Ungmennaþing á Hvolsvelli – hlustað á börn og unglinga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2023 14:31 Oddur Helgi Ólafsson, formaður ungmennaráðs Rangárþings eystram sem er allt í öllu í sambandi við ungmennaþingið á Hvolsvelli í dag. Aðsend Það var mikið um að vera á Hvolsvelli í dag því þá fór fram ungmennaþing þar sem unga fólkið ræddi skólamál, félagslíf, menningu og fræðslumál. Tillögum þingsins verður síðan komið til sveitarstjórnar með von um úrbætur um það sem betur mætti fara. Ungmennaþing Rangárþings eystra hófst klukkan hálf ellefu í morgun í Hvolsskóla þar sem nemendur í 1. til 6. bekk sátu þingið fram til hádegis og eftir hádegi voru það nemendur í 7. bekk og eldri sem sátu þingið. Oddur Helgi Ólafsson er formaður ungmennaráðs og veit allt um ungmennaþing dagsins. „Þetta er þriðja árið í röð, sem við gerum þetta og við höldum þing, sem þetta bara til að heyra raddir unga fólksins. Við erum orðið barnvænt samfélag og okkur finnst mjög mikilvægt og stjórnsýslunni þykir það líka mjög mikilvægt að heyra hvað börn og unglingar hafa að segja um málefni sveitarfélagsins,“ segir Oddur Helgi. Ungmennaþingið fer fram í dag í Hvolsskóla á Hvolsvelli.Aðsend Þetta er mjög vel gert hjá ykkur og flott framtak. „Já þakka þér fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það eru allir mjög stoltir af þessu. Ég vil bara segja að sveitarstjórnin hefur verið mjög samvinnuþýð í þessu og það eru allir bara mjög jákvæðir fyrir ungmennaráðinu.“ Oddur Helgi segir mörg mál vera á dagskrá í dag, meðal annars um félagslíf unga fólksins og menningarmál. „Og svo eru sumir göngustígar illa upplýstir og þetta eru auðvitað það sem börnin taka eftir því þau eru ekki að keyra, þau eru að ganga göngustígana, sem þarf greinilega að lýsa upp betur,“ segir Oddur Helgi og bætir við. „Við tökum svo saman niðurstöðurnar og sendum á sveitarstjórn og þau vinna úr þessum málum, skoða hvað börnin og unglingarnir hafa að segja og vinna úr þessum og framkvæma sem þau geta framkvæmt". Mikil ánægja er hjá íbúum Rangárþings eystra með ungmennaþingið og að börn og unglingar fá að hafa áhrif í sveitarfélaginu með þingi sem þessu.Aðsend Rangárþing eystra Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Ungmennaþing Rangárþings eystra hófst klukkan hálf ellefu í morgun í Hvolsskóla þar sem nemendur í 1. til 6. bekk sátu þingið fram til hádegis og eftir hádegi voru það nemendur í 7. bekk og eldri sem sátu þingið. Oddur Helgi Ólafsson er formaður ungmennaráðs og veit allt um ungmennaþing dagsins. „Þetta er þriðja árið í röð, sem við gerum þetta og við höldum þing, sem þetta bara til að heyra raddir unga fólksins. Við erum orðið barnvænt samfélag og okkur finnst mjög mikilvægt og stjórnsýslunni þykir það líka mjög mikilvægt að heyra hvað börn og unglingar hafa að segja um málefni sveitarfélagsins,“ segir Oddur Helgi. Ungmennaþingið fer fram í dag í Hvolsskóla á Hvolsvelli.Aðsend Þetta er mjög vel gert hjá ykkur og flott framtak. „Já þakka þér fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það eru allir mjög stoltir af þessu. Ég vil bara segja að sveitarstjórnin hefur verið mjög samvinnuþýð í þessu og það eru allir bara mjög jákvæðir fyrir ungmennaráðinu.“ Oddur Helgi segir mörg mál vera á dagskrá í dag, meðal annars um félagslíf unga fólksins og menningarmál. „Og svo eru sumir göngustígar illa upplýstir og þetta eru auðvitað það sem börnin taka eftir því þau eru ekki að keyra, þau eru að ganga göngustígana, sem þarf greinilega að lýsa upp betur,“ segir Oddur Helgi og bætir við. „Við tökum svo saman niðurstöðurnar og sendum á sveitarstjórn og þau vinna úr þessum málum, skoða hvað börnin og unglingarnir hafa að segja og vinna úr þessum og framkvæma sem þau geta framkvæmt". Mikil ánægja er hjá íbúum Rangárþings eystra með ungmennaþingið og að börn og unglingar fá að hafa áhrif í sveitarfélaginu með þingi sem þessu.Aðsend
Rangárþing eystra Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira