Rúnar Ingi: „Við sköpuðum okkar eigin vítahring“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. nóvember 2023 21:47 Rúnar Ingi átti fá svör í kvöld Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, tók fulla ábyrgð á stóru tapi sinna kvenna í Keflavík í kvöld, en lokatölur leiksins urðu 72-45 Keflavík í vil. Hann sagðist einfaldlega ekki hafa gert sitt lið nógu tilbúið í leikinn. Fyrirfram vonuðust eflaust margir eftir hörkuleik í þessum grannaslag en Blue-höllin virðist hafa þveröfug áhrif á Njarðvíkinga. „Það er eitthvað við þetta hús sem virðist ekki ná að kveikja nægilega vel í okkur. Frammistaðan í kvöld var bara óásættanleg, það er bara eins og það er. Við byrjum varnarlega allt í lagi og þetta er í ágætis jafnvægi. Við náðum okkar náttúrulega aldrei á strik sóknarlega. Við skjótum 20 prósent í heildarskotum held ég og erum undir tíu prósent í þriggja.“ Andleysið fór fljótt að skína úr andlitum Njarðvíkinga sem virtust hreinlega leggja árar í bát undir lok fyrri hálfleiks en Rúnar var alls ekki sáttur með hversu fljótt hans leikmenn virtust missa trúna á verkefnið. „Það var ekkert að ganga til að byrja með og svo fjaraði trúin út ansi fljótt fannst mér, alltof fljótt. Það er merki um andleg einkenni sem við þurfum að vinna í. Þetta smitaðist svo bara yfir í vörnina. Þegar við fórum að missa trúna sóknarlega þá urðum við hægari og hljóðlátari varnarlega.“ Fullkominn stormur „Keflvíkingarnir eru bara það góðar og þetta er akkúrat það sem þær eflast við. Þegar þær finna einhverja uppgjöf eða trúleysi í andstæðingnum þá eru Keflavík sérfræðingar í að ganga á lagið og ganga frá þeim. Við leyfðum þeim það í kvöld og það er ömurlegt.“ Rúnar tók hvert leikhléið á fætur öðru í kvöld en það virtist ekki skila miklum árangri. Hann sagði að leikskipulagið væri í raun aukaatriði í svona leik, andlega hliðin væri það sem skipti máli og hún hefði brugðist í kvöld. „Við erum búin að keppa á móti Keflavíkurliði sem var að gera miklu flóknari hluti og voru meiri áskorun heldur en það sem þetta Keflavíkurlið er að gera. Þær spiluðu bara einfaldan körfubolta, voru að skipta á skrínum og berjast. Þetta snýst eiginlega ekkert um taktík. Þetta snýst um þennan andlega styrk. Þegar þú færð á þig högg, hvernig ætlarðu að bregðast við á móti?“ „Við vorum alveg að ráðast á þær upp að ákveðnu marki en í staðinn fyrir að hugsa svolítið um jafnvægið og hægja á hraðanum þá vorum við að keyra inn í þær og skjóta eins og við værum að drífa okkur. Skotin gengu ekki, Keflavík fær frákast og keyra í bakið á okkur og fá galopin „lay-up“ eða opin þristur í „transition“. Við sköpuðum okkar eigin vítahring í þessu.“ Rúnar var ekki tilbúinn að henda einstökum leikmönnum undir rútuna, en hin bandaríska Tynice Martin skoraði aðeins tvö stig í leiknum og sat á bekknum megnið af seinni hálfleik. Hann tók ábyrgðina einfaldlega á sig spurður út í frammistöðu hennar sem og Jönu Falsdóttur, sem einnig skoraði aðeins tvö stig. „Ég bara gerði liðið mitt ekki nógu tilbúið fyrir þennan leik. Mér fannst við vera klárar og við erum búnar að vera að ýta upp ákafanum á æfingum. Kannski er ég bara að horfa á eitthvað allt annað en það sem er að gerast og ekki að sjá það að við séum að komast upp með leti. En frammistaða margra lykilleikmanna í dag var ekki góð. Ég bara trúi því ekki að fólk sé ekki að reyna. Fólk er að reyna sitt allra best en stundum er það bara ekki nóg og stundum er það hausinn sem tekur yfir. Við þurfum að vinna í því.“ Rúnar lítur þrátt fyrir stórt tap á björtu hliðarnar. „Nú þarf ég bara að horfa á þetta þannig að þetta var bara einn körfuboltaleikur í nóvember og bara tvö stig. Þetta er enginn heimsendir. Við höfum tapað stærra og náð góðum árangri áður. Núna þurfum við bara að átta okkur á því hvar við þurfum að vera betri og læra af þessu og passa að þetta ekki koma yfir aftur.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Fyrirfram vonuðust eflaust margir eftir hörkuleik í þessum grannaslag en Blue-höllin virðist hafa þveröfug áhrif á Njarðvíkinga. „Það er eitthvað við þetta hús sem virðist ekki ná að kveikja nægilega vel í okkur. Frammistaðan í kvöld var bara óásættanleg, það er bara eins og það er. Við byrjum varnarlega allt í lagi og þetta er í ágætis jafnvægi. Við náðum okkar náttúrulega aldrei á strik sóknarlega. Við skjótum 20 prósent í heildarskotum held ég og erum undir tíu prósent í þriggja.“ Andleysið fór fljótt að skína úr andlitum Njarðvíkinga sem virtust hreinlega leggja árar í bát undir lok fyrri hálfleiks en Rúnar var alls ekki sáttur með hversu fljótt hans leikmenn virtust missa trúna á verkefnið. „Það var ekkert að ganga til að byrja með og svo fjaraði trúin út ansi fljótt fannst mér, alltof fljótt. Það er merki um andleg einkenni sem við þurfum að vinna í. Þetta smitaðist svo bara yfir í vörnina. Þegar við fórum að missa trúna sóknarlega þá urðum við hægari og hljóðlátari varnarlega.“ Fullkominn stormur „Keflvíkingarnir eru bara það góðar og þetta er akkúrat það sem þær eflast við. Þegar þær finna einhverja uppgjöf eða trúleysi í andstæðingnum þá eru Keflavík sérfræðingar í að ganga á lagið og ganga frá þeim. Við leyfðum þeim það í kvöld og það er ömurlegt.“ Rúnar tók hvert leikhléið á fætur öðru í kvöld en það virtist ekki skila miklum árangri. Hann sagði að leikskipulagið væri í raun aukaatriði í svona leik, andlega hliðin væri það sem skipti máli og hún hefði brugðist í kvöld. „Við erum búin að keppa á móti Keflavíkurliði sem var að gera miklu flóknari hluti og voru meiri áskorun heldur en það sem þetta Keflavíkurlið er að gera. Þær spiluðu bara einfaldan körfubolta, voru að skipta á skrínum og berjast. Þetta snýst eiginlega ekkert um taktík. Þetta snýst um þennan andlega styrk. Þegar þú færð á þig högg, hvernig ætlarðu að bregðast við á móti?“ „Við vorum alveg að ráðast á þær upp að ákveðnu marki en í staðinn fyrir að hugsa svolítið um jafnvægið og hægja á hraðanum þá vorum við að keyra inn í þær og skjóta eins og við værum að drífa okkur. Skotin gengu ekki, Keflavík fær frákast og keyra í bakið á okkur og fá galopin „lay-up“ eða opin þristur í „transition“. Við sköpuðum okkar eigin vítahring í þessu.“ Rúnar var ekki tilbúinn að henda einstökum leikmönnum undir rútuna, en hin bandaríska Tynice Martin skoraði aðeins tvö stig í leiknum og sat á bekknum megnið af seinni hálfleik. Hann tók ábyrgðina einfaldlega á sig spurður út í frammistöðu hennar sem og Jönu Falsdóttur, sem einnig skoraði aðeins tvö stig. „Ég bara gerði liðið mitt ekki nógu tilbúið fyrir þennan leik. Mér fannst við vera klárar og við erum búnar að vera að ýta upp ákafanum á æfingum. Kannski er ég bara að horfa á eitthvað allt annað en það sem er að gerast og ekki að sjá það að við séum að komast upp með leti. En frammistaða margra lykilleikmanna í dag var ekki góð. Ég bara trúi því ekki að fólk sé ekki að reyna. Fólk er að reyna sitt allra best en stundum er það bara ekki nóg og stundum er það hausinn sem tekur yfir. Við þurfum að vinna í því.“ Rúnar lítur þrátt fyrir stórt tap á björtu hliðarnar. „Nú þarf ég bara að horfa á þetta þannig að þetta var bara einn körfuboltaleikur í nóvember og bara tvö stig. Þetta er enginn heimsendir. Við höfum tapað stærra og náð góðum árangri áður. Núna þurfum við bara að átta okkur á því hvar við þurfum að vera betri og læra af þessu og passa að þetta ekki koma yfir aftur.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira