Vinnum saman – alltaf! Sigurjón Kjærnested, María Fjóla Harðardóttir og Karl Óttar Einarsson skrifa 13. desember 2023 12:00 „Finnið þið út hverjum við getum hjálpað, ég fer niður að mála!” Þannig svaraði hjúkrunarforstjórinn á einu af hjúkrunarheimilum landsins þegar leitað var til hennar um að taka við fólki sem rýmt hafði verið frá hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Þetta tiltekna hjúkrunarheimili var fullt og ekkert hjúkrunarrými laust. En þegar beiðni um aðstoð barst á laugardagsmorgninum eftir rýmingu Grindavíkur, þá fékk hjúkrunarforstjórinn aðra starfsmenn með sér í lið og farið var í að hreinlega búa til nýtt bráðabirgðaúrræði fyrir Grindvíkingana. 26 einstaklingar fóru til 11 hjúkrunarheimila Viðbrögðin voru þau sömu á hjúkrunarheimilum vítt og breitt um landið og alls tóku 11 þeirra við fólki frá Grindavík. Í neyðarástandi tókst með litlum fyrirvara að finna góð bráðabirgðaúrræði fyrir 26 einstaklinga. Því er að þakka samstilltu átaki frábærs starfsfólks hjúkrunarheimilanna sem var reiðubúið til aðstoðar og fann til þess lausnir og góðu samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og Almannavarnir. Þá hefur verið ákaflega lærdómsríkt að fylgjast með mikilli fagmennsku í starfsemi Almannavarna í stjórnstöðinni og við sem þjóð erum heppin að búa við. Engin síló þegar við erum öll í sama herbergi Það er oft talað um það að heilbrigðiskerfið þurfi að virka sem ein heild og að stóra verkefnið sé að losa okkur við sílóin svokölluðu. Með því er átt við að mismunandi stjórnsýslustig og þjónustuveitendur starfi betur saman og að þjónustuþegarnir eigi aldrei að þurfa að hafa áhyggjur af því hver veiti þjónustuna. Í tilfelli eldri einstaklinga sem þurfa á hjúkrunarþjónustu að halda er þetta sérlega mikilvægt. Þeir sækja sér þjónustu m.a. til sjúkrahúsa, sveitarfélaga, heilsugæsla, dagdvala og hjúkrunarheimila. Það er risastórt verkefni að skipuleggja þessa þjónustu þegar hún er veitt af báðum stjórnsýslustigum og á fjölda staða. En eins og sýndi sig í neyðarviðbragði vegna náttúruvár í Grindavík, þá er það klárlega hægt! Þá unnu allir saman, allt frá heilbrigðisráðherra sjálfum, til ráðuneytisstarfsfólks, Almannavarna og starfsfólks hjúkrunarheimila, að því markmiði að finna lausnir með hagsmuni einstaklinganna í forgrunni. Í þessu máli þá voru engin síló möguleg, bæði tímans vegna en líka vegna þess að við söfnuðumst bókstaflega saman í sama herbergi í stjórnstöð Almannavarna. Höldum áfram á sömu braut Undir forystu heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár verið mikil uppbygging í öldrunarþjónustunni. Við höfum náð að auka samstarf ólíkra þjónustuaðila og stjórnsýslu, að skipuleggja þjónustuna með einstaklinginn í forgrunni og lagt mikla áherslu á gæði þjónustunnar – óháð því hver veitir hana. Með áframhaldandi uppbyggingu og samvinnu náum við því markmiði að heilbrigðiskerfið í heild virki alla daga eins og það virkar í neyðarástandi. Engin síló og allir að róa í sömu átt. Það er hægt! Höfundar eru: Sigurjón Kjærnested framkvæmdastjóri SFVMaría Fjóla Harðardóttir formaður stjórnar SFVKarl Óttar Einarsson varaformaður stjórnar SFV Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Grindavík Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
„Finnið þið út hverjum við getum hjálpað, ég fer niður að mála!” Þannig svaraði hjúkrunarforstjórinn á einu af hjúkrunarheimilum landsins þegar leitað var til hennar um að taka við fólki sem rýmt hafði verið frá hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Þetta tiltekna hjúkrunarheimili var fullt og ekkert hjúkrunarrými laust. En þegar beiðni um aðstoð barst á laugardagsmorgninum eftir rýmingu Grindavíkur, þá fékk hjúkrunarforstjórinn aðra starfsmenn með sér í lið og farið var í að hreinlega búa til nýtt bráðabirgðaúrræði fyrir Grindvíkingana. 26 einstaklingar fóru til 11 hjúkrunarheimila Viðbrögðin voru þau sömu á hjúkrunarheimilum vítt og breitt um landið og alls tóku 11 þeirra við fólki frá Grindavík. Í neyðarástandi tókst með litlum fyrirvara að finna góð bráðabirgðaúrræði fyrir 26 einstaklinga. Því er að þakka samstilltu átaki frábærs starfsfólks hjúkrunarheimilanna sem var reiðubúið til aðstoðar og fann til þess lausnir og góðu samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og Almannavarnir. Þá hefur verið ákaflega lærdómsríkt að fylgjast með mikilli fagmennsku í starfsemi Almannavarna í stjórnstöðinni og við sem þjóð erum heppin að búa við. Engin síló þegar við erum öll í sama herbergi Það er oft talað um það að heilbrigðiskerfið þurfi að virka sem ein heild og að stóra verkefnið sé að losa okkur við sílóin svokölluðu. Með því er átt við að mismunandi stjórnsýslustig og þjónustuveitendur starfi betur saman og að þjónustuþegarnir eigi aldrei að þurfa að hafa áhyggjur af því hver veiti þjónustuna. Í tilfelli eldri einstaklinga sem þurfa á hjúkrunarþjónustu að halda er þetta sérlega mikilvægt. Þeir sækja sér þjónustu m.a. til sjúkrahúsa, sveitarfélaga, heilsugæsla, dagdvala og hjúkrunarheimila. Það er risastórt verkefni að skipuleggja þessa þjónustu þegar hún er veitt af báðum stjórnsýslustigum og á fjölda staða. En eins og sýndi sig í neyðarviðbragði vegna náttúruvár í Grindavík, þá er það klárlega hægt! Þá unnu allir saman, allt frá heilbrigðisráðherra sjálfum, til ráðuneytisstarfsfólks, Almannavarna og starfsfólks hjúkrunarheimila, að því markmiði að finna lausnir með hagsmuni einstaklinganna í forgrunni. Í þessu máli þá voru engin síló möguleg, bæði tímans vegna en líka vegna þess að við söfnuðumst bókstaflega saman í sama herbergi í stjórnstöð Almannavarna. Höldum áfram á sömu braut Undir forystu heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár verið mikil uppbygging í öldrunarþjónustunni. Við höfum náð að auka samstarf ólíkra þjónustuaðila og stjórnsýslu, að skipuleggja þjónustuna með einstaklinginn í forgrunni og lagt mikla áherslu á gæði þjónustunnar – óháð því hver veitir hana. Með áframhaldandi uppbyggingu og samvinnu náum við því markmiði að heilbrigðiskerfið í heild virki alla daga eins og það virkar í neyðarástandi. Engin síló og allir að róa í sömu átt. Það er hægt! Höfundar eru: Sigurjón Kjærnested framkvæmdastjóri SFVMaría Fjóla Harðardóttir formaður stjórnar SFVKarl Óttar Einarsson varaformaður stjórnar SFV
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun