Gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsi Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2023 12:40 Útsýnið yfir hinn eiginlega Teigsskóg í gær frá nýja veginum. Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Vegfarendur sem ekið hafa nýja veginn um Teigsskóg eru byrjaðir að lýsa reynslu sinni og birta myndir á samfélagsmiðlum. Vegurinn var opnaður umferð í gær, átján mánuðum eftir að Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu samning um vegagerðina, sem sannarlega má telja einhverja þá umdeildustu hérlendis, en áður hafði verið deilt hart um vegstæðið í tvo áratugi. „Og bráðum verður næsti "flöskuháls" úr sögunni. Það eru sennilega nokkrir sem gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsinum. Góða ferð um Hallsteinsnes,“ skrifar Erla Þórdís Reynisdóttir frá Fremri-Gufudal, núverandi bóndi í Mýrartungu í Reykhólasveit, á vefnum Samgöngubætur á Vestfjörðum, og birtir jafnframt myndskeið frá ökuferðinni. Í Þorskafirði er búið að færa lokunarskiltin af nýja veginum yfir á gamla malarveginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Örskotsstund að renna þetta og þú gleymir að skoða,“ segir Erla um upplifuna. Á heimasíðu Reykhólahrepps er fjallað um opnun vegarins með nokkrum ljósmyndum. Djúpadalsmegin er núna komið lokunarskilti á veginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Þar með þarf ekki lengur að keyra yfir Hjallaháls. Ekki var nein formleg athöfn þegar vegurinn var opnaður, heldur voru lokunarskiltin færð sitt hvors vegar við Hjallahálsinn, af nýja veginum og á veginn yfir hálsinn,“ segir á Reykhólavefnum. „Hjallaháls, kannski er ekki svo mikil eftirsjá að honum... svo er hann ekkert að fara neitt,“ segir ennfremur. Flutningabíll á hliðinni á Hjallahálsi fyrir þremur árum. Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Ódrjúgshálsinn verður þó áfram hluti Vestfjarðavegar þar til þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar lýkur. Samningur um gerð jarðvegsfyllinga út í firðina var undirritaður við Borgaverk í fyrradag. Þá hefur innviðaráðherra lýst því yfir að brúasmíðin verði boðin út á næstu ári og henni lokið annaðhvort árið 2026 eða 2027. Framundan er að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð. Á meðan liggur Vestfjarðavegur áfram yfir Ódrjúgsháls. Gula línan sýnir nýju vegina ásamt nýju leiðinni yfir Þorskafjörð, sem opnaðist í október.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Nú þegar þessi spotti er kominn í gagnið eru tæpir tíu kílómetrar af malarvegi eftir, milli Djúpadals og Gufudals. Leiðin fyrir Hallsteinsnes er einungis liðlega þremur kílómetrum lengri en yfir Hjallahálsinn, 14,5 kílómetrar, en 11,5 kílómetrar yfir hálsinn. Ólíku er saman að jafna að aka þessa vegi,“ segir á Reykhólavefnum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í fyrradag um opnun vegarins: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Og bráðum verður næsti "flöskuháls" úr sögunni. Það eru sennilega nokkrir sem gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsinum. Góða ferð um Hallsteinsnes,“ skrifar Erla Þórdís Reynisdóttir frá Fremri-Gufudal, núverandi bóndi í Mýrartungu í Reykhólasveit, á vefnum Samgöngubætur á Vestfjörðum, og birtir jafnframt myndskeið frá ökuferðinni. Í Þorskafirði er búið að færa lokunarskiltin af nýja veginum yfir á gamla malarveginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Örskotsstund að renna þetta og þú gleymir að skoða,“ segir Erla um upplifuna. Á heimasíðu Reykhólahrepps er fjallað um opnun vegarins með nokkrum ljósmyndum. Djúpadalsmegin er núna komið lokunarskilti á veginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Þar með þarf ekki lengur að keyra yfir Hjallaháls. Ekki var nein formleg athöfn þegar vegurinn var opnaður, heldur voru lokunarskiltin færð sitt hvors vegar við Hjallahálsinn, af nýja veginum og á veginn yfir hálsinn,“ segir á Reykhólavefnum. „Hjallaháls, kannski er ekki svo mikil eftirsjá að honum... svo er hann ekkert að fara neitt,“ segir ennfremur. Flutningabíll á hliðinni á Hjallahálsi fyrir þremur árum. Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Ódrjúgshálsinn verður þó áfram hluti Vestfjarðavegar þar til þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar lýkur. Samningur um gerð jarðvegsfyllinga út í firðina var undirritaður við Borgaverk í fyrradag. Þá hefur innviðaráðherra lýst því yfir að brúasmíðin verði boðin út á næstu ári og henni lokið annaðhvort árið 2026 eða 2027. Framundan er að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð. Á meðan liggur Vestfjarðavegur áfram yfir Ódrjúgsháls. Gula línan sýnir nýju vegina ásamt nýju leiðinni yfir Þorskafjörð, sem opnaðist í október.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Nú þegar þessi spotti er kominn í gagnið eru tæpir tíu kílómetrar af malarvegi eftir, milli Djúpadals og Gufudals. Leiðin fyrir Hallsteinsnes er einungis liðlega þremur kílómetrum lengri en yfir Hjallahálsinn, 14,5 kílómetrar, en 11,5 kílómetrar yfir hálsinn. Ólíku er saman að jafna að aka þessa vegi,“ segir á Reykhólavefnum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í fyrradag um opnun vegarins:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45
Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28