Brúin verður byggð í Árborg Bragi Bjarnason skrifar 24. nóvember 2023 08:01 Það er ekkert nýtt í umræðunni að bæjarstjórn Árborgar standi í erfiðu verkefni við að endurskipuleggja rekstur okkar góða sveitarfélags. Slíkt fær þó á sig aðra mynd þessa dagana þegar við horfum á aðstæður nágranna okkar í Grindavík. Ég hef fulla trú á að við leysum okkar verkefni hér í Árborg en það hljómar léttvægt miðað við þá óvissu sem íbúar Grindavíkur búa við. Aðdáunarvert er að sjá samhug og stuðning Íslendinga í þeim efnum og hefur Sveitarfélagið Árborg, líkt og önnur sveitarfélög, boðið fram alla þá aðstoð sem við getum veitt. Af verkefnum bæjaryfirvalda í Árborg ber hæst þessa dagana gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og gengur það starf vel. Fyrri umræða fer fram í bæjarstjórn miðvikudaginn 29. nóvember. Mig langar að tæpa á því helsta hvað varðar forsendur fjárhagsáætlunar, stöðuna í dag og hverju hefur verið áorkað fram að þessu í fjármálum sveitarfélagsins. Forsendurnar óbreyttar Forsendur endurskipulagningar og hagræðingar í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar eru í grunninn þær sömu og ný bæjarstjórn stóð frammi fyrir í upphafi kjörtímabilsins um mitt ár 2022. Á mynd 1 má sjá heildarniðurstöðu rekstrar sveitarfélagins fyrir A og B hluta frá árinu 2016 og þróunina sem verður samhliða örum íbúavexti, miklum framkvæmdum og auknum útgjöldum. Staða sem veldur því hvernig við höfum þurft að bregðast við. Hallarekstur og mikil skuldsetning eru aldrei af hinu góða og ytri efnahagsaðstæður með verðbólgu og háa vexti gera stöðuna enn erfiðari. Sveitarfélagið hefur enda lítið svigrúm þegar eigið fé bæjarsjóðs er orðið neikvætt, skuldaviðmið komið yfir 150 prósent og heildarskuldir aukist um 16 milljarða, eða yfir 55 prósent á fáeinum árum, líkt og sjá má á mynd 2. Sem dæmi hafa lífeyrisskuldbindingar aukist um 1 milljarð króna, eitt þúsund milljónir! Mynd 1 Mynd 2 Hvað hefur verið gert? Bæjarstjórn Árborgar hefur frá upphafi kjörtímabils um mitt árið 2022 brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins með góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og starfsmanna. Góð samvinna sem ég er mjög stoltur að fá að vera hluti af. Sú vinna skilaði okkur sameiginlegum lykilmarkmiðum og áætluninni “Brú til betri vegar” sem kynnt var á fjölmennum íbúafundi sl. vor og er unnið samkvæmt þeirri áætlun og hagræðing í rekstri staðið yfir frá hausti 2022. Meðal verkefna sem ráðist hefur verið í er fækkun stöðugilda og minni yfirbygging á öllum sviðum sveitarfélagsins, forgangsröðun framkvæmda, sala eigna, uppfærsla á þjónustu við íbúa og lækkun annars rekstrarkostnaðar. Hafa þær aðgerðir þegar skilað okkur tæplega tveimur milljörðum milljarði króna í hagræðingu. Bent skal á að hluti aðgerðanna felst í frestun viðhalds- og nýframkvæmda þar til betur árar, en kalla ekki á aukna skuldsetningu þegar í stað. Það er þó ekkert launungarmál að það reynir á okkur öll í þesskonar áhlaupi og þegar ytri aðstæður gera sveitarfélaginu erfitt fyrir að fá lánsfé til að klára fjárfestingar í grunnþjónustu við íbúa. Það er og hefur alls ekki verið sjálfsagt að fá lán undanfarið ár og hvað þá á kjörum sem geta talist hagkvæm til lengri tíma. Með útsjónarsemi og góðri vinnu hefur tekist að tryggja fjármagn til reksturs og nauðsynlegrar fjárfestingar en fyrirséð er að sveitarfélagið fari í nýtt skuldafjárútboð á nýju ári. Horfum björtum augum fram á veginn Strax má þó sjá batamerki í rekstrinum í sex og níu mánaða uppgjöri sveitarfélagsins þar sem bæjarsjóður skilar örlitlum hagnaði af grunnrekstrinum. Ýmis önnur jákvæði teikn eru á lofti. Sveitarfélaginu hefur t.d. tekist að bjóða öllum börnum í kringum 18 mánaða aldur pláss á leikskóla og er það vel. Velferðaþjónustan er nær óbreytt og frístundaþjónustan fundið nýjar leiðir með endurskipulagningu. Íþúaþróun er jákvæð og í takti við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og útboð á byggingarétti fyrir lóðirhafa auk þess skilað mjög jákvæðri niðurstöðu sem sýnir tiltrú fjárfesta og verktaka á samfélaginu okkar. Þótt við séum ekki komin í gegnum endurskipulagningu fjárhags sveitarfélagins verður áfram haft að leiðarljósi að viðhalda sem bestri grunnþjónustu fyrir íbúa. Mörg tækifæri eru til staðar og í einhverjum tilfellum nýjar leiðir sem geta bætt þjónustuna til framtíðar. Skiljanlega verða aldrei allir á eitt sáttir við aðgerðir bæjaryfirvalda en mikilvægt er að hafa í huga að bæjarstjórn Árborgar verður að bregðast við stöðunni svo sveitarfélagið geti staðið undir þjónustunni sem því ber að veita íbúum til framtíðar. Við munum í sameiningu ná því markmiði. Liður í þeirri vegferð er fjárhagsáætlun 2024 - 2027 sem er á lokametrunum og verður kynnt í bæjarstjórn næstkomandi miðvikudag. Við megum ekki gleyma að við búum í sterku samfélagi með öflugt mannlíf, þróttmikil fyrirtæki og góða þjónustu. Leikfélög eru reist upp aftur, tónleikar og viðburðir hafa aldrei verið fleiri og ungir íþróttaiðkendur vinna glæsta sigra í hverri viku. Þetta og svo miklu meira gerir mig stoltan af því að vera hluti af því lifandi samfélagi sem Sveitarfélagið Árborg er. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það er ekkert nýtt í umræðunni að bæjarstjórn Árborgar standi í erfiðu verkefni við að endurskipuleggja rekstur okkar góða sveitarfélags. Slíkt fær þó á sig aðra mynd þessa dagana þegar við horfum á aðstæður nágranna okkar í Grindavík. Ég hef fulla trú á að við leysum okkar verkefni hér í Árborg en það hljómar léttvægt miðað við þá óvissu sem íbúar Grindavíkur búa við. Aðdáunarvert er að sjá samhug og stuðning Íslendinga í þeim efnum og hefur Sveitarfélagið Árborg, líkt og önnur sveitarfélög, boðið fram alla þá aðstoð sem við getum veitt. Af verkefnum bæjaryfirvalda í Árborg ber hæst þessa dagana gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og gengur það starf vel. Fyrri umræða fer fram í bæjarstjórn miðvikudaginn 29. nóvember. Mig langar að tæpa á því helsta hvað varðar forsendur fjárhagsáætlunar, stöðuna í dag og hverju hefur verið áorkað fram að þessu í fjármálum sveitarfélagsins. Forsendurnar óbreyttar Forsendur endurskipulagningar og hagræðingar í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar eru í grunninn þær sömu og ný bæjarstjórn stóð frammi fyrir í upphafi kjörtímabilsins um mitt ár 2022. Á mynd 1 má sjá heildarniðurstöðu rekstrar sveitarfélagins fyrir A og B hluta frá árinu 2016 og þróunina sem verður samhliða örum íbúavexti, miklum framkvæmdum og auknum útgjöldum. Staða sem veldur því hvernig við höfum þurft að bregðast við. Hallarekstur og mikil skuldsetning eru aldrei af hinu góða og ytri efnahagsaðstæður með verðbólgu og háa vexti gera stöðuna enn erfiðari. Sveitarfélagið hefur enda lítið svigrúm þegar eigið fé bæjarsjóðs er orðið neikvætt, skuldaviðmið komið yfir 150 prósent og heildarskuldir aukist um 16 milljarða, eða yfir 55 prósent á fáeinum árum, líkt og sjá má á mynd 2. Sem dæmi hafa lífeyrisskuldbindingar aukist um 1 milljarð króna, eitt þúsund milljónir! Mynd 1 Mynd 2 Hvað hefur verið gert? Bæjarstjórn Árborgar hefur frá upphafi kjörtímabils um mitt árið 2022 brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins með góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og starfsmanna. Góð samvinna sem ég er mjög stoltur að fá að vera hluti af. Sú vinna skilaði okkur sameiginlegum lykilmarkmiðum og áætluninni “Brú til betri vegar” sem kynnt var á fjölmennum íbúafundi sl. vor og er unnið samkvæmt þeirri áætlun og hagræðing í rekstri staðið yfir frá hausti 2022. Meðal verkefna sem ráðist hefur verið í er fækkun stöðugilda og minni yfirbygging á öllum sviðum sveitarfélagsins, forgangsröðun framkvæmda, sala eigna, uppfærsla á þjónustu við íbúa og lækkun annars rekstrarkostnaðar. Hafa þær aðgerðir þegar skilað okkur tæplega tveimur milljörðum milljarði króna í hagræðingu. Bent skal á að hluti aðgerðanna felst í frestun viðhalds- og nýframkvæmda þar til betur árar, en kalla ekki á aukna skuldsetningu þegar í stað. Það er þó ekkert launungarmál að það reynir á okkur öll í þesskonar áhlaupi og þegar ytri aðstæður gera sveitarfélaginu erfitt fyrir að fá lánsfé til að klára fjárfestingar í grunnþjónustu við íbúa. Það er og hefur alls ekki verið sjálfsagt að fá lán undanfarið ár og hvað þá á kjörum sem geta talist hagkvæm til lengri tíma. Með útsjónarsemi og góðri vinnu hefur tekist að tryggja fjármagn til reksturs og nauðsynlegrar fjárfestingar en fyrirséð er að sveitarfélagið fari í nýtt skuldafjárútboð á nýju ári. Horfum björtum augum fram á veginn Strax má þó sjá batamerki í rekstrinum í sex og níu mánaða uppgjöri sveitarfélagsins þar sem bæjarsjóður skilar örlitlum hagnaði af grunnrekstrinum. Ýmis önnur jákvæði teikn eru á lofti. Sveitarfélaginu hefur t.d. tekist að bjóða öllum börnum í kringum 18 mánaða aldur pláss á leikskóla og er það vel. Velferðaþjónustan er nær óbreytt og frístundaþjónustan fundið nýjar leiðir með endurskipulagningu. Íþúaþróun er jákvæð og í takti við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og útboð á byggingarétti fyrir lóðirhafa auk þess skilað mjög jákvæðri niðurstöðu sem sýnir tiltrú fjárfesta og verktaka á samfélaginu okkar. Þótt við séum ekki komin í gegnum endurskipulagningu fjárhags sveitarfélagins verður áfram haft að leiðarljósi að viðhalda sem bestri grunnþjónustu fyrir íbúa. Mörg tækifæri eru til staðar og í einhverjum tilfellum nýjar leiðir sem geta bætt þjónustuna til framtíðar. Skiljanlega verða aldrei allir á eitt sáttir við aðgerðir bæjaryfirvalda en mikilvægt er að hafa í huga að bæjarstjórn Árborgar verður að bregðast við stöðunni svo sveitarfélagið geti staðið undir þjónustunni sem því ber að veita íbúum til framtíðar. Við munum í sameiningu ná því markmiði. Liður í þeirri vegferð er fjárhagsáætlun 2024 - 2027 sem er á lokametrunum og verður kynnt í bæjarstjórn næstkomandi miðvikudag. Við megum ekki gleyma að við búum í sterku samfélagi með öflugt mannlíf, þróttmikil fyrirtæki og góða þjónustu. Leikfélög eru reist upp aftur, tónleikar og viðburðir hafa aldrei verið fleiri og ungir íþróttaiðkendur vinna glæsta sigra í hverri viku. Þetta og svo miklu meira gerir mig stoltan af því að vera hluti af því lifandi samfélagi sem Sveitarfélagið Árborg er. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar