Aðför ríkisstjórnarinnar að samkeppni Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 12. desember 2023 11:31 Í neyðarkalli Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndarí síðustu viku og í umsögn þess er fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið geti raunar ekki lengur sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Samkeppniseftirlitið segist þurfa fjármögnun fyrir um 40 ársverk til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu en fjármögnuð ársverk séu hins vegar aðeins um 25. Samkeppniseftirlitið hefur enda kerfisbundið verið veikt af núverandi ríkisstjórn. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við árið 2017 hafa fjárframlög verið rýrð um 16% að raunvirði á sama tíma og hagkerfið hefur vaxið um 18%. Staðan er þeim mun alvarlegri í ljósi verðbólgu og komandi kjarasamninga. Í þveröfuga átt á við aðrar þjóðir Efling samkeppniseftirlits er bæði eðlileg og skynsamleg aðgerð í efnahagserfiðleikum. Verðbólgan er átta prósent, verðhækkanir blasa við í öllum vöruflokkum og útlit er fyrir að verðbólgutímabil verði langt á Íslandi. Aðrar þjóðir hafa markvisst styrkt samkeppnisinnviði sem viðbragð við verðbólgu og í samræmi við ráðgjöf sérfræðinga. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra er komist að þeirri niðurstöðu að engir stórir ágallar séu á starfsemi eftirlitsins og lagðar til ákveðnar aðgerðir og fjárheimildir til að styrkja eftirlitið enn frekar. Ríkisstjórnin fer nú gegn þessum niðurstöðum. En frekar en styrkja þá stofnun sem fer með samkeppniseftirlit og tryggja að hún geti sinnt lögbundnum verkefnum ákvað ríkisstjórnin að opna verðgátt um fáeinar vörur matvöruverslana. Matvörugáttin reyndist strax veikburða og reyndar var bent á að hún gæti í raun liðsinnt verslunum við verðsamráð. Verðgáttin er með öðrum nákvæmlega ekkert framlag um það að berjast gegn verðbólgu. Samkeppnislög vernda neytendur Í sameiginlegri grein hagfræðinga verkalýðshreyfingarinnar er bent á að rúm 40 ár séu síðan lög voru sett hér á landi um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og um 30 ár séu síðan að heildstæð samkeppnislög voru sett. Þegar samkeppnisreglur komu fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum árið 1890 var tilgangurinn einmitt að vernda neytendur gegn háu verði og takmörkuðu framboði. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt samkeppnislög jafn mikilvæg fyrir efnahagslegt frelsi og stjórnarskráin er fyrir vernd mannréttinda. Hagfræðingarnir verkalýðshreyfingarinnar benda á mikilvægi Samkeppniseftirlitsins og virkrar samkeppni fyrir hagsæld og velferð á Íslandi. Veiking Samkeppniseftirlits vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Í niðurlagi greinarinnar segir ennfremur; „Veiking samkeppniseftirlits þjónar helst hagsmunum þeirra fyrirtækja sem eru í stöðu til að nýta sér fákeppni til að skara eld að eigin köku. Þótt Samkeppniseftirlit á Íslandi sé ekki hafið yfir gagnrýni, þá liggur lausnin ekki í því að veikja það eins og sumir atvinnurekendur vilja, heldur að styrkja það og efla það til að standa vörð um samfélagslega hagsmuni“. Full ástæða til að styrkja Samkeppnsieftirlit Viðreisn hefur talað skýrt fyrir því á Alþingi í umræðum um fjárlög 2024 að fullt tilefni sé til að styrkja Samkeppniseftirlitið og að það eigi sérstaklega við núna þegar langvarandi verðbólga hefur mikil áhrif á kaupmátt fólksins í landinu. Það ætti að valda okkur öllum miklum áhyggjum að ríkisstjórnin hunsi algjörlega neyðarkall Samkeppnieftirlitsins. Með því tekur ríkisstjórnin sér beinlínis það hlutverk að veikja innviði virkrar samkeppni á landinu í aðdraganda kjarasamninga og stöðu gegn hagsmunum neytenda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Samkeppnismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Í neyðarkalli Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndarí síðustu viku og í umsögn þess er fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið geti raunar ekki lengur sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Samkeppniseftirlitið segist þurfa fjármögnun fyrir um 40 ársverk til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu en fjármögnuð ársverk séu hins vegar aðeins um 25. Samkeppniseftirlitið hefur enda kerfisbundið verið veikt af núverandi ríkisstjórn. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við árið 2017 hafa fjárframlög verið rýrð um 16% að raunvirði á sama tíma og hagkerfið hefur vaxið um 18%. Staðan er þeim mun alvarlegri í ljósi verðbólgu og komandi kjarasamninga. Í þveröfuga átt á við aðrar þjóðir Efling samkeppniseftirlits er bæði eðlileg og skynsamleg aðgerð í efnahagserfiðleikum. Verðbólgan er átta prósent, verðhækkanir blasa við í öllum vöruflokkum og útlit er fyrir að verðbólgutímabil verði langt á Íslandi. Aðrar þjóðir hafa markvisst styrkt samkeppnisinnviði sem viðbragð við verðbólgu og í samræmi við ráðgjöf sérfræðinga. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra er komist að þeirri niðurstöðu að engir stórir ágallar séu á starfsemi eftirlitsins og lagðar til ákveðnar aðgerðir og fjárheimildir til að styrkja eftirlitið enn frekar. Ríkisstjórnin fer nú gegn þessum niðurstöðum. En frekar en styrkja þá stofnun sem fer með samkeppniseftirlit og tryggja að hún geti sinnt lögbundnum verkefnum ákvað ríkisstjórnin að opna verðgátt um fáeinar vörur matvöruverslana. Matvörugáttin reyndist strax veikburða og reyndar var bent á að hún gæti í raun liðsinnt verslunum við verðsamráð. Verðgáttin er með öðrum nákvæmlega ekkert framlag um það að berjast gegn verðbólgu. Samkeppnislög vernda neytendur Í sameiginlegri grein hagfræðinga verkalýðshreyfingarinnar er bent á að rúm 40 ár séu síðan lög voru sett hér á landi um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og um 30 ár séu síðan að heildstæð samkeppnislög voru sett. Þegar samkeppnisreglur komu fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum árið 1890 var tilgangurinn einmitt að vernda neytendur gegn háu verði og takmörkuðu framboði. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt samkeppnislög jafn mikilvæg fyrir efnahagslegt frelsi og stjórnarskráin er fyrir vernd mannréttinda. Hagfræðingarnir verkalýðshreyfingarinnar benda á mikilvægi Samkeppniseftirlitsins og virkrar samkeppni fyrir hagsæld og velferð á Íslandi. Veiking Samkeppniseftirlits vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Í niðurlagi greinarinnar segir ennfremur; „Veiking samkeppniseftirlits þjónar helst hagsmunum þeirra fyrirtækja sem eru í stöðu til að nýta sér fákeppni til að skara eld að eigin köku. Þótt Samkeppniseftirlit á Íslandi sé ekki hafið yfir gagnrýni, þá liggur lausnin ekki í því að veikja það eins og sumir atvinnurekendur vilja, heldur að styrkja það og efla það til að standa vörð um samfélagslega hagsmuni“. Full ástæða til að styrkja Samkeppnsieftirlit Viðreisn hefur talað skýrt fyrir því á Alþingi í umræðum um fjárlög 2024 að fullt tilefni sé til að styrkja Samkeppniseftirlitið og að það eigi sérstaklega við núna þegar langvarandi verðbólga hefur mikil áhrif á kaupmátt fólksins í landinu. Það ætti að valda okkur öllum miklum áhyggjum að ríkisstjórnin hunsi algjörlega neyðarkall Samkeppnieftirlitsins. Með því tekur ríkisstjórnin sér beinlínis það hlutverk að veikja innviði virkrar samkeppni á landinu í aðdraganda kjarasamninga og stöðu gegn hagsmunum neytenda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun