Skoða að taka „stórt skref aftur á bak“ og bíða átekta Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. nóvember 2023 14:28 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sátu báðir fund samninganefndar Alþýðusambandsins. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Alþýðusambands Íslands kom saman til fundar í morgun til að ræða hvort gera eigi hlé á samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna þeirrar óvissu sem miklar gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga skapi í tengslum við nýja kjarasamninga. „Við vorum bara að fara yfir stöðuna. Hún er að mörgu leiti alvarleg, þar sem að við erum að sjá að sveitarfélögin hafa verið að boða hækkanir sem eru umtalsverðar. Og það er alveg ljóst að ef sveitarfélögin ætla að standa við þetta þá mun það valda okkur verulegum vandræðum,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, við fréttastofu að fundi loknum. „Það skiptir engu máli hvað við erum að semja um ef allir aðrir aðilar koma og varpa því beint á herðar launafólks og neytenda. Þá liggur alveg fyrir að þessir aðilar bera mikla ábyrgð og þurfa að endurskoða þessa hluti.“ Vilhjálmur bætti við að það ríki samstaða innan hópsins sem fundaði um þetta í dag, en telur ljóst að allir muni þurfa að leggja sitt að mörkum. „Launafólk mun ekki gera það eitt og sér. Það er alveg morgunljóst.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði að engin formleg niðurstaða hafi komið af fundarhöldunum í dag. „Við höfum rætt það að taka stórt skref aftur á bak meðan við erum að bíða eftir viðbrögðum frá sveitarfélögum og stjórnvöldum varðandi gjaldskrárhækkanir.“ Kjaramál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023 Sveitarstjórnarmál Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
„Við vorum bara að fara yfir stöðuna. Hún er að mörgu leiti alvarleg, þar sem að við erum að sjá að sveitarfélögin hafa verið að boða hækkanir sem eru umtalsverðar. Og það er alveg ljóst að ef sveitarfélögin ætla að standa við þetta þá mun það valda okkur verulegum vandræðum,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, við fréttastofu að fundi loknum. „Það skiptir engu máli hvað við erum að semja um ef allir aðrir aðilar koma og varpa því beint á herðar launafólks og neytenda. Þá liggur alveg fyrir að þessir aðilar bera mikla ábyrgð og þurfa að endurskoða þessa hluti.“ Vilhjálmur bætti við að það ríki samstaða innan hópsins sem fundaði um þetta í dag, en telur ljóst að allir muni þurfa að leggja sitt að mörkum. „Launafólk mun ekki gera það eitt og sér. Það er alveg morgunljóst.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði að engin formleg niðurstaða hafi komið af fundarhöldunum í dag. „Við höfum rætt það að taka stórt skref aftur á bak meðan við erum að bíða eftir viðbrögðum frá sveitarfélögum og stjórnvöldum varðandi gjaldskrárhækkanir.“
Kjaramál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023 Sveitarstjórnarmál Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira