Það sem Birgir og Biden sáu - en sáu ekki Hjálmtýr Heiðdal skrifar 7. desember 2023 18:00 Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins (sem var kosinn á þing með atkvæðum Miðflokksins) hefur verið óspar á lýsingar á „ólýsanlegum hryllingi“ sem hann segist hafa litið augum í heimsókn til Ísraels í nóvember s.l. Í grein sem hann birti í Morgunblaðinu og í ræðustól Alþingis hefur Birgir skýrt frá kvikmynd sem Ísraelsher sýndi honum og fleirum í ferð hans til Ísraels fyrir skömmu. Í ræðustól Alþingis 9. nóvember s.l. sagði Birgir: „Það er til 47 mínútna löng mynd um þessi hroðalegu hryðjuverk og við fengum að sjá þessa mynd. Og hver hefði trúað því, hv. þingmenn, að ungbarn yrði sett inn í bakarofn og hver hefði trúað því að kornabörn væru afhöfðuð og farið með höfuðið inn á Gaza? Hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum? Þetta er þvílík hörmung, ágætu þingmenn, að það er vart hægt að lýsa því. Fjölskyldur brenndar, fólk skotið í rúmum sínum sofandi, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. Þetta er mannvonska sem orð fá ekki lýst. Þetta er ástæða þess að hörmungar dynja yfir saklaust fólk á Gaza.“ Í Morgunblaðinu þ. 8. nóvember s.l. var haft eftir Birgi: „Þeir drápu alla sem á vegi þeirra urðu. Konur, ungbörn og eldra fólk. Brenndu fjölskyldur lifandi, pyntuðu, aflimuðu. Drógu konur á hárinu, nauðguðu og drápu, ýmist með byssuskotum eða stórum hnífum. Þeir afhöfðuðu ungbarn og hefur höfuð þess ekki fundist.“ Þetta „fengum við að sjá“ segir Birgir. En Birgir sá ekki allt það sem hann segist hafa séð - því Birgir er ekki sá eini sem hefur séð þessa mynd sem ísraelski herinn sýnir útvöldum. Blaðamenn, m.a. frá breska blaðinu Guardian, sáu þessa mynd - en þeir sáu ekki allt það sem Birgir segist hafa séð. Owen Jones, blaðamaður hjá Guardian segir að Ísraelsher hafi boðið honum ofl. að sjá myndina. Owen segir að hann hafi vissulega séð hroðaleg manndráp og að Hamasliðar hafi gerst sekir um stríðsglæpi. En Owen tekur það fram að í myndinni sjást ekki pyntingar, engar afhöfðanir, engin börn sjást drepin og engar nauðganir né fóstur skorin úr móðurkviði. Owen og fleiri blaðamenn sem sáu myndina furðuðu sig síðar á því að aðrir sem sáu sömu sýningu sögðust hafa hafa séð sumt af því hryllilega sem Bigir lýsir. Owen undrast það því hann myndi örugglega muna það ef hann hefði séð þann hrylling - sem hann sá ekki í myndinni. En hvað segist Birgir hafa séð? „Við fengum að sjá“ segir Birgir, ungabarn sett inn í bakarofn, kornabörn afhöfðuð, fjölskyldur brenndar, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. En þetta er ekki það sem Birgir sá, þetta er það sem Birgir segist hafa séð. En Birgir er ekki sá eini sem sá án þess að sjá. Biden forseti Bandaríkjanna sá líka afhöfðuð börn - sem hann sá ekki. Enda var þessi „sýn“ Bidens borin til baka af fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins. Blaðamaður Guardian bendir á að engir óháðir rannsakendur hafa fengið myndina í hendur til þess að rannsaka trúverðuleika myndefnisins. Sagan hefur kennt okkur að þjóðarmorð krefst alltaf afmennskunar og djöfulvæðingar fólksins sem á að myrða. Forystumenn Ísraels hafa lýst Hamasliðum sem skepnum í mannsmynd og ýmsir í þeim hópi hafa sagt að baráttan sé gegn öllum Palestínumönnum. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa margir flutt frásagnir sem er ætlað að djöflavæða Palestínumenn. Slíkar frásagnir þjóna ráðamönnum Ísraels, þeim sem stjórna þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og á Vesturbakkanum. Birgir er í þessum félagsskap. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins (sem var kosinn á þing með atkvæðum Miðflokksins) hefur verið óspar á lýsingar á „ólýsanlegum hryllingi“ sem hann segist hafa litið augum í heimsókn til Ísraels í nóvember s.l. Í grein sem hann birti í Morgunblaðinu og í ræðustól Alþingis hefur Birgir skýrt frá kvikmynd sem Ísraelsher sýndi honum og fleirum í ferð hans til Ísraels fyrir skömmu. Í ræðustól Alþingis 9. nóvember s.l. sagði Birgir: „Það er til 47 mínútna löng mynd um þessi hroðalegu hryðjuverk og við fengum að sjá þessa mynd. Og hver hefði trúað því, hv. þingmenn, að ungbarn yrði sett inn í bakarofn og hver hefði trúað því að kornabörn væru afhöfðuð og farið með höfuðið inn á Gaza? Hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum? Þetta er þvílík hörmung, ágætu þingmenn, að það er vart hægt að lýsa því. Fjölskyldur brenndar, fólk skotið í rúmum sínum sofandi, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. Þetta er mannvonska sem orð fá ekki lýst. Þetta er ástæða þess að hörmungar dynja yfir saklaust fólk á Gaza.“ Í Morgunblaðinu þ. 8. nóvember s.l. var haft eftir Birgi: „Þeir drápu alla sem á vegi þeirra urðu. Konur, ungbörn og eldra fólk. Brenndu fjölskyldur lifandi, pyntuðu, aflimuðu. Drógu konur á hárinu, nauðguðu og drápu, ýmist með byssuskotum eða stórum hnífum. Þeir afhöfðuðu ungbarn og hefur höfuð þess ekki fundist.“ Þetta „fengum við að sjá“ segir Birgir. En Birgir sá ekki allt það sem hann segist hafa séð - því Birgir er ekki sá eini sem hefur séð þessa mynd sem ísraelski herinn sýnir útvöldum. Blaðamenn, m.a. frá breska blaðinu Guardian, sáu þessa mynd - en þeir sáu ekki allt það sem Birgir segist hafa séð. Owen Jones, blaðamaður hjá Guardian segir að Ísraelsher hafi boðið honum ofl. að sjá myndina. Owen segir að hann hafi vissulega séð hroðaleg manndráp og að Hamasliðar hafi gerst sekir um stríðsglæpi. En Owen tekur það fram að í myndinni sjást ekki pyntingar, engar afhöfðanir, engin börn sjást drepin og engar nauðganir né fóstur skorin úr móðurkviði. Owen og fleiri blaðamenn sem sáu myndina furðuðu sig síðar á því að aðrir sem sáu sömu sýningu sögðust hafa hafa séð sumt af því hryllilega sem Bigir lýsir. Owen undrast það því hann myndi örugglega muna það ef hann hefði séð þann hrylling - sem hann sá ekki í myndinni. En hvað segist Birgir hafa séð? „Við fengum að sjá“ segir Birgir, ungabarn sett inn í bakarofn, kornabörn afhöfðuð, fjölskyldur brenndar, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. En þetta er ekki það sem Birgir sá, þetta er það sem Birgir segist hafa séð. En Birgir er ekki sá eini sem sá án þess að sjá. Biden forseti Bandaríkjanna sá líka afhöfðuð börn - sem hann sá ekki. Enda var þessi „sýn“ Bidens borin til baka af fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins. Blaðamaður Guardian bendir á að engir óháðir rannsakendur hafa fengið myndina í hendur til þess að rannsaka trúverðuleika myndefnisins. Sagan hefur kennt okkur að þjóðarmorð krefst alltaf afmennskunar og djöfulvæðingar fólksins sem á að myrða. Forystumenn Ísraels hafa lýst Hamasliðum sem skepnum í mannsmynd og ýmsir í þeim hópi hafa sagt að baráttan sé gegn öllum Palestínumönnum. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa margir flutt frásagnir sem er ætlað að djöflavæða Palestínumenn. Slíkar frásagnir þjóna ráðamönnum Ísraels, þeim sem stjórna þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og á Vesturbakkanum. Birgir er í þessum félagsskap. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun