Útilokar ekki að leita réttar síns: „Hafna því alfarið að hafa beitt eða hvatt til ofbeldis“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2023 09:55 Ragnar Þór Ingólfsson kannast ekki við lýsingar á hegðun sinni í bréfi forsvarsmanna Gildis. Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki átta sig á hvers vegna forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs hafi kvartað formlega undan framgöngu hans í mótmælum gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Hann útilokar ekki að leita réttar síns vegna málsins. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Ragnar frétt Morgunblaðsins um það að forsvarsmenn sjóðsins hefðu kvartað formlega yfir framgöngu Ragnars í mótmælum á skrifstofu hans. Haft er eftir Árna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Gildis, að þeir starfsmenn sem urðu vitni að mótmælunum hafi upplifað þau sem ógnun og andlegt ofbeldi. Ragnar segist alls ekki hafa gengið harðar fram en aðrir á skrifstofu Gildis. Segir mótmælin hafa friðsamlega fram Málið tengist mótmælum sem áttu sér stað á skrifstofu sjóðsins í síðustu viku en markmiðið með þeim var að þrýsta á stjórnendur lífeyrissjóðsins að gera meira fyrir íbúa Grindavíkur. Var eitthvað í ykkar framkomu sem gæti gert það að verkum að þarna gætu starfsmenn hafa upplifað þetta þannig eins og þarna er lýst? „Alls ekki, að mínu mati. Alls ekki. Þetta fór afskaplega friðsamlega fram. Það voru þarna snörp orðaskipti á milli annars formanns Sjómannafélags Grindavíkur, formanns þess og Árna Guðmundssonar forstjóra en þetta fór mjög vel fram.“ Ragnar segist ekki átta sig á samhenginu í bréfinu frá forsvarsmönnum Gildis. Þarna hljóti þá allir sem mætt hafi til mótmælanna að vera undir en ekki bara hann. Gekkst þú ekkert harðar fram en aðrir? „Alls ekki. Ég tók varla til máls. Ég held ég hafi leiðrétt Árna Guðmundsson einu sinni eða tvisvar með bara afskaplega yfirveguðum og rólegum hætti.“ Telur málið snúast um gagnrýni sína á kerfið Ragnar minnir á að málið snúist um lífskjör Grindvíkinga. Þeir horfi upp á hækkandi útgjöld og lífeyrissjóðir séu þeir einu sem ekki hafi brugðist við því. Af hverju heldurðu að þú sért tekinn út fyrir sviga í þessari grein? „Ég held að það sé nú bara fyrst og fremst það að ég hef verið mjög gagnrýninn á lífeyrissjóðakerfið. ég hef til dæmis bent á það að frá ársbyrjun síðasta árs hafi lífeyrissjóðirnir tapað um átta hundruð milljörðum, ekki milljónum, milljörðum að raunvirði á fjárfestingum,“ segir Ragnar. „Ég hef gagnrýnt launakjör þeirra sem stjórna þessum sjóðum, þar sem heyrir til undantekninga ef framkvæmdarstjóri eða stjórnandi sé með undir þrjátíu milljónir á ári og fólkið sem er að fá greitt úr þessum sjóðum býr ekki við þann raunveruleika sem margir sem þarna stýra búa við.“ Gögnin muni styðja frásögn hans Þú ert nú ekki einn um það? „Ég er ekki einn um það. Ég hef kannski verið framarlega í þeim flokki. Hvort að það sé ástæðan eða ekki....en ég hafna því alfarið að hafa beitt eða hvatt til ofbeldis. Það geta allir sem þarna voru í okkar hópi vitnað um og munu gera það núna á næstunni.“ Ragnar segir allt saman hafa verið tekið upp á síma. Hópurinn sé með töluvert af gögnum sem styðji frásögn Ragnars. Málið verði ekki látið ótalið. „En að sama skapi vil ég bara ítreka að þetta beinist ekki gegn starfsfólki sjóðsins á nokkurn hátt. Þetta beinist gegn yfirstjórn lífeyrissjóðsins og við erum einfaldlega að kalla eftir svörum.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Segir flesta í áfalli „Auðvitað bregður manni við svona ásakanir. En stuðningurinn sem ég hef fengið frá fólki sem var þarna á svæðinu, bæði þingmenn, formenn annarra félaga, er bara ómetanlegur.“ Hvenær bárust þér þessar ásakanir? „Bréfið kom rétt um þrjúleytið í gær sem sent var á alla stjórn félagsins. Og ég bara er að vinna úr þessu. Ég hef komið bæði bréfinu og þeim yfirlýsingum sem hafa komið frá sjóðnum til míns lögmanns sem er bara að fara yfir málið.“ Þinn persónulegi lögmaður eða lögmaður VR? „Minn persónulegi lögmaður, að sjálfsögðu.“ Þannig að þú ætlar að fara með þetta lengra? „Við erum bara að fara yfir málið.“ Ragnar segist vænta þess að von sé á yfirlýsingu frá þeim sem mættu til mótmælanna. Stjórn Eflingar hafi meðal annars fundað þarna á sama tíma og mætt til að styðja málstað félaganna. „Ég held það séu bara flestallir sem voru þarna á staðnum í áfalli yfir þessum fréttum sem voru að koma núna. Þessum alvarlegu ásökunum.“ Bítið Vinnumarkaður Eldgos og jarðhræringar Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir þráist við Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. 30. nóvember 2023 13:00 Unnið að lausn hjá lífeyrissjóðum fyrir Grindvíkinga Landssamtök lífeyrissjóða segjast ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn með aðkomu lífeyrissjóðanna sem sagt er að þurfi að rúmast innan ramma laga. 30. nóvember 2023 08:52 Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. 28. nóvember 2023 10:16 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Ragnar frétt Morgunblaðsins um það að forsvarsmenn sjóðsins hefðu kvartað formlega yfir framgöngu Ragnars í mótmælum á skrifstofu hans. Haft er eftir Árna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Gildis, að þeir starfsmenn sem urðu vitni að mótmælunum hafi upplifað þau sem ógnun og andlegt ofbeldi. Ragnar segist alls ekki hafa gengið harðar fram en aðrir á skrifstofu Gildis. Segir mótmælin hafa friðsamlega fram Málið tengist mótmælum sem áttu sér stað á skrifstofu sjóðsins í síðustu viku en markmiðið með þeim var að þrýsta á stjórnendur lífeyrissjóðsins að gera meira fyrir íbúa Grindavíkur. Var eitthvað í ykkar framkomu sem gæti gert það að verkum að þarna gætu starfsmenn hafa upplifað þetta þannig eins og þarna er lýst? „Alls ekki, að mínu mati. Alls ekki. Þetta fór afskaplega friðsamlega fram. Það voru þarna snörp orðaskipti á milli annars formanns Sjómannafélags Grindavíkur, formanns þess og Árna Guðmundssonar forstjóra en þetta fór mjög vel fram.“ Ragnar segist ekki átta sig á samhenginu í bréfinu frá forsvarsmönnum Gildis. Þarna hljóti þá allir sem mætt hafi til mótmælanna að vera undir en ekki bara hann. Gekkst þú ekkert harðar fram en aðrir? „Alls ekki. Ég tók varla til máls. Ég held ég hafi leiðrétt Árna Guðmundsson einu sinni eða tvisvar með bara afskaplega yfirveguðum og rólegum hætti.“ Telur málið snúast um gagnrýni sína á kerfið Ragnar minnir á að málið snúist um lífskjör Grindvíkinga. Þeir horfi upp á hækkandi útgjöld og lífeyrissjóðir séu þeir einu sem ekki hafi brugðist við því. Af hverju heldurðu að þú sért tekinn út fyrir sviga í þessari grein? „Ég held að það sé nú bara fyrst og fremst það að ég hef verið mjög gagnrýninn á lífeyrissjóðakerfið. ég hef til dæmis bent á það að frá ársbyrjun síðasta árs hafi lífeyrissjóðirnir tapað um átta hundruð milljörðum, ekki milljónum, milljörðum að raunvirði á fjárfestingum,“ segir Ragnar. „Ég hef gagnrýnt launakjör þeirra sem stjórna þessum sjóðum, þar sem heyrir til undantekninga ef framkvæmdarstjóri eða stjórnandi sé með undir þrjátíu milljónir á ári og fólkið sem er að fá greitt úr þessum sjóðum býr ekki við þann raunveruleika sem margir sem þarna stýra búa við.“ Gögnin muni styðja frásögn hans Þú ert nú ekki einn um það? „Ég er ekki einn um það. Ég hef kannski verið framarlega í þeim flokki. Hvort að það sé ástæðan eða ekki....en ég hafna því alfarið að hafa beitt eða hvatt til ofbeldis. Það geta allir sem þarna voru í okkar hópi vitnað um og munu gera það núna á næstunni.“ Ragnar segir allt saman hafa verið tekið upp á síma. Hópurinn sé með töluvert af gögnum sem styðji frásögn Ragnars. Málið verði ekki látið ótalið. „En að sama skapi vil ég bara ítreka að þetta beinist ekki gegn starfsfólki sjóðsins á nokkurn hátt. Þetta beinist gegn yfirstjórn lífeyrissjóðsins og við erum einfaldlega að kalla eftir svörum.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Segir flesta í áfalli „Auðvitað bregður manni við svona ásakanir. En stuðningurinn sem ég hef fengið frá fólki sem var þarna á svæðinu, bæði þingmenn, formenn annarra félaga, er bara ómetanlegur.“ Hvenær bárust þér þessar ásakanir? „Bréfið kom rétt um þrjúleytið í gær sem sent var á alla stjórn félagsins. Og ég bara er að vinna úr þessu. Ég hef komið bæði bréfinu og þeim yfirlýsingum sem hafa komið frá sjóðnum til míns lögmanns sem er bara að fara yfir málið.“ Þinn persónulegi lögmaður eða lögmaður VR? „Minn persónulegi lögmaður, að sjálfsögðu.“ Þannig að þú ætlar að fara með þetta lengra? „Við erum bara að fara yfir málið.“ Ragnar segist vænta þess að von sé á yfirlýsingu frá þeim sem mættu til mótmælanna. Stjórn Eflingar hafi meðal annars fundað þarna á sama tíma og mætt til að styðja málstað félaganna. „Ég held það séu bara flestallir sem voru þarna á staðnum í áfalli yfir þessum fréttum sem voru að koma núna. Þessum alvarlegu ásökunum.“
Bítið Vinnumarkaður Eldgos og jarðhræringar Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir þráist við Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. 30. nóvember 2023 13:00 Unnið að lausn hjá lífeyrissjóðum fyrir Grindvíkinga Landssamtök lífeyrissjóða segjast ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn með aðkomu lífeyrissjóðanna sem sagt er að þurfi að rúmast innan ramma laga. 30. nóvember 2023 08:52 Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. 28. nóvember 2023 10:16 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Lífeyrissjóðir þráist við Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. 30. nóvember 2023 13:00
Unnið að lausn hjá lífeyrissjóðum fyrir Grindvíkinga Landssamtök lífeyrissjóða segjast ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn með aðkomu lífeyrissjóðanna sem sagt er að þurfi að rúmast innan ramma laga. 30. nóvember 2023 08:52
Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. 28. nóvember 2023 10:16