 100 heimila fengu í dag að fara í verðmætabjörgun. Landsbjörg sendi frá sér ákall í gær til björgunarsveita á landinu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni um að fleiri björgunarsveitir taki þátt í aðgerðum við Grindavík. „Fyrstu viðtökur voru góðar en það tekur tíma fyrir fólk að losa sig. Við gerum ráð fyrir að þeir hópar sem koma langt að verði hér í minnsta kosti þrjá daga. Þannig að fólk þarf að skipuleggja sig og fá frí úr vinnu og það er von okkar að vinnuveitendur sýni þessu skilning. Björgunarsveitir frá Ísafirði, Dalvík og Aðaldal eru meðal þeirra sem hafa nú þegar haft samband,“ segir Jón. Eflaust fleiri skjálftar Veðurstofa Íslands stækkaði hættusvæðið í kringum Grindavík og Svartsengi síðdegis í gær eftir að landris hófst að nýju við Svartsengi. Svæðinu er skipt niður í þrjú hættusvæði þar sem ysta svæðið er hættulegt vegna jarðhræringa, því næst kemur hætta vegna eldgosavár og svo vegna auknum líkum á gosopnun og hættulegri gasmengun. Þorbjörn og Hagafell eru á því svæði. Sigríður Magnea Óskarsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Við höfum mælt um 130 skjálfta frá miðnætti. En næmni rauntímagagna er minni núna út af veðrinu þannig að skjálftarnir eru eflaust mun fleiri,“ segir hún. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra var í gær tilkynnt um hátt í tvö hundruð húseignir í Grindavík sem væru mögulega án hitaveitu. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna tókst að koma heitu vatni aftur á töluverðan fjölda þeirra í gær og í morgun en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Grindavíkur hefur Almannavarnardeild fengið til liðs við sig fjölda pípulagningamanna til að skoða húsin sem um ræðir og verður haft samband við eigendur þeirra. Páll Erland forstjóri HS veitnaVísir Boranir að hefjast eftir vatni Í tengslum við jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi og möguleg áhrif þeirra á vatnsbólið við Svartsengi, hafa HS Veitur unnið að því að gera ráðstafanir til þess að koma upp varavatnsbóli í Garði sem nýst getur 25 þúsund íbúum og fyrirtækjum í Reykjanesi og Suðurnesjabæ. Boranir eru við það að hefjast. Nokkrar björgunarsveitir haft samband Allt að hundrað björgunarsveitarliðar eru nú að störfum í og við Grindavík en íbúar 100 heimila fengu í dag að fara í verðmætabjörgun. Landsbjörg sendi frá sér ákall í gær til björgunarsveita á landinu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni um að fleiri björgunarsveitir taki þátt í aðgerðum við Grindavík. „Fyrstu viðtökur voru góðar en það tekur tíma fyrir fólk að losa sig. Við gerum ráð fyrir að þeir hópar sem koma langt að verði hér í minnsta kosti þrjá daga. Þannig að fólk þarf að skipuleggja sig og fá frí úr vinnu og það er von okkar að vinnuveitendur sýni þessu skilning. Björgunarsveitir frá Ísafirði, Dalvík og Aðaldal eru meðal þeirra sem hafa nú þegar haft samband,“ segir Jón. Eflaust fleiri skjálftar Veðurstofa Íslands stækkaði hættusvæðið í kringum Grindavík og Svartsengi síðdegis í gær eftir að landris hófst að nýju við Svartsengi. Svæðinu er skipt niður í þrjú hættusvæði þar sem ysta svæðið er hættulegt vegna jarðhræringa, því næst kemur hætta vegna eldgosavár og svo vegna auknum líkum á gosopnun og hættulegri gasmengun. Þorbjörn og Hagafell eru á því svæði. Sigríður Magnea Óskarsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Við höfum mælt um 130 skjálfta frá miðnætti. En næmni rauntímagagna er minni núna út af veðrinu þannig að skjálftarnir eru eflaust mun fleiri,“ segir hún.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira