Passar upp á að vera meðvitaður um forréttindi sín Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. desember 2023 14:32 Emmsjé Gauti segist fíla jólin meira með hverju árinu sem líður. Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr, þekktur sem Emmsjé Gauti, segir spilakvöld áralanga hefð innan fjölskyldunnar á aðventunni þar sem keppnisskapið gerir vart við sig. Til að viðhalda spennunni og bæta í gleðina fyrir jólin ákvað hann og Arnar „no face“, vinur hans og meðstjórnandi hlaðvarpsins Podkastalinn, að gefa út nýtt spil. „Það er eiginlega ógeðslega skrítið að við fjölskyldan ákveðum að hittast í árlegt spilakvöld þar sem keppnisskapið er svo rosalegt. Það verða allir svo reiðir. Við erum að tala um jólin sem Risk eyðilagði nánast fjölskylduna,“ segir Gauti og hlær. Að sögn Gauta kom nýja spilið til Arnars í draumi fyrir um tveimur árum. Spilið ber heitið Læti og segir Gauti spilið næstum því vera eins og Actionary. „Hann dreymdi að hann væri að spila actionary en mátti ekki leika, sem er náttúrulega fáránlegt. Hann hugsaði því nafnið soundinary, sem er acitonary nema þú mátt aðeins gefa frá þér hljóð, úr varð Læti,“ segir Gauti hlæjandi. Hann tekur fram að hann mæli ekki með því að spila spilið í flugvél. Jólin mega vera klisja Að sögn Gauta var hann sannkallaður Trölli þegar hann var unglingur. Honum þótti heimurinn ósanngjarn og hugmyndin um heilög jól því fjarstæðukennd. „Ég flutti snemma að heiman og aftengist því sem skiptir verulega máli í smá stund en svo þegar ég varð 25 ára og fór að stofna fjölskyldu kom þetta aftur. Ég er alinn upp á góðu heimili og jólin voru alltaf frábær,“ segir Gauti á einlægum nótum. „Í dag get ég sagt mér að ég geti átt gott líf þó svo að aðrir hafi það slæmt, á meðan ég passa upp á það að vera meðvitaður um forréttindi mín og gleyma mér í einhverri geðveiki,“ segir hann. Gauti segir fjölskylduna spila mikið saman. Farinn að sjá fegurðina í hversdagsleikanum Að sögn Gauta færist áherslan að því sem verulega skiptir máli með hverju árinu sem líður. „Þegar maður fer að eldast fer maður að sjá fegurðina í hversdagsleikanum og meta litlu hlutina. Við Jovana, konan mín, kennum börnunum okkar að jólin snúast samveru og að borða góðan mat saman, og að við gefum ekki öllum gjafir,“ segir Gauti. Samveran skipti öllu. „Þetta hljómar kannski kaldhæðnislega og eins og einhver neysluhyggja nú þegar ég er bæði að gefa út spil og halda árlegu jólatónleikana mín, en þetta er samt raunverulega það sem mér finnst gaman að gera.“ Útgáfupartý í Spilavinum Í tilefni útgáfu spilsins býður Gauti í teiti í Spilavinum þar sem hann treður upp fyrir gesti og áritar spilin. „Ég valdi þennan stað þar sem ég elska að koma þarna með börnin mín. Þetta er svona staður sem hin fullkomna amma innréttaði. Starfsmenn spila við börnin og kenna þeim. Á meðan geta foreldrar setið og notið kaffibollans,“ segir Gauti. Jól Tónlist Borðspil Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
„Það er eiginlega ógeðslega skrítið að við fjölskyldan ákveðum að hittast í árlegt spilakvöld þar sem keppnisskapið er svo rosalegt. Það verða allir svo reiðir. Við erum að tala um jólin sem Risk eyðilagði nánast fjölskylduna,“ segir Gauti og hlær. Að sögn Gauta kom nýja spilið til Arnars í draumi fyrir um tveimur árum. Spilið ber heitið Læti og segir Gauti spilið næstum því vera eins og Actionary. „Hann dreymdi að hann væri að spila actionary en mátti ekki leika, sem er náttúrulega fáránlegt. Hann hugsaði því nafnið soundinary, sem er acitonary nema þú mátt aðeins gefa frá þér hljóð, úr varð Læti,“ segir Gauti hlæjandi. Hann tekur fram að hann mæli ekki með því að spila spilið í flugvél. Jólin mega vera klisja Að sögn Gauta var hann sannkallaður Trölli þegar hann var unglingur. Honum þótti heimurinn ósanngjarn og hugmyndin um heilög jól því fjarstæðukennd. „Ég flutti snemma að heiman og aftengist því sem skiptir verulega máli í smá stund en svo þegar ég varð 25 ára og fór að stofna fjölskyldu kom þetta aftur. Ég er alinn upp á góðu heimili og jólin voru alltaf frábær,“ segir Gauti á einlægum nótum. „Í dag get ég sagt mér að ég geti átt gott líf þó svo að aðrir hafi það slæmt, á meðan ég passa upp á það að vera meðvitaður um forréttindi mín og gleyma mér í einhverri geðveiki,“ segir hann. Gauti segir fjölskylduna spila mikið saman. Farinn að sjá fegurðina í hversdagsleikanum Að sögn Gauta færist áherslan að því sem verulega skiptir máli með hverju árinu sem líður. „Þegar maður fer að eldast fer maður að sjá fegurðina í hversdagsleikanum og meta litlu hlutina. Við Jovana, konan mín, kennum börnunum okkar að jólin snúast samveru og að borða góðan mat saman, og að við gefum ekki öllum gjafir,“ segir Gauti. Samveran skipti öllu. „Þetta hljómar kannski kaldhæðnislega og eins og einhver neysluhyggja nú þegar ég er bæði að gefa út spil og halda árlegu jólatónleikana mín, en þetta er samt raunverulega það sem mér finnst gaman að gera.“ Útgáfupartý í Spilavinum Í tilefni útgáfu spilsins býður Gauti í teiti í Spilavinum þar sem hann treður upp fyrir gesti og áritar spilin. „Ég valdi þennan stað þar sem ég elska að koma þarna með börnin mín. Þetta er svona staður sem hin fullkomna amma innréttaði. Starfsmenn spila við börnin og kenna þeim. Á meðan geta foreldrar setið og notið kaffibollans,“ segir Gauti.
Jól Tónlist Borðspil Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira