„Að hafa samræði við barn hlýtur að teljast nauðgun í sjálfu sér“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2023 12:17 Drífa Snædal segir dómana hafa komið sér í opna skjöldu. Vísir/Egill Talskona Stígamóta segir nýlega dóma þar sem karlmenn voru dæmdir fyrir samræði við börn en ekki nauðgun mikla afturför. Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt dómstólar taki tillit til valdaójafnvægis milli barna og fullorðinna. Dómarnir eru tveir og féllu annars vegar í Héraðsdómi Reykjaness og hins vegar í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Í báðum tilvikum voru karlmenn dæmdir fyrir að eiga samræði við börn, en ekki nauðgun. Ekki þótti sannað í öðrum þeirra að barn gæti ekki veitt gilt samþykki og í hinum að nauðung hefði ekki átt sér stað. Því voru þeir ekki sakfelldir fyrir nauðgun. Á Norðurlandi var karlmaður, fyrrverandi starfsmaður skóla, dæmdur fyrir að hafa haft ítrekað samræði við stúlku í 9. bekk og sýknaður af ákæru um nauðgun. Ekki var fallist á það fyrir dómi að 14 ára barn gæti ekki veitt gilt samþykki fyrir samræði. Á Reykjanesi var karlmaður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat og var hann einnig dæmdur fyrir að eiga samræði við barn. Ekki þótti sannað að nauðung hefði átt sér stað og því var hann ekki sakfelldur fyrir nauðgun. „Þetta kemur okkur algjörlega í opna skjöldu að það sé ekki dæmt fyrir nauðgun í þessum tilvikum, báðum. Við héldum að við værum komin lengra í þekkingu okkar á kynferðisbrotum gegn börnum,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Hún segir að í málunum sé vitað hvaða tæling hafi átt sér stað, en það ekki tekið til greina. „Það að hafa samræði við barn, yngra en 15 ára, hlýtur að teljast nauðgun í sjálfu sér. Fyrir utan að við vitum hvaða tælingarferli átti sér stað í aðdraganda.“ Sami refsirammi Fyrir brotin tvö, samræði við barn og nauðgun, er sami refsirammi innan lagananna en Drífa segir samt skipta máli að nota rétt orð og lagaákvæði. „Það skiptir máli að fá dóm fyrir nauðgun, þótt refsiramminn sé á sami. Að við setjum orðin á hlutina og svo er spurning hvort það eigi ekki að vera refsiþynging. Þessi tæling í aðdragandanum. Af því að það er það sem er notað gegn börnum til að læsa þau inn í aðstæður sem þau komast ekki út úr.“ Drífa segir áríðandi að Landsréttur skoði máli betur og að þekking innan dómstóla á eðli kynferðisbrota gegn börnum verði aukin. „Það skiptir brotaþola mjög miklu máli að fá viðurkenningu á því að að brotið hafi verið á þeim. Í því felst að kalla það réttum nöfnum, afbrotin sem hafa verið framin á þér. Að fá viðurkenningu yfirvalds eða nærumhverfis að þetta hafi raunverulega verið það afbrot sem það var.“ Viðurkenning á broti mikilvæg Ólöf Ásta Faresveit er forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Hún tekur í sama streng og Drífa og segir áríðandi að börn fái viðurkenningu á þeim brotum sem eru framin gegn þeim. „Það sem er mikilvægast fyrir börn og ungmenni sem kæra kynferðisbrot er að fá viðurkenningu á því sem þau hafa upplifað sem brot gegn sér. Það er mjög mikilvægt að þegar dómur fellur að þau upplifi að það hafi verið hlustað á þau og þau fái viðurkenningu á því sem þau hafa orðið fyrir sem brotaþolar.“ Ólöf Ásta segir börn leggja mikla merkingu í þau orð sem eru notuð og þyngd dóma. „Börn þekkja til dæmis orðið nauðgun og vita hvað það felur í sér. Svo eru önnur ákvæði, þótt þau séu með sama refsiramma, eins og kynferðisbrot gegn barni, skiptir það kannski minna máli fyrir börn. Því þau þekkja orðið nauðgun. Hins vegar myndi ég telja að væri langmikilvægast, og út frá minni reynslu hefur sýnt það, að fá viðurkenningu á þeim framburði sem þú segir frá sem einstaklingur, hann skiptir mestu máli.“ Ólöf Ásta segir það einnig skipta máli hvernig svo nærumhverfið túlkar dóminn og það geti haft áhrif á líðan barnsins og túlkun þess að niðurstöðunni. Ólöf Ásta er forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hún starfaði fyrir þar lengi í Barnahúsi og hefur því mikla reynslu og þekkingu á kynferðisbrotum gegn börnum. Vísir/Arnar Hún segir nauðgunarákvæðið veita meiri viðurkenningu á því að afbrotið hafi ekki verið með þeirra vilja. „Þá færðu viðurkenningu á því að það sé ekki með þínum vilja. Á meðan önnur ákvæði, eins og 202. greinin, eins og ég skil hana, þá er það að hafa samræði við barn sem undir kynferðislegum lögaldri. Þá gæti maður lesið á milli línanna að það sé samþykki ungmennis, eða barnsins, sem er líka eitthvað sem hefur áhrif,“ segir hún og á þá við 202. grein almennra hegningarlaga. Ólöf Ásta segir mikilvægt að dómstólar taki sérstaklega í slíkum málum tillit til valdaójafnvægis á milli barna og fullorðinna. „Börn á þessum aldri, sem eru undir fimmtán ára, þau hafa kannski ekki forsendur til að mótmæla eða segja hvað þau vilja vegna valdaójafnvægis. Sem er líka mjög mikilvægt að hafa í huga. Fjórtán ára eða þrettán ára barn hefur ekki þá reynslu eða færni til að taka rökstuddar ákvarðanir, vegna þess að heilinn hefur ekki mótast og þroskast til að meta aðstæður og taka ákvarðanir í þeim aðstæðum sem þau eru,“ segir hún og heldur áfram: „Það er mjög mikilvægt að hafa það í huga að þau geta verið mjög ósammála þeim atvikum sem eiga sér stað, eða ósamþykk þeim, og það er gegn þeirra vilja, án þess að þau geti spornað við því.“ Búið er áfrýja öðru málinu til Landsréttar en enn á eftir að taka ákvörðun í hinu, því á Reykjanesi. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dómsmál Réttindi barna Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Dómarnir eru tveir og féllu annars vegar í Héraðsdómi Reykjaness og hins vegar í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Í báðum tilvikum voru karlmenn dæmdir fyrir að eiga samræði við börn, en ekki nauðgun. Ekki þótti sannað í öðrum þeirra að barn gæti ekki veitt gilt samþykki og í hinum að nauðung hefði ekki átt sér stað. Því voru þeir ekki sakfelldir fyrir nauðgun. Á Norðurlandi var karlmaður, fyrrverandi starfsmaður skóla, dæmdur fyrir að hafa haft ítrekað samræði við stúlku í 9. bekk og sýknaður af ákæru um nauðgun. Ekki var fallist á það fyrir dómi að 14 ára barn gæti ekki veitt gilt samþykki fyrir samræði. Á Reykjanesi var karlmaður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var þrettán ára sem hann kynntist á Snapchat og var hann einnig dæmdur fyrir að eiga samræði við barn. Ekki þótti sannað að nauðung hefði átt sér stað og því var hann ekki sakfelldur fyrir nauðgun. „Þetta kemur okkur algjörlega í opna skjöldu að það sé ekki dæmt fyrir nauðgun í þessum tilvikum, báðum. Við héldum að við værum komin lengra í þekkingu okkar á kynferðisbrotum gegn börnum,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta. Hún segir að í málunum sé vitað hvaða tæling hafi átt sér stað, en það ekki tekið til greina. „Það að hafa samræði við barn, yngra en 15 ára, hlýtur að teljast nauðgun í sjálfu sér. Fyrir utan að við vitum hvaða tælingarferli átti sér stað í aðdraganda.“ Sami refsirammi Fyrir brotin tvö, samræði við barn og nauðgun, er sami refsirammi innan lagananna en Drífa segir samt skipta máli að nota rétt orð og lagaákvæði. „Það skiptir máli að fá dóm fyrir nauðgun, þótt refsiramminn sé á sami. Að við setjum orðin á hlutina og svo er spurning hvort það eigi ekki að vera refsiþynging. Þessi tæling í aðdragandanum. Af því að það er það sem er notað gegn börnum til að læsa þau inn í aðstæður sem þau komast ekki út úr.“ Drífa segir áríðandi að Landsréttur skoði máli betur og að þekking innan dómstóla á eðli kynferðisbrota gegn börnum verði aukin. „Það skiptir brotaþola mjög miklu máli að fá viðurkenningu á því að að brotið hafi verið á þeim. Í því felst að kalla það réttum nöfnum, afbrotin sem hafa verið framin á þér. Að fá viðurkenningu yfirvalds eða nærumhverfis að þetta hafi raunverulega verið það afbrot sem það var.“ Viðurkenning á broti mikilvæg Ólöf Ásta Faresveit er forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Hún tekur í sama streng og Drífa og segir áríðandi að börn fái viðurkenningu á þeim brotum sem eru framin gegn þeim. „Það sem er mikilvægast fyrir börn og ungmenni sem kæra kynferðisbrot er að fá viðurkenningu á því sem þau hafa upplifað sem brot gegn sér. Það er mjög mikilvægt að þegar dómur fellur að þau upplifi að það hafi verið hlustað á þau og þau fái viðurkenningu á því sem þau hafa orðið fyrir sem brotaþolar.“ Ólöf Ásta segir börn leggja mikla merkingu í þau orð sem eru notuð og þyngd dóma. „Börn þekkja til dæmis orðið nauðgun og vita hvað það felur í sér. Svo eru önnur ákvæði, þótt þau séu með sama refsiramma, eins og kynferðisbrot gegn barni, skiptir það kannski minna máli fyrir börn. Því þau þekkja orðið nauðgun. Hins vegar myndi ég telja að væri langmikilvægast, og út frá minni reynslu hefur sýnt það, að fá viðurkenningu á þeim framburði sem þú segir frá sem einstaklingur, hann skiptir mestu máli.“ Ólöf Ásta segir það einnig skipta máli hvernig svo nærumhverfið túlkar dóminn og það geti haft áhrif á líðan barnsins og túlkun þess að niðurstöðunni. Ólöf Ásta er forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hún starfaði fyrir þar lengi í Barnahúsi og hefur því mikla reynslu og þekkingu á kynferðisbrotum gegn börnum. Vísir/Arnar Hún segir nauðgunarákvæðið veita meiri viðurkenningu á því að afbrotið hafi ekki verið með þeirra vilja. „Þá færðu viðurkenningu á því að það sé ekki með þínum vilja. Á meðan önnur ákvæði, eins og 202. greinin, eins og ég skil hana, þá er það að hafa samræði við barn sem undir kynferðislegum lögaldri. Þá gæti maður lesið á milli línanna að það sé samþykki ungmennis, eða barnsins, sem er líka eitthvað sem hefur áhrif,“ segir hún og á þá við 202. grein almennra hegningarlaga. Ólöf Ásta segir mikilvægt að dómstólar taki sérstaklega í slíkum málum tillit til valdaójafnvægis á milli barna og fullorðinna. „Börn á þessum aldri, sem eru undir fimmtán ára, þau hafa kannski ekki forsendur til að mótmæla eða segja hvað þau vilja vegna valdaójafnvægis. Sem er líka mjög mikilvægt að hafa í huga. Fjórtán ára eða þrettán ára barn hefur ekki þá reynslu eða færni til að taka rökstuddar ákvarðanir, vegna þess að heilinn hefur ekki mótast og þroskast til að meta aðstæður og taka ákvarðanir í þeim aðstæðum sem þau eru,“ segir hún og heldur áfram: „Það er mjög mikilvægt að hafa það í huga að þau geta verið mjög ósammála þeim atvikum sem eiga sér stað, eða ósamþykk þeim, og það er gegn þeirra vilja, án þess að þau geti spornað við því.“ Búið er áfrýja öðru málinu til Landsréttar en enn á eftir að taka ákvörðun í hinu, því á Reykjanesi.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dómsmál Réttindi barna Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira