Uppgötvaði holu fyrir utan heimilið: „Þetta bara hverfur hérna ofan í“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2023 15:30 Þorleifur prófaði meðal annars að reka spýtur ofan í holurnar. Vísir/Vilhelm Þorleifur Hjalti Alfreðsson, íbúi í Grindavík og rafvirki, uppgötvaði risastóra holu undir garði heima hjá sér í dag þar sem krakkarnir hans leika sér allajafna í fótbolta. Hann kemur kústi ofan í holuna án þess að ná til botns. Þorleifur birti myndbönd af holunni á samfélagsmiðlinum Facebook. Þau hafa eðli málsins samkvæmt vakið mikla athygli enda vita Grindvíkingar ekki til fullnustu hvað bíður þeirra heima við. Þorleifur kom við heima hjá sér í dag í hádegispásunni en hann var staddur við rafvirkjastörf í bænum. „Hvað ætli sé að gerast hérna?“ spyr Þorleifur í myndbandinu þar sem hann myndar jörðina og stígur til jarðar. Sjá má myndbandið hér fyrir neðan. „Hér eru krakkarnir búnir að vera mikið í fótbolta, þetta er eitthvað grunsamlegt hér. Sjáið þið. Það er ekkert undir þessu. Hér er þetta bara allt farið. Þetta er bara á lóðinni hérna heima. Hérna kemur sprunga.“ Þá prófar Þorleifur að fikta aðeins í holunni eins og hann lýsir því í næstu myndböndum. „Nú er ég farinn að pota aðeins í þetta. Sjáið þið. Þetta bara hverfur hérna ofan í. Það er eins gott að passa sig á þessu. Jæja. Nú er ég aðeins búinn að opna þetta. Sjáið þið. Kústurinn bara fer niður. Hvar endar þetta?“ spyr Þorleifur. Þetta það sem fólk óttast „Þetta er held ég svona einna helsta það sem fólk óttast hérna. Bara eins og hjá mér, maður er með fullt af börnum og þetta er úti á fótboltavellinum hjá þeim, inni á lóðinni,“ segir Þorleifur. Þorleifur býr ásamt fjölskyldu sinni, unnustu og þremur börnum á Staðarvör, skammt frá rauða svæðinu svokallaða. Þau dvelja nú í Norðlingaholti á meðan almannavarnir hafa lokað Grindavík. „Ég var í vinnunni og var með nesti og ákvað að skjótast bara heim. Ég var ekkert að leita að neinu þarna, ég bara labba þarna á lóðinni og finn þetta.“ Eins og sjá má er sprungan í miðjum garðinum, þar sem krakkarnir leika sér meðal annars í fótbolta.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að lýsa líðaninni Björgunarsveit hefur verið að störfum við sprungumerkingar. Þorleifur gekk með björgunarsveitarmönnum eftir sprungunni og fór hún í gegnum lóðina hjá Þorleifi og yfir á næstu lóð og út á götu. Hvernig líður þér eftir að hafa séð þessa holu fyrir utan húsið þitt? „Ég veit það ekki. Það er enginn í jafnvægi. Það eru allir bara upp og niður. Förum við heima á morgun? Eða aldrei? Og allt þar á milli. Það er eiginlega ekkert hægt að lýsa þessu. Ég hefði ekki trúað því hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla. Þó að maður sé með húsaskjól og vinnu áfram og allir á lífi, þá samt einhvern veginn...er þetta bara skrítið.“ Séð ofan í holuna. Vísir/Vilhelm Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Þorleifur birti myndbönd af holunni á samfélagsmiðlinum Facebook. Þau hafa eðli málsins samkvæmt vakið mikla athygli enda vita Grindvíkingar ekki til fullnustu hvað bíður þeirra heima við. Þorleifur kom við heima hjá sér í dag í hádegispásunni en hann var staddur við rafvirkjastörf í bænum. „Hvað ætli sé að gerast hérna?“ spyr Þorleifur í myndbandinu þar sem hann myndar jörðina og stígur til jarðar. Sjá má myndbandið hér fyrir neðan. „Hér eru krakkarnir búnir að vera mikið í fótbolta, þetta er eitthvað grunsamlegt hér. Sjáið þið. Það er ekkert undir þessu. Hér er þetta bara allt farið. Þetta er bara á lóðinni hérna heima. Hérna kemur sprunga.“ Þá prófar Þorleifur að fikta aðeins í holunni eins og hann lýsir því í næstu myndböndum. „Nú er ég farinn að pota aðeins í þetta. Sjáið þið. Þetta bara hverfur hérna ofan í. Það er eins gott að passa sig á þessu. Jæja. Nú er ég aðeins búinn að opna þetta. Sjáið þið. Kústurinn bara fer niður. Hvar endar þetta?“ spyr Þorleifur. Þetta það sem fólk óttast „Þetta er held ég svona einna helsta það sem fólk óttast hérna. Bara eins og hjá mér, maður er með fullt af börnum og þetta er úti á fótboltavellinum hjá þeim, inni á lóðinni,“ segir Þorleifur. Þorleifur býr ásamt fjölskyldu sinni, unnustu og þremur börnum á Staðarvör, skammt frá rauða svæðinu svokallaða. Þau dvelja nú í Norðlingaholti á meðan almannavarnir hafa lokað Grindavík. „Ég var í vinnunni og var með nesti og ákvað að skjótast bara heim. Ég var ekkert að leita að neinu þarna, ég bara labba þarna á lóðinni og finn þetta.“ Eins og sjá má er sprungan í miðjum garðinum, þar sem krakkarnir leika sér meðal annars í fótbolta.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að lýsa líðaninni Björgunarsveit hefur verið að störfum við sprungumerkingar. Þorleifur gekk með björgunarsveitarmönnum eftir sprungunni og fór hún í gegnum lóðina hjá Þorleifi og yfir á næstu lóð og út á götu. Hvernig líður þér eftir að hafa séð þessa holu fyrir utan húsið þitt? „Ég veit það ekki. Það er enginn í jafnvægi. Það eru allir bara upp og niður. Förum við heima á morgun? Eða aldrei? Og allt þar á milli. Það er eiginlega ekkert hægt að lýsa þessu. Ég hefði ekki trúað því hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla. Þó að maður sé með húsaskjól og vinnu áfram og allir á lífi, þá samt einhvern veginn...er þetta bara skrítið.“ Séð ofan í holuna. Vísir/Vilhelm
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda