Bók um blæðingar „líka fyrir okkur karlpungana til að lesa“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. desember 2023 13:15 Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi á fundinum í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bóksali á Suðurlandi er viss um að jólin verði góð jólabók en viðurkennir þó að lestur jólabóka hafi minnkað og þar kennir hann snjallsímunum um. Bóksalinn gefur út 30 bækur fyrir jólin, meðal annars bók um blæðingar kvenna, sem hefur nú þegar verið tilnefnd til verðlauna. Bjarni Harðarson hjá Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi var gestur á opnum fundi Framsóknarfélags Árborgar í gær þar sem hann fór yfir bókajólin 2023 og kynnti helstu bækurnar, sem hann er að gefa út fyrir jól en þær eru rétt um 30. Hann hefur tröllatrú á því að þetta verði góð jólabókajól. „Öll jól eru bókajól og allir bókamenn fá bók í jólagjöf en við verðum auðvitað að vona að það verði sem allra flestir enda sýna nú nýjustu kannanir að þjóðin þarf að herða sig í og við þurfum að muna eftir því við Íslendingar að við erum bókaþjóð og við eigum að vera stolt af því,“ segir Bjarni og heldur áfram. „Jú, lestur hefur dalað og menn eru stundum að halda að það sé allt Storytel að kenna en ég held að það sé ekki rétt. Ég held að það sé ein ástæða öðrum fremur að þjóðin, ekki bara við heldur heimsbyggðin les minna og það þetta hérna Magnús, það er snjallsíminn. Við sjáum þessa miklu bylgju niður á við akkúrat á sama tíma og snjallsíminn verður tæki okkar allra og við þurfum öll sjálfra okkar vegna að venja okkur svolítið af því, ég er ekkert bestur, venja okkur svolítið af því að vera alltaf með nefið ofan í litla skjánum, sem er vasanum hjá okkur“. Bjarni kynnti nokkrar af bókum, sem hann gefur út fyrir jól á fundinum hjá Framsóknarfélagi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein af bókunum, sem Bjarni gefur út fyrir jólin hefur nú þegar verið tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, fyrsta bók ungra skáldkonu norður í Aðaldal, sem heitir Ester Hilmarsdóttir og fjallar um blæðingar kvenna. „Bókin heitir Fegurðin í flæðinu og fjallar um, og haltu þér nú Magnús, hún fjallar um blæðingar kvenna en hún er listavel gerð og hún er um leið saga af stöðu konunnar og saga af, já hún segir okkur svo margt. Hún er líka fyrir okkur karlpungana til að lesa,“ segir Bjarni. „Bókin „Fegurðin í flæðinu“ sem fjallar um blæðingar kvenna er ein af bókunum, sem Bjarni er að gefa út fyrir jól.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Jól Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Bjarni Harðarson hjá Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi var gestur á opnum fundi Framsóknarfélags Árborgar í gær þar sem hann fór yfir bókajólin 2023 og kynnti helstu bækurnar, sem hann er að gefa út fyrir jól en þær eru rétt um 30. Hann hefur tröllatrú á því að þetta verði góð jólabókajól. „Öll jól eru bókajól og allir bókamenn fá bók í jólagjöf en við verðum auðvitað að vona að það verði sem allra flestir enda sýna nú nýjustu kannanir að þjóðin þarf að herða sig í og við þurfum að muna eftir því við Íslendingar að við erum bókaþjóð og við eigum að vera stolt af því,“ segir Bjarni og heldur áfram. „Jú, lestur hefur dalað og menn eru stundum að halda að það sé allt Storytel að kenna en ég held að það sé ekki rétt. Ég held að það sé ein ástæða öðrum fremur að þjóðin, ekki bara við heldur heimsbyggðin les minna og það þetta hérna Magnús, það er snjallsíminn. Við sjáum þessa miklu bylgju niður á við akkúrat á sama tíma og snjallsíminn verður tæki okkar allra og við þurfum öll sjálfra okkar vegna að venja okkur svolítið af því, ég er ekkert bestur, venja okkur svolítið af því að vera alltaf með nefið ofan í litla skjánum, sem er vasanum hjá okkur“. Bjarni kynnti nokkrar af bókum, sem hann gefur út fyrir jól á fundinum hjá Framsóknarfélagi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein af bókunum, sem Bjarni gefur út fyrir jólin hefur nú þegar verið tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, fyrsta bók ungra skáldkonu norður í Aðaldal, sem heitir Ester Hilmarsdóttir og fjallar um blæðingar kvenna. „Bókin heitir Fegurðin í flæðinu og fjallar um, og haltu þér nú Magnús, hún fjallar um blæðingar kvenna en hún er listavel gerð og hún er um leið saga af stöðu konunnar og saga af, já hún segir okkur svo margt. Hún er líka fyrir okkur karlpungana til að lesa,“ segir Bjarni. „Bókin „Fegurðin í flæðinu“ sem fjallar um blæðingar kvenna er ein af bókunum, sem Bjarni er að gefa út fyrir jól.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Jól Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira