Búið að ræða við hinn særða og rannsókn langt komin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 17:17 Búið er að ræða við flest vitni að árásinni. Vísir/vilhelm Lögreglan á Suðurlandi er búin að ræða við mann, sem var stunginn ítrekað með hníf á fangelsinu Litla-Hrauni. Yfirlögregluþjónn segir rannsóknina langt á veg komna og búið að ræða við flest vitni. Á fjórtánda tímanum síðastliðinn fimmtudag var lögregla kölluð út að fangelsinu Litla-Hrauni vegna hnífstunguárásar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni lá þungt haldinn á sjúkrahúsi í kjölfarið en lögregla hefur nú rætt við manninn. „Ég veit ekki hvernig líðan hans er síðan fyrir helgi en hann jafnar sig á þessu. Það hefur verið rætt við hann,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Þá sé búið að ræða við flest, ef ekki öll vitni. Er árásarmaðurinn settur í einhvers konar einangrun innan fangelsisveggjanna? „Við fórum ekki fram á það. Við gætum farið fram á gæsluvarðhald þó hann sé í fangelsi og ef það eru einhverjir rannsóknarhagsmunir þá gætum við farið fram á einangrun eða eitthvað slíkt. En við töldum enga rannsóknarhagsmuni sérstaklega í þessu máli sem þýddu að það þyrfti að fara fram á það,“ segir Sveinn. „Ég þekki ekki hvernig reglur fangelsins eru þegar svona kemur upp en væntanlega eru einhverjar agareglur.“ Hann segir nokkuð skýra mynd komna á málsatvik. Til rannsóknar er hvort árásin tengist skotárás sem framin var í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar annars vegar og hins vegar annarri hnífstunguárás, sem framin var í höfuðborginni á föstudagsmorgun. „Við erum bara í samtali við höfuðborgarsvæðið með þessa hluti og að skoða þetta allt í samhengi.“ Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa yfirheyrt vitni um helgina Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga. 27. nóvember 2023 13:11 Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar. 25. nóvember 2023 10:03 „Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund Sjá meira
Á fjórtánda tímanum síðastliðinn fimmtudag var lögregla kölluð út að fangelsinu Litla-Hrauni vegna hnífstunguárásar. Maðurinn sem varð fyrir árásinni lá þungt haldinn á sjúkrahúsi í kjölfarið en lögregla hefur nú rætt við manninn. „Ég veit ekki hvernig líðan hans er síðan fyrir helgi en hann jafnar sig á þessu. Það hefur verið rætt við hann,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Þá sé búið að ræða við flest, ef ekki öll vitni. Er árásarmaðurinn settur í einhvers konar einangrun innan fangelsisveggjanna? „Við fórum ekki fram á það. Við gætum farið fram á gæsluvarðhald þó hann sé í fangelsi og ef það eru einhverjir rannsóknarhagsmunir þá gætum við farið fram á einangrun eða eitthvað slíkt. En við töldum enga rannsóknarhagsmuni sérstaklega í þessu máli sem þýddu að það þyrfti að fara fram á það,“ segir Sveinn. „Ég þekki ekki hvernig reglur fangelsins eru þegar svona kemur upp en væntanlega eru einhverjar agareglur.“ Hann segir nokkuð skýra mynd komna á málsatvik. Til rannsóknar er hvort árásin tengist skotárás sem framin var í Úlfarsárdal í byrjun mánaðar annars vegar og hins vegar annarri hnífstunguárás, sem framin var í höfuðborginni á föstudagsmorgun. „Við erum bara í samtali við höfuðborgarsvæðið með þessa hluti og að skoða þetta allt í samhengi.“
Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa yfirheyrt vitni um helgina Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga. 27. nóvember 2023 13:11 Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar. 25. nóvember 2023 10:03 „Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund Sjá meira
Hafa yfirheyrt vitni um helgina Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga. 27. nóvember 2023 13:11
Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar. 25. nóvember 2023 10:03
„Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum