Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. nóvember 2023 14:53 Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, er sáttur við að vera mættur aftur til vinnu. Vísir/Einar Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. Bjarki rifjar upp að föstudagskvöldið þann 10. nóvember síðastliðinn þegar almannavarnir tóku ákvörðun um að rýma bæinn. Hann segir skjálftana hafa verið létta þar til komið var að kvöldmatarleyti. „Ég var leystur af og fór heim klukkan fjögur og sat heima við eldhúsborðið og þá byrjuðu lætin. Þetta ágerðist alltaf og ágerðist. Svo þegar það voru liðnir tveir tímar og þetta stoppaði eiginlega ekki neitt, þá var manni hætt að lítast á það.“ Hann segir að þau hjónin hafi ákveðið að gista þessa nótt í hjólhýsi á Flúðum, bara til þess að sofa í friði. Síðan hafi þau ekki snúið aftur. Misjafnt hljóð í fólki Hvernig tilfinning var að mæta aftur til vinnu? „Æi það var ósköp gott sko. En það er náttúrulega, maður hefur svona varann á sér og er alltaf að bíða eftir því að finna skjálftann, en við höfum ekki fundið neitt. Allavega ekki ennþá.“ Hafa margir komið til ykkar í dag? „Já það hefur nú verið svona rennirí. Það hefur kannski ekki verið alveg fullt út úr dyrum en einn og einn svona að ná sér í eitthvað smáræði og bjarga sér.“ Hvernig er hljóðið í fólki? „Það er misjafnt. Flestir eru mjög harðir í afstöðu sinni að koma aftur. En það er beygur í sumu fólki, maður verður var við það. Það er eðlilegt, maður hefur skilning á því.“ Bjarki segir það þægilegt að vera mættur aftur til vinnu. Hann vilji komast aftur í rútínuna sína. „Maður sér bara hvað það er mikill lúxus að sofa í rúminu sínu og sitja í sófanum sínum á kvöldin. Það er ákveðinn lúxus sem maður getur varla leyft sér núna.“ Bjarki gistir nú í íbúð dóttur sinnar í Njarðvík. Hann tekur fram að það væsi ekki um sig. Ekkert stressaður En þig langar heim? „Já, mig langar heim. Ekki spurning.“ Ertu vongóður um hvenær það getur orðið? „Auðvitað vona ég að það verði sem fyrst en ég held að það verði allavega einhverjar vikur í það. Ætli það verði nokkuð fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi, ég geri ekki ráð fyrir því.“ Áttirðu von á því að þið gætuð opnað búðina svona fljótt aftur? „Nei, þetta er náttúrulega búinn að vera mikill tilfinningarússíbani og maður er búinn að fara upp og niður og út um allt í að velta vöngum yfir þessu. Ég átti svo sem ekki von á því en það er gaman að vera kominn hingað aftur.“ Ertu eitthvað stressaður að vera hérna núna? „Nei, alls ekki. Alls ekki. Eins og ég sagði, við höfum ekki fundið einn einasta skjálfta síðan við komum. Við erum búnir að vera að flækjast hérna af og til undanfarna daga og við höfum ekki fundið neitt. Það er bara góð tilfinning að vera kominn hingað aftur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Bjarki rifjar upp að föstudagskvöldið þann 10. nóvember síðastliðinn þegar almannavarnir tóku ákvörðun um að rýma bæinn. Hann segir skjálftana hafa verið létta þar til komið var að kvöldmatarleyti. „Ég var leystur af og fór heim klukkan fjögur og sat heima við eldhúsborðið og þá byrjuðu lætin. Þetta ágerðist alltaf og ágerðist. Svo þegar það voru liðnir tveir tímar og þetta stoppaði eiginlega ekki neitt, þá var manni hætt að lítast á það.“ Hann segir að þau hjónin hafi ákveðið að gista þessa nótt í hjólhýsi á Flúðum, bara til þess að sofa í friði. Síðan hafi þau ekki snúið aftur. Misjafnt hljóð í fólki Hvernig tilfinning var að mæta aftur til vinnu? „Æi það var ósköp gott sko. En það er náttúrulega, maður hefur svona varann á sér og er alltaf að bíða eftir því að finna skjálftann, en við höfum ekki fundið neitt. Allavega ekki ennþá.“ Hafa margir komið til ykkar í dag? „Já það hefur nú verið svona rennirí. Það hefur kannski ekki verið alveg fullt út úr dyrum en einn og einn svona að ná sér í eitthvað smáræði og bjarga sér.“ Hvernig er hljóðið í fólki? „Það er misjafnt. Flestir eru mjög harðir í afstöðu sinni að koma aftur. En það er beygur í sumu fólki, maður verður var við það. Það er eðlilegt, maður hefur skilning á því.“ Bjarki segir það þægilegt að vera mættur aftur til vinnu. Hann vilji komast aftur í rútínuna sína. „Maður sér bara hvað það er mikill lúxus að sofa í rúminu sínu og sitja í sófanum sínum á kvöldin. Það er ákveðinn lúxus sem maður getur varla leyft sér núna.“ Bjarki gistir nú í íbúð dóttur sinnar í Njarðvík. Hann tekur fram að það væsi ekki um sig. Ekkert stressaður En þig langar heim? „Já, mig langar heim. Ekki spurning.“ Ertu vongóður um hvenær það getur orðið? „Auðvitað vona ég að það verði sem fyrst en ég held að það verði allavega einhverjar vikur í það. Ætli það verði nokkuð fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi, ég geri ekki ráð fyrir því.“ Áttirðu von á því að þið gætuð opnað búðina svona fljótt aftur? „Nei, þetta er náttúrulega búinn að vera mikill tilfinningarússíbani og maður er búinn að fara upp og niður og út um allt í að velta vöngum yfir þessu. Ég átti svo sem ekki von á því en það er gaman að vera kominn hingað aftur.“ Ertu eitthvað stressaður að vera hérna núna? „Nei, alls ekki. Alls ekki. Eins og ég sagði, við höfum ekki fundið einn einasta skjálfta síðan við komum. Við erum búnir að vera að flækjast hérna af og til undanfarna daga og við höfum ekki fundið neitt. Það er bara góð tilfinning að vera kominn hingað aftur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira