Fjölga sérfræðingum hjá Veðurstofunni til umfangsmeiri vöktunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2023 23:05 Grindvíkingum var tjáð á fundi í dag að ekki sé óhætt að gista í bænum það sem eftir lifir árs. Vísir/Sigurjón Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að atburðarásin og umbrotin sem urðu þann 10. nóvember síðastliðinn þegar kvikugangur myndaðist undir Grindavík hafi gjörbreytt forsendum veðurstofunnar þegar kemur að vöktun Grindavíkur og Svartsengis. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ segir í tilkynningunni. Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands segir að þegar hafi verið ákveðið að fjölga sérfræðingum á veðurstofunni til þess að svara auknum kröfum um vöktun á Reykjanesskaga. Verið sé að skipuleggja vöktun í ljósi nýrra aðstæðna og hratt sé unnið til að ljúka þeirri vinnu. Eftirlit og innviðir ekki nægilega tryggðir fyrir jól í Grindavík Grindvíkingar komu saman síðdegis í dag á íbúafundi. Þar gafst þeim færi á að spyrja spurninga en innviðaráðherra, auk fulltrúa frá veðurstofunni, NTÍ og lögreglunni sátu meðal annarra fyrir svörum. Á fundinum var Grindvíkingum upplýst um að ekki sé gert ráð fyrir að Grindvíkingar geti flutt heim fyrir áramótin. Fréttamaður náði tali af Fannari Jónassyni bæjarstjóra í Grindavík að fundinum loknum. Fannar segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að viðbragðsaðilar frá lögreglunni og björgunarsveitum sinni slíku eftirliti við bæinn yfir hátíðirnar að Grindvíkingar geti verið heima á jólunum. Þá þyrftu innviðir, sér í lagi veitukerfi, að vera í lagi til þess að óhætt yrði að gista í bænum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að atburðarásin og umbrotin sem urðu þann 10. nóvember síðastliðinn þegar kvikugangur myndaðist undir Grindavík hafi gjörbreytt forsendum veðurstofunnar þegar kemur að vöktun Grindavíkur og Svartsengis. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ segir í tilkynningunni. Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands segir að þegar hafi verið ákveðið að fjölga sérfræðingum á veðurstofunni til þess að svara auknum kröfum um vöktun á Reykjanesskaga. Verið sé að skipuleggja vöktun í ljósi nýrra aðstæðna og hratt sé unnið til að ljúka þeirri vinnu. Eftirlit og innviðir ekki nægilega tryggðir fyrir jól í Grindavík Grindvíkingar komu saman síðdegis í dag á íbúafundi. Þar gafst þeim færi á að spyrja spurninga en innviðaráðherra, auk fulltrúa frá veðurstofunni, NTÍ og lögreglunni sátu meðal annarra fyrir svörum. Á fundinum var Grindvíkingum upplýst um að ekki sé gert ráð fyrir að Grindvíkingar geti flutt heim fyrir áramótin. Fréttamaður náði tali af Fannari Jónassyni bæjarstjóra í Grindavík að fundinum loknum. Fannar segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að viðbragðsaðilar frá lögreglunni og björgunarsveitum sinni slíku eftirliti við bæinn yfir hátíðirnar að Grindvíkingar geti verið heima á jólunum. Þá þyrftu innviðir, sér í lagi veitukerfi, að vera í lagi til þess að óhætt yrði að gista í bænum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira