Vextir og verðbætur í Grindavík falla niður í þrjá mánuði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2023 22:11 Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm Vegna náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík hafa Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag, 22. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Þar segir að með þessu vilji bankarnir koma til móts við viðskiptavini sína í Grindavík sem standa frammi fyrir mikilli óvissu varðandi tekjur, útgjöld, húsnæði og afdrif eigna sinna. Með því að bankarnir þrír hafi komist að samkomulagi er stuðlað að jafnræði sé á milli lántaka bankanna í Grindavík. Þessi aðgerð bankanna og SFF er liður í heildarstæðari úrlausn fyrir Grindvíkinga, með aðkomu stjórnvalda og fleiri aðila, sem gert er ráð fyrir að verði kynnt á næstu dögum, að því er segir í tilkynningunni. Nánari útfærsla í höndum hvers banka Niðurfellingin verður á vöxtum og verðbótum fyrir nóvember og desember 2023 og janúar 2024 og mun hún takmarkast við vexti og verðbætur af láni að hámarki 50 milljónir króna. Ef lántaki er með hærra lán miðast niðurfelling við að fjárhæð lánsins sé 50 milljónir króna. Nánari útfærsla á niðurfellingunni er í höndum hvers banka fyrir sig. Samkomulagið tekur til ákveðinna lágmarksviðmiða en felur ekki í sér nein höft á því að einstakir bankar geti veitt viðskiptavinum sínum frekari fyrirgreiðslu eða keppa að öðru leyti á grundvelli viðskiptaskilmála. Auk niðurfellingar vaxta og verðbóta í 3 mánuði, hafa allir bankarnir hafa þegar boðið Grindvíkingum greiðsluskjól, það er að fresta öllum afborgunum af íbúðalánum sínum, og fleiri úrræði, að því er segir í tilkynningunni. „Það er fullur vilji allra bankanna að vera hluti af heildarlausn og koma með sanngjörnum hætti til móts við Grindvíkinga. Ljóst er að enn ríkir mikil óvissa um framhaldið og munu bankarnir fylgjast vel með stöðu mála sinna viðskiptavina.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Íslenskir bankar Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Tengdar fréttir Ætla að fylgjast grannt með aðgerðum bankanna Þingmaður Framsóknarflokksins segir Alþingi munu fylgjast vel með aðgerðum bankanna er varða fólk og fyrirtæki í Grindavík. Gripið verði til aðgerða þyki þinginu bankarnir ekki standa sína vakt. 21. nóvember 2023 11:15 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Þar segir að með þessu vilji bankarnir koma til móts við viðskiptavini sína í Grindavík sem standa frammi fyrir mikilli óvissu varðandi tekjur, útgjöld, húsnæði og afdrif eigna sinna. Með því að bankarnir þrír hafi komist að samkomulagi er stuðlað að jafnræði sé á milli lántaka bankanna í Grindavík. Þessi aðgerð bankanna og SFF er liður í heildarstæðari úrlausn fyrir Grindvíkinga, með aðkomu stjórnvalda og fleiri aðila, sem gert er ráð fyrir að verði kynnt á næstu dögum, að því er segir í tilkynningunni. Nánari útfærsla í höndum hvers banka Niðurfellingin verður á vöxtum og verðbótum fyrir nóvember og desember 2023 og janúar 2024 og mun hún takmarkast við vexti og verðbætur af láni að hámarki 50 milljónir króna. Ef lántaki er með hærra lán miðast niðurfelling við að fjárhæð lánsins sé 50 milljónir króna. Nánari útfærsla á niðurfellingunni er í höndum hvers banka fyrir sig. Samkomulagið tekur til ákveðinna lágmarksviðmiða en felur ekki í sér nein höft á því að einstakir bankar geti veitt viðskiptavinum sínum frekari fyrirgreiðslu eða keppa að öðru leyti á grundvelli viðskiptaskilmála. Auk niðurfellingar vaxta og verðbóta í 3 mánuði, hafa allir bankarnir hafa þegar boðið Grindvíkingum greiðsluskjól, það er að fresta öllum afborgunum af íbúðalánum sínum, og fleiri úrræði, að því er segir í tilkynningunni. „Það er fullur vilji allra bankanna að vera hluti af heildarlausn og koma með sanngjörnum hætti til móts við Grindvíkinga. Ljóst er að enn ríkir mikil óvissa um framhaldið og munu bankarnir fylgjast vel með stöðu mála sinna viðskiptavina.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Íslenskir bankar Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Tengdar fréttir Ætla að fylgjast grannt með aðgerðum bankanna Þingmaður Framsóknarflokksins segir Alþingi munu fylgjast vel með aðgerðum bankanna er varða fólk og fyrirtæki í Grindavík. Gripið verði til aðgerða þyki þinginu bankarnir ekki standa sína vakt. 21. nóvember 2023 11:15 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Ætla að fylgjast grannt með aðgerðum bankanna Þingmaður Framsóknarflokksins segir Alþingi munu fylgjast vel með aðgerðum bankanna er varða fólk og fyrirtæki í Grindavík. Gripið verði til aðgerða þyki þinginu bankarnir ekki standa sína vakt. 21. nóvember 2023 11:15