„Það er það sem hlýjar mér um hjartarætur núna“ Stefán Marteinn skrifar 23. nóvember 2023 22:26 Benedikt gat ekki verið annað en ánægður. Vísir/Diego Njarðvíkingar tóku á móti Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni þegar 8. umferð Subway-deildar karla í körfubolta hóf göngu sína. Það voru heimamenn í Njarðvík sem reyndust sterkari og höfðu betur 103-76. „Það er alltaf góð tilfinning eftir svona leik. Sérstaklega bara eftir góða frammistöðu. Mér fannst við bara ná upp góðu forskoti þarna í fyrsta leikhluta, skjóta vel, gott tempó í þessu hjá okkur, menn voru að vinna fyrir hvern annan og svona þannig að ég er bara ofboðslega ánægður með frammistöðuna. Það er það sem hlýjar mér um hjartarætur núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Aðspurður um sigurinn og hvar honum fannst hann hafa unnist fannst Benedikt fyrsti leikhluti vera lykillinn. „Í fyrsta leikhluta. Mér fannst bara miklu meira tempó hjá okkur og menn voru klárlega tilbúnir hérna að spila. Þeir hitta illa og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem að það fór varla bolti ofan í og ég held að það hafi bara svolítið dregið úr Þórsurunum og þeir missa svolítið trúnna í kjölfarið en án þess að vera leggja eitthvað of mikið mat á Þórs liðið hérna þá er ég bara ánægður með mína menn.“ Benedikt Guðmundsson sá margt jákvætt í þessum leik frá sínum mönnum. „Í síðasta leik þá skutum við hræðilega og hérna loksins vorum við að skjóta loksins vel á heimavelli. Mér fannst róteringar í vörn margar mjög góðar sem hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við vorum að finna heitu hendina hérna sérstaklega í fyrsta leikhluta og síðan þegar leið vel á leikinn þannig að allskonar svona atriði sem að ég var ánægður með. Ég var ánægður með orkuna og kraftinn í öllu sem að við vorum að gera. Við vorum pínu staðir sóknarlega um tíma en við vorum heppnir á köflum og stundum þarf maður að hafa það.“ Sigur Njarðvíkinga virkaði aldrei í hættu og undir lok leiks hreyfði Benedikt bekkinn sinn vel og gaf mörgum mönnum mínútur. „Það er alltaf gott. Í lokinn vorum við með unglingaflokkinn inná hérna og við eigum einmitt leik í unglinga á laugardaginn. Þetta var fín æfing fyrir það, ég er með unglingaflokkinn hérna þannig þeir fengu að spila sig aðeins saman hérna. Svo erum við bara með, Þorri er ungur strákur, hann er bara rétt um tvítugt, Elías er að koma sterkur inn og byrjar fyrir okkur leik eftir leik og svo erum við með fleiri stráka sem að eru að hjálpa okkur hérna og eru tilbúnir þegar kallið kemur þannig ég er ánægður með ungu kynslóðina hérna.“ Benedikt nefndi fyrir leik að Carlos Novas Mateo hefði slitið hásin í vikunni og fékk það staðfest í hádeginu í dag en Njarðvíkingar eru þó ekki byrjaði að spá í að sækja mann í hans stað. „Við erum ekkert farnir að pæla í því. Við vorum bara að fá niðurstöður úr myndatöku í hádeginu eða rétt eftir hádegi að hann væri með slitna hásin og væri ekkert að fara vera í körfubolta á næstunni þannig við erum bara að meðtaka þær upplýsingar. Fyrst og fremst er þetta skellur fyrir okkur að missa hann, við vorum ofboðslega ánægðir með hann bæði innan og utan vallar en fyrst og fremst er maður bara að finna til með honum. Þetta er ömurlegt að lenda í svona alvarlegum meiðslum og hann er ekkert að fara spila körfubolta á næstunni. Hann er búin að slíta í hnénu fyrir rétt um þremur árum þannig þetta eru svona önnur alvarlega meiðslin og hann tekur þessu af þvílíkri auðmýkt og jákvæðni að ég get ekki annað en dáðst af þessum karakter.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
„Það er alltaf góð tilfinning eftir svona leik. Sérstaklega bara eftir góða frammistöðu. Mér fannst við bara ná upp góðu forskoti þarna í fyrsta leikhluta, skjóta vel, gott tempó í þessu hjá okkur, menn voru að vinna fyrir hvern annan og svona þannig að ég er bara ofboðslega ánægður með frammistöðuna. Það er það sem hlýjar mér um hjartarætur núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Aðspurður um sigurinn og hvar honum fannst hann hafa unnist fannst Benedikt fyrsti leikhluti vera lykillinn. „Í fyrsta leikhluta. Mér fannst bara miklu meira tempó hjá okkur og menn voru klárlega tilbúnir hérna að spila. Þeir hitta illa og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem að það fór varla bolti ofan í og ég held að það hafi bara svolítið dregið úr Þórsurunum og þeir missa svolítið trúnna í kjölfarið en án þess að vera leggja eitthvað of mikið mat á Þórs liðið hérna þá er ég bara ánægður með mína menn.“ Benedikt Guðmundsson sá margt jákvætt í þessum leik frá sínum mönnum. „Í síðasta leik þá skutum við hræðilega og hérna loksins vorum við að skjóta loksins vel á heimavelli. Mér fannst róteringar í vörn margar mjög góðar sem hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við vorum að finna heitu hendina hérna sérstaklega í fyrsta leikhluta og síðan þegar leið vel á leikinn þannig að allskonar svona atriði sem að ég var ánægður með. Ég var ánægður með orkuna og kraftinn í öllu sem að við vorum að gera. Við vorum pínu staðir sóknarlega um tíma en við vorum heppnir á köflum og stundum þarf maður að hafa það.“ Sigur Njarðvíkinga virkaði aldrei í hættu og undir lok leiks hreyfði Benedikt bekkinn sinn vel og gaf mörgum mönnum mínútur. „Það er alltaf gott. Í lokinn vorum við með unglingaflokkinn inná hérna og við eigum einmitt leik í unglinga á laugardaginn. Þetta var fín æfing fyrir það, ég er með unglingaflokkinn hérna þannig þeir fengu að spila sig aðeins saman hérna. Svo erum við bara með, Þorri er ungur strákur, hann er bara rétt um tvítugt, Elías er að koma sterkur inn og byrjar fyrir okkur leik eftir leik og svo erum við með fleiri stráka sem að eru að hjálpa okkur hérna og eru tilbúnir þegar kallið kemur þannig ég er ánægður með ungu kynslóðina hérna.“ Benedikt nefndi fyrir leik að Carlos Novas Mateo hefði slitið hásin í vikunni og fékk það staðfest í hádeginu í dag en Njarðvíkingar eru þó ekki byrjaði að spá í að sækja mann í hans stað. „Við erum ekkert farnir að pæla í því. Við vorum bara að fá niðurstöður úr myndatöku í hádeginu eða rétt eftir hádegi að hann væri með slitna hásin og væri ekkert að fara vera í körfubolta á næstunni þannig við erum bara að meðtaka þær upplýsingar. Fyrst og fremst er þetta skellur fyrir okkur að missa hann, við vorum ofboðslega ánægðir með hann bæði innan og utan vallar en fyrst og fremst er maður bara að finna til með honum. Þetta er ömurlegt að lenda í svona alvarlegum meiðslum og hann er ekkert að fara spila körfubolta á næstunni. Hann er búin að slíta í hnénu fyrir rétt um þremur árum þannig þetta eru svona önnur alvarlega meiðslin og hann tekur þessu af þvílíkri auðmýkt og jákvæðni að ég get ekki annað en dáðst af þessum karakter.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira