Gjaldskrárhækkanir í óþökk allra Orri Páll Jóhannsson skrifar 1. desember 2023 08:31 Hafísinn, sem þjóðskáldið kallaði landsins forna fjanda, kemst ekki í hálfkvisti við þann þráláta og að því er virðist landlæga vanda sem verðbólgan er. Við henni eru til ýmsar aðgerðir, engar góðar eða skemmtilegar og má þar telja aðhald í öllum rekstri og stýrivaxtahækkanir sem hafa dunið á fólki undanfarin ár. Og nú hefur ný ókind bæst í hóp óskemmtilegra aðgerða Þó jákvætt megi telja að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% við síðustu stýrivaxtahækkun verður því ekki neitað að mörg okkar hefðu viljað sjá lækkun stýrivaxta eftir sífelldar hækkanir undanfarna mánuði. Það er þó vart annað hægt en að sýna ákvörðuninni skilning því það er brýnasta mál efnahagsstjórnarinnar að ná niður verðbólgunni. Hún bítur okkur öll en þó mest þau efnaminni í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur lagt höfuðáherslu á að tryggja að ríkisfjármálin og þau verkfæri sem Seðlabankinn hefur vinni saman til að reyna að ná fram því markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika. Í tekjubandorminum svokallaða sem fylgir fjárlagafrumvarpinu er til að mynda lagt upp með 3,5% hækkun á svonefndum krónutölusköttum í samræmi við forsendur tekjuáætlunar fjárlagafrumvarpsins. Miðað við verðbólgu er þetta í raun skattalækkun sem er eingöngu til þess hugsuð að styðja við hagstjórnina. Hér er hið opinbera að gera sitt. En óbreyttir stýrivextir og lægri skattheimta mega sín lítils þegar hvert sveitarfélagið á fætur öðru kynnir nú gjaldskrárhækkanir sínar fyrir næsta ár. Og þær hækkanir bíta sannarlega líka. Skólamáltíðir hækka um allt að 33% í sumum sveitarfélögum. Dvöl á frístundaheimilum hækkar og hressingin þar líka. Það verður dýrara að fara í sund, á söfn og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Bókasafnsskírteinin hækka hjá sumum sveitarfélögum, leikskólamáltíðir hjá öðrum. Af því berast fréttir að til standi að öll stærstu sveitarfélög landsins stefni að gjaldskrárhækkunum og hafa leiðtogar stærstu verkalýðsfélaga landsins lýst af þessu þungum áhyggjum í ljósi komandi kjaraviðræðna. Þessar hækkanir koma langverst niður á þeim sem verst standa og geta vart talist vera í ætt við félagslegt réttlæti. Til að ná niður verðbólgunni verðum við að róa í sömu átt. Farið er fram á það við almenning að hann sýni aðhald og sparnað og hið opinbera gerir sitt með raunskattalækkunum. Ég vil hvetja sveitarfélögin til að endurskoða sínar gjaldskrárhækkanir og taka í staðinn þátt í mikilvægum mótvægisaðgerðum gegn verðbólgu öllum til heilla. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Páll Jóhannsson Vinstri græn Efnahagsmál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hafísinn, sem þjóðskáldið kallaði landsins forna fjanda, kemst ekki í hálfkvisti við þann þráláta og að því er virðist landlæga vanda sem verðbólgan er. Við henni eru til ýmsar aðgerðir, engar góðar eða skemmtilegar og má þar telja aðhald í öllum rekstri og stýrivaxtahækkanir sem hafa dunið á fólki undanfarin ár. Og nú hefur ný ókind bæst í hóp óskemmtilegra aðgerða Þó jákvætt megi telja að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% við síðustu stýrivaxtahækkun verður því ekki neitað að mörg okkar hefðu viljað sjá lækkun stýrivaxta eftir sífelldar hækkanir undanfarna mánuði. Það er þó vart annað hægt en að sýna ákvörðuninni skilning því það er brýnasta mál efnahagsstjórnarinnar að ná niður verðbólgunni. Hún bítur okkur öll en þó mest þau efnaminni í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur lagt höfuðáherslu á að tryggja að ríkisfjármálin og þau verkfæri sem Seðlabankinn hefur vinni saman til að reyna að ná fram því markmiði að koma á efnahagslegum stöðugleika. Í tekjubandorminum svokallaða sem fylgir fjárlagafrumvarpinu er til að mynda lagt upp með 3,5% hækkun á svonefndum krónutölusköttum í samræmi við forsendur tekjuáætlunar fjárlagafrumvarpsins. Miðað við verðbólgu er þetta í raun skattalækkun sem er eingöngu til þess hugsuð að styðja við hagstjórnina. Hér er hið opinbera að gera sitt. En óbreyttir stýrivextir og lægri skattheimta mega sín lítils þegar hvert sveitarfélagið á fætur öðru kynnir nú gjaldskrárhækkanir sínar fyrir næsta ár. Og þær hækkanir bíta sannarlega líka. Skólamáltíðir hækka um allt að 33% í sumum sveitarfélögum. Dvöl á frístundaheimilum hækkar og hressingin þar líka. Það verður dýrara að fara í sund, á söfn og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Bókasafnsskírteinin hækka hjá sumum sveitarfélögum, leikskólamáltíðir hjá öðrum. Af því berast fréttir að til standi að öll stærstu sveitarfélög landsins stefni að gjaldskrárhækkunum og hafa leiðtogar stærstu verkalýðsfélaga landsins lýst af þessu þungum áhyggjum í ljósi komandi kjaraviðræðna. Þessar hækkanir koma langverst niður á þeim sem verst standa og geta vart talist vera í ætt við félagslegt réttlæti. Til að ná niður verðbólgunni verðum við að róa í sömu átt. Farið er fram á það við almenning að hann sýni aðhald og sparnað og hið opinbera gerir sitt með raunskattalækkunum. Ég vil hvetja sveitarfélögin til að endurskoða sínar gjaldskrárhækkanir og taka í staðinn þátt í mikilvægum mótvægisaðgerðum gegn verðbólgu öllum til heilla. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar