Sex lífeyrissjóðir í óvissu eftir nýjan dóm Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. desember 2023 13:37 Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og talskona Lífeyrissjóðs verslunarmanna í málinu. Vísir Miklar líkur eru á að Lífeyrissjóður verzlunarmanna áfrýi dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem ógilti í gær breytingar á lífeyrisréttindum hjá sjóðnum eftir aldri. Þetta segir lögmaður sjóðsins. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir nokkra lífeyrissjóði en nú er verið er að reikna kostnaðinn út yrði þetta endanlega niðurstaða. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi breytingar sem voru gerðar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna í fyrra og fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti. Breytingarnar sem voru dæmdar ólöglegar fólust í að sjóðurinn var að sögn að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Eins og áður sagði hafa breytingarnar sem sjóðirnir gerðu nú verið dæmdar ólögmætar. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður hjá Lex og talsmaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna telur miklar líkur á að dómnum verði áfrýjað. „Lífeyrissjóðurinn telur að þarna hafi verið gerðar sanngjarnar breytingar og þær hafi rúmast innan lagaheimilda. Sjóðurinn hafi með þeim verið að bregðast við nýjum töflum sem geri ráð fyrir því að yngri kynslóðir lifi lengur en þær eldri. Með breytingunum hafi sjóðurinn haft í forgrunni þau skilyrði sem honum ber að uppfylla þar sem gætt sé að jafnræði milli kynslóða,“ segir Kristín. Hún segir að verið sé að reikna út hvað það myndi kosta sjóðinn ef dómur héraðsdóms verður að veruleika. Kristín bendir jafnframt á að mánaðarlegar skerðingar sem hafi orðið hjá einstaklingum vegna breytingana hafi í langflestum tilfellum verið óverulegar eða milli nokkur hundruð króna og upp í nokkur þúsund. Það sé þó fljótt að verða háar upphæðir hjá sjóðnum í heild þegar um þúsundir einstaklinga sé að ræða. Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í gær úr gildi breytingar sem voru gerðar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna í fyrra og fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti. Breytingarnar sem voru dæmdar ólöglegar fólust í að sjóðurinn var að sögn að bregðast við nýjum dánar- og eftirlifendatöflum þar sem gert er ráð fyrir að sérhver árgangur lifi lengur en árgangurinn á undan. Sjóðurinn taldi sér skylt að taka mið af þessu og lækkaði áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldri. Þannig var greiðslum dreift yfir lengra tímabil hjá yngri kynslóðum en þeim eldri því sjóðurinn gerir ráð fyrir að þær yngri lifi lengur en þær eldri. Aðrir lífeyrissjóðir sem gerðu sambærilegar breytingar eru Gildi lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins í A-deild og SL lífeyrissjóður. Eins og áður sagði hafa breytingarnar sem sjóðirnir gerðu nú verið dæmdar ólögmætar. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður hjá Lex og talsmaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna telur miklar líkur á að dómnum verði áfrýjað. „Lífeyrissjóðurinn telur að þarna hafi verið gerðar sanngjarnar breytingar og þær hafi rúmast innan lagaheimilda. Sjóðurinn hafi með þeim verið að bregðast við nýjum töflum sem geri ráð fyrir því að yngri kynslóðir lifi lengur en þær eldri. Með breytingunum hafi sjóðurinn haft í forgrunni þau skilyrði sem honum ber að uppfylla þar sem gætt sé að jafnræði milli kynslóða,“ segir Kristín. Hún segir að verið sé að reikna út hvað það myndi kosta sjóðinn ef dómur héraðsdóms verður að veruleika. Kristín bendir jafnframt á að mánaðarlegar skerðingar sem hafi orðið hjá einstaklingum vegna breytingana hafi í langflestum tilfellum verið óverulegar eða milli nokkur hundruð króna og upp í nokkur þúsund. Það sé þó fljótt að verða háar upphæðir hjá sjóðnum í heild þegar um þúsundir einstaklinga sé að ræða.
Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Dómsmál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira