Bréf til jólasveinsins Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 12. desember 2023 12:00 Kæri Jóli. Ég hef heyrt því fleygt að þú sért góður gæi og til í að aðstoða fólk með hvers konar. Minn jólaóskalisti í ár er langur og mikill að vöxtum sem endranær. Ég hef skrifað alþingismönnum og jafnvel ráðherrum nokkrum sinnum en þeir hljóta að láta það sem um norðanvind um eyru þjóta, já og bara með hvelli, því stundum segjast þeir hafa skilning á aðstæðum mínum og kjörum en ekkert gerist. Þeir geta meira að segja komið sér saman um hvað lögin í raun og veru þýða, eins og 62. gr. laga um almannatrygginga nr. 100/2007 um hækkun lífeyris. Því vildi ég freista þess að fá lánuð eyrun þín og þú myndir kannski reyna að básúna út boðskapinn á Íslandi á ferðum þínum fyrir jólin. Fólk hlustar þegar þú talar. Þú gætir jafnvel orðið einhvers konar sendiherra öryrkja á Íslandi! Mig langar að segja þér frá könnun sem Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök gerði nýlega á lífskjörum og líðan þeirra sem voru með örorku-og endurhæfingalífeyrisréttindi og/eða örorkuststyrki hjá TR í október. Markmið könnunarinnar var að varpa ljósi á stöðu hópsins á mismunandi sviðum. Hér er aðeins brotabrot af því sem sem ég vil að þú vitir og er tekið úr niðurstöðum skýrslunnar, svo það sé alveg örugglega á hreinu hvar skórinn kreppir. Vissir þú að nær 9 af hverjum 10 einhleypum foreldrum getur ekki mætt óvæntum útgöldum og fjórðungur þeirra hafa þurft mataraðstoð á síðasta ári. Vissir þú að 54% einhleypra foreldra getur ekki gefið börnunum sínum afmælis- og/eða jólagjafir sökum fjárskorts. Vissir þú að nær helmingur hefur efni ekki efni á árlegu fríi með fjölskyldunni. Vissir þú að 7 af hverjum 10 einhleypum foreldrum hafði fengið aðstoð frá vinum og ættingjum í formi peninga- eða matargjafa. Vissir þú að tæplega helmingur einhleypra foreldra getur hvorki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað, greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín. Kæri jóli. Finnst þér þetta ekki óhæfa? Viltu færa islenskum stjórnvöldum þessi skilaboð og hreinlega heimta að þau gefi okkur eitthvað betra í skóinn, lesist: Að búa betur að öryrkjum. Fátækt er í eðli sínu pólitísk. Þinn vinur Öryrkinn. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Jól Jólasveinar Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Kæri Jóli. Ég hef heyrt því fleygt að þú sért góður gæi og til í að aðstoða fólk með hvers konar. Minn jólaóskalisti í ár er langur og mikill að vöxtum sem endranær. Ég hef skrifað alþingismönnum og jafnvel ráðherrum nokkrum sinnum en þeir hljóta að láta það sem um norðanvind um eyru þjóta, já og bara með hvelli, því stundum segjast þeir hafa skilning á aðstæðum mínum og kjörum en ekkert gerist. Þeir geta meira að segja komið sér saman um hvað lögin í raun og veru þýða, eins og 62. gr. laga um almannatrygginga nr. 100/2007 um hækkun lífeyris. Því vildi ég freista þess að fá lánuð eyrun þín og þú myndir kannski reyna að básúna út boðskapinn á Íslandi á ferðum þínum fyrir jólin. Fólk hlustar þegar þú talar. Þú gætir jafnvel orðið einhvers konar sendiherra öryrkja á Íslandi! Mig langar að segja þér frá könnun sem Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök gerði nýlega á lífskjörum og líðan þeirra sem voru með örorku-og endurhæfingalífeyrisréttindi og/eða örorkuststyrki hjá TR í október. Markmið könnunarinnar var að varpa ljósi á stöðu hópsins á mismunandi sviðum. Hér er aðeins brotabrot af því sem sem ég vil að þú vitir og er tekið úr niðurstöðum skýrslunnar, svo það sé alveg örugglega á hreinu hvar skórinn kreppir. Vissir þú að nær 9 af hverjum 10 einhleypum foreldrum getur ekki mætt óvæntum útgöldum og fjórðungur þeirra hafa þurft mataraðstoð á síðasta ári. Vissir þú að 54% einhleypra foreldra getur ekki gefið börnunum sínum afmælis- og/eða jólagjafir sökum fjárskorts. Vissir þú að nær helmingur hefur efni ekki efni á árlegu fríi með fjölskyldunni. Vissir þú að 7 af hverjum 10 einhleypum foreldrum hafði fengið aðstoð frá vinum og ættingjum í formi peninga- eða matargjafa. Vissir þú að tæplega helmingur einhleypra foreldra getur hvorki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað, greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín. Kæri jóli. Finnst þér þetta ekki óhæfa? Viltu færa islenskum stjórnvöldum þessi skilaboð og hreinlega heimta að þau gefi okkur eitthvað betra í skóinn, lesist: Að búa betur að öryrkjum. Fátækt er í eðli sínu pólitísk. Þinn vinur Öryrkinn. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar