„Það er saga á bakvið þetta lag“ Íris Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2023 10:08 Klara Einarsdóttir er ung og upprennandi söngkona. Gassi Klara Einarsdóttir, sautján ára, bar sigur úr býtum í söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands nýverið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Klara heilmikla reynslu úr heimi tónlistar. Hún gaf nú út sitt fyrsta jólalag en sagan á bak við það er einstaklega falleg. „Það er saga á bakvið þetta lag,“ segir Klara og heldur áfram. „Pabbi gaf mömmu það í jólagjöf fyrir tuttugu og fimm árum. Henni þykir mjög vænt um það og við hækkum alltaf og syngjum með í bílnum þegar það í spilað á útvarpsstöðvunum. Svo spilaði ég það fyrir nokkrum árum á tónleikum í Tónlistarskólanum í Garðabæ þar sem ég hef bæði lært söng og bassaleik.“ Líf Klöru hverfist að stærstum hluta í kringum tónlistina.Gassi Lagið er endurgerð af jólalagi sem faðir Klöru, Einar Bárðarson, samdi og flutt var af söngvurunum Gunnari Óla og Einari Ágústi. Það er Ingimar Tryggvason, einn af upptökustjórunum hjá Patr!k, prettyboitjokko, sem stýrði upptökum á endurgerðinni og óhætt að segja hann hafa átt gott ár í tónlistinni. „Hann sá meðal annars um upptökustjórn á laginu Skína, einu allra vinsælasta lagi ársins.“ Sjálfur segir hann samstarfið við Klöru hafa verið gott og gefandi. „Hún er alveg ótrúlega örugg í upptökum og á klárlega eftir að skína. Hún er nú þegar byrjuð að kenna öðrum upprennandi stjörnum hvernig á að gera þetta.“ Klara segir það dýrmæta reynslu að koma fram í Níu lífum Bubba.Gassi Klara sigraði sem fyrr segir söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands fyrir rúmri viku. Síðastliðin fjögur ár hefur líf hennar að mestu snúist um músik. Samhliða því að syngja í Stúlknakórnum Árórum og Stúlknakór Reykjavíkur undanfarin sjö ár, hefur Klara jafnframt tekið þátt í söngleiknum Níu líf Bubba Morthens í Borgarleikhúsinu. „Við byrjuðum að æfa það haustið 2019 svo við erum búnar að vera í þessu síðustu fjögur ár. Það er bæði ótrúlegt og í raun sögulegt fyrir okkur stelpurnar sem taka þátt í þessu magnaða verki með Bubba og öllum þessa frábæra hópi fólks. Þau hafa reynst okkur svo dýrmætar fyrirmyndir.“ Þegar Klara er ekki að sinna þessum verkefnum ásamt menntaskólagöngu kennir hún söngvurum framtíðarinnar að syngja í Söngskóla Maríu Bjarkar. Lagið, Handa þér, heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Klara Einarsdóttir - Handa þér Tónlist Jól Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Það er saga á bakvið þetta lag,“ segir Klara og heldur áfram. „Pabbi gaf mömmu það í jólagjöf fyrir tuttugu og fimm árum. Henni þykir mjög vænt um það og við hækkum alltaf og syngjum með í bílnum þegar það í spilað á útvarpsstöðvunum. Svo spilaði ég það fyrir nokkrum árum á tónleikum í Tónlistarskólanum í Garðabæ þar sem ég hef bæði lært söng og bassaleik.“ Líf Klöru hverfist að stærstum hluta í kringum tónlistina.Gassi Lagið er endurgerð af jólalagi sem faðir Klöru, Einar Bárðarson, samdi og flutt var af söngvurunum Gunnari Óla og Einari Ágústi. Það er Ingimar Tryggvason, einn af upptökustjórunum hjá Patr!k, prettyboitjokko, sem stýrði upptökum á endurgerðinni og óhætt að segja hann hafa átt gott ár í tónlistinni. „Hann sá meðal annars um upptökustjórn á laginu Skína, einu allra vinsælasta lagi ársins.“ Sjálfur segir hann samstarfið við Klöru hafa verið gott og gefandi. „Hún er alveg ótrúlega örugg í upptökum og á klárlega eftir að skína. Hún er nú þegar byrjuð að kenna öðrum upprennandi stjörnum hvernig á að gera þetta.“ Klara segir það dýrmæta reynslu að koma fram í Níu lífum Bubba.Gassi Klara sigraði sem fyrr segir söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands fyrir rúmri viku. Síðastliðin fjögur ár hefur líf hennar að mestu snúist um músik. Samhliða því að syngja í Stúlknakórnum Árórum og Stúlknakór Reykjavíkur undanfarin sjö ár, hefur Klara jafnframt tekið þátt í söngleiknum Níu líf Bubba Morthens í Borgarleikhúsinu. „Við byrjuðum að æfa það haustið 2019 svo við erum búnar að vera í þessu síðustu fjögur ár. Það er bæði ótrúlegt og í raun sögulegt fyrir okkur stelpurnar sem taka þátt í þessu magnaða verki með Bubba og öllum þessa frábæra hópi fólks. Þau hafa reynst okkur svo dýrmætar fyrirmyndir.“ Þegar Klara er ekki að sinna þessum verkefnum ásamt menntaskólagöngu kennir hún söngvurum framtíðarinnar að syngja í Söngskóla Maríu Bjarkar. Lagið, Handa þér, heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Klara Einarsdóttir - Handa þér
Tónlist Jól Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira