Sveitarstjóri óskaði eftir helmingi minni launahækkun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2023 17:00 Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, sem þiggur ekki 11% launahækkun frá 1. nóvember heldur 6,75% hækkun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps í dag var meðal annars tekin fyrir beiðni frá Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra þar sem hún lagði fram ósk um að breyting á launum hennar frá 1. nóvember 2023 taki ekki breytingum samkvæmt launavísitölu þetta árið líkt og samið er um í ráðningarsamningi heldur verði í takt við þær breytingar sem BHM gerði á launatöflum 1. apríl 2023. Breyting samkvæmt launavísitölu þýðir um 11% hækkun á milli ára en breytingar á launatöflum BHM nemur 6,75%. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti þessa beiðni sveitarstjóra. „Ástæðan fyrir því að ég vel að fara þessa leið er sú að mér finnst rangt að taka næstum 11% laukahækkun á meðan mikil umræða er um að vera hófstillt í þeirri kjarabaráttu sem fram undan er til að reyna að slá á verðbólgu. Laun æðstu stjórnenda sveitarfélaga eru almennt frekar há enda starfsálag töluvert og ábyrgð mikil. 11 prósenta launahækkun myndi þýða aukinn launakostnað vegna sveitarstjóra upp á hátt í 2,5 milljónir á ári hjá sveitarfélaginu á móti um 1,5 milljón miðað við 6,75% hækkun,“ segir Hulda. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkt samhljóða beiðni Huldu sveitarstjóra á fundi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir þetta ekki hafa verið erfiða ákvörðun. „Nei, nei, þetta var ekki erfið ákvörðun að mínu mati þar sem ég tel rétt að sýna fordæmi þegar staðan í þjóðfélaginu er eins og hún er. Launin mín eru tengd launavísitölu og eiga að taka hækkun samkvæmt breytingu á launavísitölu einu sinni á ári samkvæmt ráðningarsamningi, eða 1. nóvember ár hvert. Varðandi frekari hækkanir eða ákvarðanir að ári liðnu þá verður tíminn að leiða það í ljós. Það er erfitt að spá um hver þróun launavísitölu verður á næstu 12 mánuðum. Þetta er niðurstaða sem ég komst að fyrir sjálfa mig þetta árið að minnsta kosti," segir Hulda. Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá því í dag Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að ég vel að fara þessa leið er sú að mér finnst rangt að taka næstum 11% laukahækkun á meðan mikil umræða er um að vera hófstillt í þeirri kjarabaráttu sem fram undan er til að reyna að slá á verðbólgu. Laun æðstu stjórnenda sveitarfélaga eru almennt frekar há enda starfsálag töluvert og ábyrgð mikil. 11 prósenta launahækkun myndi þýða aukinn launakostnað vegna sveitarstjóra upp á hátt í 2,5 milljónir á ári hjá sveitarfélaginu á móti um 1,5 milljón miðað við 6,75% hækkun,“ segir Hulda. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkt samhljóða beiðni Huldu sveitarstjóra á fundi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir þetta ekki hafa verið erfiða ákvörðun. „Nei, nei, þetta var ekki erfið ákvörðun að mínu mati þar sem ég tel rétt að sýna fordæmi þegar staðan í þjóðfélaginu er eins og hún er. Launin mín eru tengd launavísitölu og eiga að taka hækkun samkvæmt breytingu á launavísitölu einu sinni á ári samkvæmt ráðningarsamningi, eða 1. nóvember ár hvert. Varðandi frekari hækkanir eða ákvarðanir að ári liðnu þá verður tíminn að leiða það í ljós. Það er erfitt að spá um hver þróun launavísitölu verður á næstu 12 mánuðum. Þetta er niðurstaða sem ég komst að fyrir sjálfa mig þetta árið að minnsta kosti," segir Hulda. Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá því í dag
Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira