„Elliðadóttir mætti í heiminn þann 5.12.2023. Við gætum ekki verið ánægðari þessa fullkomnu draumadís,“ skrifaði parið og deildi myndum af stúlkunni.
Elliði og Sóldís eru bæði frá Vestmannaeyjum en eru búsett í Þýskalandi þar sem Elliði er á samningi hjá Gummersbach sem spilar í þýsku úrvalsdeildinni. Elliði kom til liðsins árið 2020 þegar Guðjón Valur Sigurðsson tók við þjálfun lðisins og fór liðið upp í efstu deild síðastliðið vor.
Elliði er orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu í handbolta og sló í gegn á heimsmeistaramótinu í janúar.