Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 78-60 | Njarðvík fór illa með Hauka Andri Már Eggertsson skrifar 6. desember 2023 21:00 vísir/Bára Njarðvík vann átján stiga sigur gegn Haukum 78-60. Jafnræði var með liðunum framan af leik en heimakonur sýndu klærnar í fjórða leikhluta sem skilaði öruggum sigri. Það var vel mætt í Ljónagryfjuna þegar að Njarðvík tók á móti Haukum sem hafði unnið þrjá leiki í röð. Heimakonur gerðu fyrstu tvær körfunnar en bæði lið fóru vel af stað og liðin skiptust á körfum. Fyrsti leikhluti var í járnum og Njarðvík komst mest fimm stigum yfir en gestirnir voru ekki lengi að jafna. Tinna Alexandersdóttir og Rósa Björk Pétursdóttir fóru afar vel af stað hjá Haukum og gerðu samanlagt 14 af 20 stigum Hauka í fyrsta leikhluta. Staðan eftir fyrsta fjórðung var jöfn 20-20. Sóknarleikur Hauka datt niður í öðrum leikhluta og liðinu gekk ekki eins vel að koma boltanum ofan í líkt og í fyrsta leikhluta. Haukar gerðu aðeins átta stig á átta mínútum. Njarðvík var þó ekki langt á undan og einn þristur frá Tinnu neyddi Rúnar Inga Erlingsson, þjálfara Njarðvíkur, að taka leikhlé í stöðunni 32-31. Tinna kórónaði frábæran fyrri hálfleik með því að setja niður þrist nánast frá miðju með leikmann á sér. Tinna gerði 16 af 36 stigum Hauka í fyrri hálfleik. Tinna tók fjögur þriggja stiga skot og hitti úr þeim öllum. Síðasti þristur Tinnu gerði það að verkum að Haukar voru einu stigi yfir í hálfleik 35-36. Haukar byrjuðu seinni hálfleik líkt og liðið endaði fyrri hálfleik á þriggja stiga körfu. Leikhlutinn þróaðist nákvæmlega eins og fyrstu tveir leikhlutarnir þar sem jafnræði var með liðunum. Sóknarleikur Hauka datt niður eftir því sem leið á þriðja leikhluta. Gestirnir gerðu aðeins eitt stig á fjórum mínútum. Njarðvík var sex stigum yfir fyrir síðasta fjórðung 57-51. Njarðvík fór vel af stað í fjórða leikhluta og gerði fimm stig í röð. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, varð að bregðast við og tók leikhlé í stöðunni 62-53. Njarðvík vann að lokum sannfærandi sigur átján stiga sigur 78-60. Af hverju vann Njarðvík? Leikurinn var jafn og spennandi í þrjá leikhluta en leikur Hauka hrundi í fjórða leikhluta og Njarðvík gekk á lagið. Það var allt ofan í hjá Njarðvík og varnarleikurinn var afar vel skipulagður. Hverjar stóðu upp úr? Emilie Hesseldal var allt í öllu hjá Njarðvík í kvöld. Hún gerði 16 stig, tók 20 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og stal 6 boltum. Angela Strize var einnig öflug með 23 stig. Hvað gekk illa? Haukar voru í vandræðum með varnarleik Njarðvíkur á hálfum velli. Gestirnir töpuðu 22 boltum sem var átta boltum meira en Njarðvík. Haukar gerðu fyrstu körfuna í fjórða leikhluta en eftir það fór Njarðvík á 20-2 áhlaup og þar við sat. Hvað gerist næst? Grindavík og Njarðvík mætast næsta þriðjudag klukkan 19:15. Á sama tíma mætast Haukar og Breiðablik í Ólafssal. „Spiluðum vel í þrjá leikhluta en síðan hrundi þetta“ Bjarni Magnússon var svekktur eftir leikVísir/Diego Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Við vorum að spila vel í þrjá leikhluta. Síðan hrundi þetta í fjórða leikhluta og við vorum út úr takti sóknarlega og vorum hikandi þar sem við vorum að taka rangar ákvarðanir. Síðan kom svekkelsi varnarlega líka þar sem vörnin hrundi líka og þær tóku allt of mikið af sóknarfráköstum,“ sagði Bjarni Magnússon og hélt áfram. „Eins og ég sagði þá var þetta jafn leikur í þrjá leikhluta en síðan var þetta því miður hrun og við fengum of lítið framlag sóknarlega frá allt of mörgum leikmönnum.“ Bjarna fannst ekkert benda til þess að Njarðvík myndi rúlla yfir Hauka í fjórða leikhluta miðað við hvernig leikurinn spilaðist fyrstu þrjá leikhlutana. „Mér fannst ekkert benda til þess. Mér fannst leikurinn í jafnvægi og mér fannst við heilt yfir sterkari og því er ég mjög svekktur með hvernig þetta kláraðist. Þær gerðu vel en við hentum þessu frá okkur, þær fóru að loka betur á þá leikmenn sem voru að skora hjá okkur,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Haukar
Njarðvík vann átján stiga sigur gegn Haukum 78-60. Jafnræði var með liðunum framan af leik en heimakonur sýndu klærnar í fjórða leikhluta sem skilaði öruggum sigri. Það var vel mætt í Ljónagryfjuna þegar að Njarðvík tók á móti Haukum sem hafði unnið þrjá leiki í röð. Heimakonur gerðu fyrstu tvær körfunnar en bæði lið fóru vel af stað og liðin skiptust á körfum. Fyrsti leikhluti var í járnum og Njarðvík komst mest fimm stigum yfir en gestirnir voru ekki lengi að jafna. Tinna Alexandersdóttir og Rósa Björk Pétursdóttir fóru afar vel af stað hjá Haukum og gerðu samanlagt 14 af 20 stigum Hauka í fyrsta leikhluta. Staðan eftir fyrsta fjórðung var jöfn 20-20. Sóknarleikur Hauka datt niður í öðrum leikhluta og liðinu gekk ekki eins vel að koma boltanum ofan í líkt og í fyrsta leikhluta. Haukar gerðu aðeins átta stig á átta mínútum. Njarðvík var þó ekki langt á undan og einn þristur frá Tinnu neyddi Rúnar Inga Erlingsson, þjálfara Njarðvíkur, að taka leikhlé í stöðunni 32-31. Tinna kórónaði frábæran fyrri hálfleik með því að setja niður þrist nánast frá miðju með leikmann á sér. Tinna gerði 16 af 36 stigum Hauka í fyrri hálfleik. Tinna tók fjögur þriggja stiga skot og hitti úr þeim öllum. Síðasti þristur Tinnu gerði það að verkum að Haukar voru einu stigi yfir í hálfleik 35-36. Haukar byrjuðu seinni hálfleik líkt og liðið endaði fyrri hálfleik á þriggja stiga körfu. Leikhlutinn þróaðist nákvæmlega eins og fyrstu tveir leikhlutarnir þar sem jafnræði var með liðunum. Sóknarleikur Hauka datt niður eftir því sem leið á þriðja leikhluta. Gestirnir gerðu aðeins eitt stig á fjórum mínútum. Njarðvík var sex stigum yfir fyrir síðasta fjórðung 57-51. Njarðvík fór vel af stað í fjórða leikhluta og gerði fimm stig í röð. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, varð að bregðast við og tók leikhlé í stöðunni 62-53. Njarðvík vann að lokum sannfærandi sigur átján stiga sigur 78-60. Af hverju vann Njarðvík? Leikurinn var jafn og spennandi í þrjá leikhluta en leikur Hauka hrundi í fjórða leikhluta og Njarðvík gekk á lagið. Það var allt ofan í hjá Njarðvík og varnarleikurinn var afar vel skipulagður. Hverjar stóðu upp úr? Emilie Hesseldal var allt í öllu hjá Njarðvík í kvöld. Hún gerði 16 stig, tók 20 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og stal 6 boltum. Angela Strize var einnig öflug með 23 stig. Hvað gekk illa? Haukar voru í vandræðum með varnarleik Njarðvíkur á hálfum velli. Gestirnir töpuðu 22 boltum sem var átta boltum meira en Njarðvík. Haukar gerðu fyrstu körfuna í fjórða leikhluta en eftir það fór Njarðvík á 20-2 áhlaup og þar við sat. Hvað gerist næst? Grindavík og Njarðvík mætast næsta þriðjudag klukkan 19:15. Á sama tíma mætast Haukar og Breiðablik í Ólafssal. „Spiluðum vel í þrjá leikhluta en síðan hrundi þetta“ Bjarni Magnússon var svekktur eftir leikVísir/Diego Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Við vorum að spila vel í þrjá leikhluta. Síðan hrundi þetta í fjórða leikhluta og við vorum út úr takti sóknarlega og vorum hikandi þar sem við vorum að taka rangar ákvarðanir. Síðan kom svekkelsi varnarlega líka þar sem vörnin hrundi líka og þær tóku allt of mikið af sóknarfráköstum,“ sagði Bjarni Magnússon og hélt áfram. „Eins og ég sagði þá var þetta jafn leikur í þrjá leikhluta en síðan var þetta því miður hrun og við fengum of lítið framlag sóknarlega frá allt of mörgum leikmönnum.“ Bjarna fannst ekkert benda til þess að Njarðvík myndi rúlla yfir Hauka í fjórða leikhluta miðað við hvernig leikurinn spilaðist fyrstu þrjá leikhlutana. „Mér fannst ekkert benda til þess. Mér fannst leikurinn í jafnvægi og mér fannst við heilt yfir sterkari og því er ég mjög svekktur með hvernig þetta kláraðist. Þær gerðu vel en við hentum þessu frá okkur, þær fóru að loka betur á þá leikmenn sem voru að skora hjá okkur,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum