Vilhjálmur fordæmir hækkanir á skólamáltíðum Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2023 15:06 Vilhjálmur Birgisson segir mikilvægt að sveitarfélögin og aðra verða að halda aftur að sér með gjaldskrár- og verðhækkanir eigi að gera kjarasamninga á hóflegum nótum og ná verðbólgunni niður. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, telur hið opinbera ekki sýna nokkurn einasta lit í tengslum við að vinna á verðbólgunni. Hann segir hækkun Hafnarfjarðarbæjar á skólamáltíðum um 33 prósent forkastanlega. Þetta gerir Vilhjálmur í Facebook-færslu sem hann birti nú fyrir skömmu. En þar segir hann að öskrað hafi verið á þau í verkalýðshreyfingunni að „við værum öll á sama báti“ og: „Þið verðið að „sýna“ skynsemi í komandi kjarasamningum ef við eigum að ná niður verðbólgunni.“ Enda væri verðbólgan launafólki um að kenna, segir Vilhjálmur; að öskrað hafi verið úr öllum áttum þegar síðast var samið. Verkalýðsforystan situr eftir í súpunni Vilhjálmur segir að verkalýðsforystan hafi tekið fullt tillit til þessa. En þá verði stjórnvöld, sveitarfélög, verslun og þjónusta, tryggingarfélög, orkufyrirtæki og í raun allir að halda aftur af verðlagshækkunum og hækka gjaldskrár um ekki meira en 2,5 prósent á næsta ári. „Við höfum sagt að við erum til í að gera langtímasamninga í anda lífskjarasamninga ef allir taka þátt og ráðist verður hér í kerfisbreytingar á fjármálakerfinu ásamt öðrum atriðum er lúta að hagsmunum launafólks, neytenda og heimilanna. Það er ekki hægt að segja að sveitafélögin hafi svarað þessu ákalli verkalýðshreyfingarinnar og nægir að nefna að Hafnafjarðabær hækkaði 1. nóvember skólamáltíðir um 33% og um 19% hækkun á fæðisgjaldi í leikskólum.“ Verkalýðurinn einn á báti Vilhjálmur segist hafa vitneskju um tuttugu prósenta hækkun á skólamáltíðum í grunnskólum á Akranesi og þannig megi lengi telja. „Sveitafélög eru nú þegar byrjuð að ráðast af fullum þunga á barnafjölskyldur sem hafa þurft að taka á sig kostnaðarhækkanir á liðnum misserum úr öllum áttum. Enda liggur fyrir að neytendur, launafólk og heimili eru að kikna undan stórauknum álögum á öllum sviðum.“ Þannig segist Vilhjálmur ekki bjartsýnn á framhaldið; „því mér finnst skilningsleysi áðurnefndra aðila á alvarleikanum á stöðu launafólks, neytenda og heimila ekki vera upp á marga fiska eins og kostnaðarhækkanir hjá Hafnafjarðabæ sýna og staðfesta!“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Rekstur hins opinbera Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Hafnarfjörður Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Þetta gerir Vilhjálmur í Facebook-færslu sem hann birti nú fyrir skömmu. En þar segir hann að öskrað hafi verið á þau í verkalýðshreyfingunni að „við værum öll á sama báti“ og: „Þið verðið að „sýna“ skynsemi í komandi kjarasamningum ef við eigum að ná niður verðbólgunni.“ Enda væri verðbólgan launafólki um að kenna, segir Vilhjálmur; að öskrað hafi verið úr öllum áttum þegar síðast var samið. Verkalýðsforystan situr eftir í súpunni Vilhjálmur segir að verkalýðsforystan hafi tekið fullt tillit til þessa. En þá verði stjórnvöld, sveitarfélög, verslun og þjónusta, tryggingarfélög, orkufyrirtæki og í raun allir að halda aftur af verðlagshækkunum og hækka gjaldskrár um ekki meira en 2,5 prósent á næsta ári. „Við höfum sagt að við erum til í að gera langtímasamninga í anda lífskjarasamninga ef allir taka þátt og ráðist verður hér í kerfisbreytingar á fjármálakerfinu ásamt öðrum atriðum er lúta að hagsmunum launafólks, neytenda og heimilanna. Það er ekki hægt að segja að sveitafélögin hafi svarað þessu ákalli verkalýðshreyfingarinnar og nægir að nefna að Hafnafjarðabær hækkaði 1. nóvember skólamáltíðir um 33% og um 19% hækkun á fæðisgjaldi í leikskólum.“ Verkalýðurinn einn á báti Vilhjálmur segist hafa vitneskju um tuttugu prósenta hækkun á skólamáltíðum í grunnskólum á Akranesi og þannig megi lengi telja. „Sveitafélög eru nú þegar byrjuð að ráðast af fullum þunga á barnafjölskyldur sem hafa þurft að taka á sig kostnaðarhækkanir á liðnum misserum úr öllum áttum. Enda liggur fyrir að neytendur, launafólk og heimili eru að kikna undan stórauknum álögum á öllum sviðum.“ Þannig segist Vilhjálmur ekki bjartsýnn á framhaldið; „því mér finnst skilningsleysi áðurnefndra aðila á alvarleikanum á stöðu launafólks, neytenda og heimila ekki vera upp á marga fiska eins og kostnaðarhækkanir hjá Hafnafjarðabæ sýna og staðfesta!“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Rekstur hins opinbera Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Hafnarfjörður Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira