Rennur vatnið upp í móti? Jón Trausti Kárason skrifar 6. desember 2023 10:00 Það var framsýnt fólk sem ákvað fyrir meira en heilli öld að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunnana í Heiðmörk. Þegar vatnsveitan tók til starfa, sumarið 1909, komu fyrstu vatnsgusurnar reyndar úr Elliðaánum en strax um haustið var búið að leggja lögn alla leið í Heiðmörkina og alla tíð síðan hafa gljúp hraunin þar boðið borgarbúum upp á náttúrulega síun á neysluvatninu. Þá var Heiðmörkin langt upp í sveit og þéttbýlið í Reykjavík bundið við Kvosina og Þingholtin. Síðan þá hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað úr 14 þúsund í 250 þúsund og ennþá stendur Heiðmörkin undir nánast allri vatnsöflun svæðisins, hvort tveggja til heimila og kröftugs atvinnulífs, sem að talsverðu leyti var mögulegt vegna öflugrar vatnsveitu. Okkur hefur borið gæfa til að standa vörð um þá náttúrugjöf sem vatnið í Heiðmörkinni er í meira en öld. Í gegnum tíðina hefur það kallað á ýmsar ráðstafanir og ákvarðanir þar sem almannahagurinn af vatnsverndinni hefur vegið þyngra en aðrir hagsmunir. Áformum um ný hverfi hefur verið breytt því þau þóttu þrengja að, rammi hefur verið settur um frístundaiðkun, bílaumferð takmörkuð, sérstakt eftirlit haft með olíuflutningum og svo framvegis og svo framvegis. Síðasta endurskoðun vatnsverndarinnar var gerð í samstarfi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þá voru núverandi vatnsverndarsvæði á öllu höfuðborgarsvæðinu skilgreind og settar reglur um hvað mætti fara fram innan þeirra. Svæðin skiptast í; Brunnsvæði, þar sem sjálf vatnstakan fer fram. Þau skulu vera afgirt og innan þeirra má engin starfsemi vera nema í þágu vatnsveitunnar. Grannsvæði, sem eru svæðin næst brunnsvæðunum og vatnið þar rennur til brunnsvæðanna. Fjarsvæði tekur við af grannsvæði og nær frá mörkum grannsvæðis allt til enda aðrennslissvæðis vatnsbólanna. Öryggissvæði eru síðan skilgreind vegna staðbundinna aðstæðna, til dæmis ef grunnvatn eða yfirborðsvatn af slíku svæði er talið geta borist inn á hin svæðin við tilteknar aðstæður. Í umræðum um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu hefur vaknað spurningin hvers vegna vatnsverndarsvæðin í Heiðmörkinni nái „niður fyrir“ vatnsbólin sjálf. Ekki rennur vatnið upp í móti, eða hvað? Því er til að svara að rennsli grunnvatns er oft eftir einstökum sprungum þar sem stefna og dýpt sprungunnar ræður meiru en almenn hæð landsins í kring. Þá getur það líka gerst, einkum í leysingum á frosinni jörð, að yfirborðsvatn flæmist um stór svæði. Við þetta hækkaða vatnsborð getur vatn af svæðum undan straumi flætt um miklu stærra svæði en alla jafna og yfir land sem hærra stendur. Vatnstakan sjálf, dælingin úr bolholunum, hefur líka staðbundin áhrif. Dælingin lækkar vatnsborðið í grennd við holuna og getur með því dregið að vatn af svæði sem lægra stendur í landinu. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna og einstakra hluta þeirra byggir á áratugalöngum rannsóknum á straumi vatnsins á og í hraununum austan byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Grunnvatnslíkanið sem afmörkunin byggir á er endurskoðað árlega þannig að sífellt eykst þekking okkar á þessari líklega mikilvægustu náttúrugjöf sem höfuðborgarsvæðið býr að. Okkur hjá Veitum er treyst fyrir því að standa vörð um þessa auðlind þannig að hún standi afkomendum okkar jafnfersk til boða og hún hefur þjónað okkur og forfeðrum okkar og -mæðrum síðustu 114 árin. Við viljum standa undir því trausti og tryggja lífsgæði til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatn Reykjavík Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það var framsýnt fólk sem ákvað fyrir meira en heilli öld að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunnana í Heiðmörk. Þegar vatnsveitan tók til starfa, sumarið 1909, komu fyrstu vatnsgusurnar reyndar úr Elliðaánum en strax um haustið var búið að leggja lögn alla leið í Heiðmörkina og alla tíð síðan hafa gljúp hraunin þar boðið borgarbúum upp á náttúrulega síun á neysluvatninu. Þá var Heiðmörkin langt upp í sveit og þéttbýlið í Reykjavík bundið við Kvosina og Þingholtin. Síðan þá hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað úr 14 þúsund í 250 þúsund og ennþá stendur Heiðmörkin undir nánast allri vatnsöflun svæðisins, hvort tveggja til heimila og kröftugs atvinnulífs, sem að talsverðu leyti var mögulegt vegna öflugrar vatnsveitu. Okkur hefur borið gæfa til að standa vörð um þá náttúrugjöf sem vatnið í Heiðmörkinni er í meira en öld. Í gegnum tíðina hefur það kallað á ýmsar ráðstafanir og ákvarðanir þar sem almannahagurinn af vatnsverndinni hefur vegið þyngra en aðrir hagsmunir. Áformum um ný hverfi hefur verið breytt því þau þóttu þrengja að, rammi hefur verið settur um frístundaiðkun, bílaumferð takmörkuð, sérstakt eftirlit haft með olíuflutningum og svo framvegis og svo framvegis. Síðasta endurskoðun vatnsverndarinnar var gerð í samstarfi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þá voru núverandi vatnsverndarsvæði á öllu höfuðborgarsvæðinu skilgreind og settar reglur um hvað mætti fara fram innan þeirra. Svæðin skiptast í; Brunnsvæði, þar sem sjálf vatnstakan fer fram. Þau skulu vera afgirt og innan þeirra má engin starfsemi vera nema í þágu vatnsveitunnar. Grannsvæði, sem eru svæðin næst brunnsvæðunum og vatnið þar rennur til brunnsvæðanna. Fjarsvæði tekur við af grannsvæði og nær frá mörkum grannsvæðis allt til enda aðrennslissvæðis vatnsbólanna. Öryggissvæði eru síðan skilgreind vegna staðbundinna aðstæðna, til dæmis ef grunnvatn eða yfirborðsvatn af slíku svæði er talið geta borist inn á hin svæðin við tilteknar aðstæður. Í umræðum um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu hefur vaknað spurningin hvers vegna vatnsverndarsvæðin í Heiðmörkinni nái „niður fyrir“ vatnsbólin sjálf. Ekki rennur vatnið upp í móti, eða hvað? Því er til að svara að rennsli grunnvatns er oft eftir einstökum sprungum þar sem stefna og dýpt sprungunnar ræður meiru en almenn hæð landsins í kring. Þá getur það líka gerst, einkum í leysingum á frosinni jörð, að yfirborðsvatn flæmist um stór svæði. Við þetta hækkaða vatnsborð getur vatn af svæðum undan straumi flætt um miklu stærra svæði en alla jafna og yfir land sem hærra stendur. Vatnstakan sjálf, dælingin úr bolholunum, hefur líka staðbundin áhrif. Dælingin lækkar vatnsborðið í grennd við holuna og getur með því dregið að vatn af svæði sem lægra stendur í landinu. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna og einstakra hluta þeirra byggir á áratugalöngum rannsóknum á straumi vatnsins á og í hraununum austan byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Grunnvatnslíkanið sem afmörkunin byggir á er endurskoðað árlega þannig að sífellt eykst þekking okkar á þessari líklega mikilvægustu náttúrugjöf sem höfuðborgarsvæðið býr að. Okkur hjá Veitum er treyst fyrir því að standa vörð um þessa auðlind þannig að hún standi afkomendum okkar jafnfersk til boða og hún hefur þjónað okkur og forfeðrum okkar og -mæðrum síðustu 114 árin. Við viljum standa undir því trausti og tryggja lífsgæði til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar