Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. nóvember 2023 21:48 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, segir að maður þurfi að fara varlega. 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Við bjuggumst við að finna holur hér og þar. En 25 til 27 metra djúpa átti ég ekki von á að finna hérna, sem væri niður í grunnvatn.“ segir Ólafur Örvar Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í dag. „Venjuleg lofthæð á húsi er í kringum þrír metrar, þannig það er svolítið langt að detta þarna niður. Maður þarf að fara varlega,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Hver styðji annan Þrátt fyrir holur, sprungur og skemmdir lítur út fyrir að atvinnulífið í Grindavík sé að vakna úr dvala. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík fagnar því. „Það eru sem betur fer ýmsir sem hafa hug á því að opna hjá okkur. Það er auðvitað bæði húsnæði og vélakostur tilbúinn fyrir framleiðslu og ýmis konar þjónustu þannig að nú er menn að koma heim aftur og nýta sín tækifæri þar til þess að halda rekstrinum gangandi,“ segir hann. Fannar segir að líf sé að kvikna á ný í bænum og að Grindvíkingar standi hver við annars bak. „Þetta er virkilega ánægjulegt og það styður hver annan í þessu. Auðvitað þurfa þeir sem koma til vinnu að morgni og fara að kvöldi þurfa að fá veitingar og ýmsa þjónustu. Það eru líka vélaverkstæði og trésmiðjur og fleira sem er að fara í gang. Þannig að keðjan er samhangandi og allt lífið að taka á sig frummynd þess sem við vonum að sé upphaf af hinu góða.“ Fréttina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Við bjuggumst við að finna holur hér og þar. En 25 til 27 metra djúpa átti ég ekki von á að finna hérna, sem væri niður í grunnvatn.“ segir Ólafur Örvar Ólafsson, varðstjóri hjá lögreglunni þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í dag. „Venjuleg lofthæð á húsi er í kringum þrír metrar, þannig það er svolítið langt að detta þarna niður. Maður þarf að fara varlega,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Hver styðji annan Þrátt fyrir holur, sprungur og skemmdir lítur út fyrir að atvinnulífið í Grindavík sé að vakna úr dvala. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík fagnar því. „Það eru sem betur fer ýmsir sem hafa hug á því að opna hjá okkur. Það er auðvitað bæði húsnæði og vélakostur tilbúinn fyrir framleiðslu og ýmis konar þjónustu þannig að nú er menn að koma heim aftur og nýta sín tækifæri þar til þess að halda rekstrinum gangandi,“ segir hann. Fannar segir að líf sé að kvikna á ný í bænum og að Grindvíkingar standi hver við annars bak. „Þetta er virkilega ánægjulegt og það styður hver annan í þessu. Auðvitað þurfa þeir sem koma til vinnu að morgni og fara að kvöldi þurfa að fá veitingar og ýmsa þjónustu. Það eru líka vélaverkstæði og trésmiðjur og fleira sem er að fara í gang. Þannig að keðjan er samhangandi og allt lífið að taka á sig frummynd þess sem við vonum að sé upphaf af hinu góða.“ Fréttina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira