Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2023 10:55 Intuens segist geta greint yfir 400 sjúkdóma með heilskimun, þar sem allur líkaminn er rannsakaður í segulómun sem tekur um það bil klukkustund. Getty/NurPhoto/Vernon Yuen Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar eftir því var leitað en fyrirtækið hefur svarað gagnrýninni á Facebook-síðu sinni, þar sem segir meðal annars að fagfélög lækna hafi ekki sett sig í samband við Intuens og leitað eftir umræðu um málið. „Við erum alltaf opin fyrir yfirvegaðri og málefnalegri umræðu, og við viljum gjarnan bæta ferla okkar og fræðsluefni ef við fáum góðar ábendingar. Okkar mat er að hræðsluáróður og úthrópanir á samfélagsmiðlum (og öðrum miðlum) geri engum gott,“ segir á Facebook. Þar segir einnig að gera megi ráð fyrir að af skjólstæðingum fyrirtækisins muni aðeins um 130 á ári þarfnast frekari rannsókna. Læknar hafa stigið fram og gagnrýnt þjónustu Intuens harðlega og meðal annars bent á að algengt sé að góðkynja breytingar, „incidentaloma“, finnist gjarnan í segulómun. Oft sé um að ræða breytingar sem viðkomandi hefði annars aldrei fundið fyrir né vitað af en þegar þær finnist kalli þær á frekari inngrip og jafnvel meðferð. Þá segja þeir rannsóknina geta veitt falskt öryggi, þar sem fólk hunsi mögulega einkenni þegar það er nýbúið að gangast undir svokallaða heilskimun. „Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið,“ segir í aðsendri grein á Vísi sem undirrituð er af formönnum Læknafélags Íslands, Félags heilsugæslulækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félags íslenskra röntgenlækna. „Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt.“ Eiga í viðræðum við heilsugæslu Á Facebook-síðu Intuens segir að fyrirtækið eigi í samningaviðræðum við ónefnda heilsugæslu um að taka að sér þau tilfelli þar sem vísa þarf fólki áfram. Intuens vilji stuðla að fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu, frekar en að bíða eftir að fólk verði veikt. Forvarnagildi heilskimunar sé verulegt, samkvæmt reynslu sambærilegra fyrirtækja erlendis, til að mynda í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Danmörku. „Við skiljum áhyggjur heimilislækna, sem nú þegar eru undir gríðarlegu álagi, um að þetta auki enn frekar álagið á þeim. Einstaklingur, sem áður taldist heilbrigður, er nú með eitthvað sem skoða þarf betur - og á Íslandi eiga allir rétt á að fá lækningu, sem betur fer,“ segir á Facebook. „Undanfarið höfum við unnið hörðum höndum að því að semja við heilsugæslu sem getur tekið við þessum einstaklingum frá okkur. Viðkomandi heilsugæsla hefur þá fullt aðgengi að öllum upplýsingum um viðkomandi, og getur vísað áfram og fylgt eftir. Við erum vongóð um að þessir samningar klárist hratt á næstu dögum.“ Intuens áætlar að geta tekið á móti um tíu einstaklingum á dag, fimm daga vikunnar, sem jafngildi um 2,600 einstaklingum á ári eða 217 á mánuði. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja tölur erlendis frá sýna að athuga þurfi mál nánar hjá um fimm prósent einstaklinga, sem jafngildi 130 á ári eða um ellefu á mánuði. „Tölurnar eru nú ekki hærri en það,“ segja þeir. „Heilskimun er tiltölulega ný af nálinni, enda hefur tæknin í myndgreiningu ekki gert hana mögulega fyrr en nýlega. Við teljum þessa þjónustu vera frábæra viðbót við þær skimanir sem nú þegar eru framkvæmdar. Forvarnir og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta er framtíðin,“ segir á Facebook-síðu Intuens. „Fjöldi Íslendinga hefur undanfarin ár leitað út fyrir landsteinana til þess að komast í heilskimun. Við erum stolt af því að geta boðið þessa góðu þjónustu í fyrsta skipti á Íslandi.“ Heilbrigðismál Vísindi Tækni Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar eftir því var leitað en fyrirtækið hefur svarað gagnrýninni á Facebook-síðu sinni, þar sem segir meðal annars að fagfélög lækna hafi ekki sett sig í samband við Intuens og leitað eftir umræðu um málið. „Við erum alltaf opin fyrir yfirvegaðri og málefnalegri umræðu, og við viljum gjarnan bæta ferla okkar og fræðsluefni ef við fáum góðar ábendingar. Okkar mat er að hræðsluáróður og úthrópanir á samfélagsmiðlum (og öðrum miðlum) geri engum gott,“ segir á Facebook. Þar segir einnig að gera megi ráð fyrir að af skjólstæðingum fyrirtækisins muni aðeins um 130 á ári þarfnast frekari rannsókna. Læknar hafa stigið fram og gagnrýnt þjónustu Intuens harðlega og meðal annars bent á að algengt sé að góðkynja breytingar, „incidentaloma“, finnist gjarnan í segulómun. Oft sé um að ræða breytingar sem viðkomandi hefði annars aldrei fundið fyrir né vitað af en þegar þær finnist kalli þær á frekari inngrip og jafnvel meðferð. Þá segja þeir rannsóknina geta veitt falskt öryggi, þar sem fólk hunsi mögulega einkenni þegar það er nýbúið að gangast undir svokallaða heilskimun. „Líkamar okkar eru ólíkir. Það er sjaldgæft að útlit á myndrannsókn af öllum líkamanum sé algjörlega án þess að nokkuð sé frábrugðið,“ segir í aðsendri grein á Vísi sem undirrituð er af formönnum Læknafélags Íslands, Félags heilsugæslulækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félags íslenskra röntgenlækna. „Því má ætla, ef margir nýta sér heilskimun, að þær leiði til allnokkurs aukins álags á heilbrigðiskerfið. Líklegt er að í kjölfarið aukist þörf á aðkomu heimilislækna, röntgenlækna, innkirtlalækna, krabbameinslækna og háls-, nef- og eyrnalækna svo eitthvað sé nefnt.“ Eiga í viðræðum við heilsugæslu Á Facebook-síðu Intuens segir að fyrirtækið eigi í samningaviðræðum við ónefnda heilsugæslu um að taka að sér þau tilfelli þar sem vísa þarf fólki áfram. Intuens vilji stuðla að fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu, frekar en að bíða eftir að fólk verði veikt. Forvarnagildi heilskimunar sé verulegt, samkvæmt reynslu sambærilegra fyrirtækja erlendis, til að mynda í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Danmörku. „Við skiljum áhyggjur heimilislækna, sem nú þegar eru undir gríðarlegu álagi, um að þetta auki enn frekar álagið á þeim. Einstaklingur, sem áður taldist heilbrigður, er nú með eitthvað sem skoða þarf betur - og á Íslandi eiga allir rétt á að fá lækningu, sem betur fer,“ segir á Facebook. „Undanfarið höfum við unnið hörðum höndum að því að semja við heilsugæslu sem getur tekið við þessum einstaklingum frá okkur. Viðkomandi heilsugæsla hefur þá fullt aðgengi að öllum upplýsingum um viðkomandi, og getur vísað áfram og fylgt eftir. Við erum vongóð um að þessir samningar klárist hratt á næstu dögum.“ Intuens áætlar að geta tekið á móti um tíu einstaklingum á dag, fimm daga vikunnar, sem jafngildi um 2,600 einstaklingum á ári eða 217 á mánuði. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja tölur erlendis frá sýna að athuga þurfi mál nánar hjá um fimm prósent einstaklinga, sem jafngildi 130 á ári eða um ellefu á mánuði. „Tölurnar eru nú ekki hærri en það,“ segja þeir. „Heilskimun er tiltölulega ný af nálinni, enda hefur tæknin í myndgreiningu ekki gert hana mögulega fyrr en nýlega. Við teljum þessa þjónustu vera frábæra viðbót við þær skimanir sem nú þegar eru framkvæmdar. Forvarnir og fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta er framtíðin,“ segir á Facebook-síðu Intuens. „Fjöldi Íslendinga hefur undanfarin ár leitað út fyrir landsteinana til þess að komast í heilskimun. Við erum stolt af því að geta boðið þessa góðu þjónustu í fyrsta skipti á Íslandi.“
Heilbrigðismál Vísindi Tækni Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira