Segir það ekki þjóna hagsmunum Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. desember 2023 12:46 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, flutti á Alþingi munnlega skýrslu um stöðuna sem uppi er fyrir botni Miðjarðarhafs. Vísir/Arnar Utanríkisráðherra segir það ekki þjóna hagsmunum neins, og ekki heldur Palestínu, að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Ráðherrann flutti munnlega skýrslu um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs á Alþingi fyrir hádegi. Í munnlegu skýrslunni taldi Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, upp öll þau skref sem Ísland hefur stigið til að milda þjáningu palestínsku þjóðarinnar. Til að mynda hefðu íslensk stjórnvöld margfaldað framlög til mannúðaraðstoðar á Gasa síðustu vikurnar og einnig til rannsóknar á ábendingum um stríðsglæpi. Í gærkvöldi sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að ekkert muni stoppa Ísraelsmenn. Sótt verði fram til fullnaðarsigurs þrátt fyrir þrýsting frá alþjóðasamfélaginu og vísaði þar til yfirlýsingar neyðarfundar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem kallað var eftir vopnahléi. Bjarni sagði að það væri skiljanlegt að fólk vildi leita allra leiða til að hafa áhrif á átökin en um það hefur verið spurt á Alþingi hvort Ísland hefði í hyggju að ýmist slíta stjórnmálasambandi við Ísrael eða beita ríkið viðskiptaþvingunum. „Hins vegar eru engar heimildir í lögum og engin fordæmi fyrir því að Ísland setji á einhliða viðskiptaþvinganir. Við innleiðum aðgerðir Evrópusambandsins og Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og munum gera það áfram.“ Engar umræður í þá veru hafi verið ræddar á alþjóðavettvangi. „Það þjónar ekki hagsmunum neins og ekki heldur Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Stjórnmálasamband milli ríkja er forsenda þess að koma afstöðu sinni á framfæri, eiga samskipti og hafa áhrif. Í sögulegu ljósi hefur Ísland aðeins einu sinni slitið stjórnmálasambandi við Breta í þriðja þorskastríðinu í febrúar 1976.“ Á morgun heldur utanríkisráðherra út til Ósló þar sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna, Benelux landanna og nokkurra Arabaríkja munu koma saman. Þá mun ráðherrann eiga tvíhliða fund með utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar. „Fundurinn er tækifæri til að ræða friðarhorfur, heyra viðhorf annarra og koma afstöðu okkar á framfæri,“ sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Tengdar fréttir Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28 Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. 11. desember 2023 15:39 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Í munnlegu skýrslunni taldi Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, upp öll þau skref sem Ísland hefur stigið til að milda þjáningu palestínsku þjóðarinnar. Til að mynda hefðu íslensk stjórnvöld margfaldað framlög til mannúðaraðstoðar á Gasa síðustu vikurnar og einnig til rannsóknar á ábendingum um stríðsglæpi. Í gærkvöldi sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að ekkert muni stoppa Ísraelsmenn. Sótt verði fram til fullnaðarsigurs þrátt fyrir þrýsting frá alþjóðasamfélaginu og vísaði þar til yfirlýsingar neyðarfundar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem kallað var eftir vopnahléi. Bjarni sagði að það væri skiljanlegt að fólk vildi leita allra leiða til að hafa áhrif á átökin en um það hefur verið spurt á Alþingi hvort Ísland hefði í hyggju að ýmist slíta stjórnmálasambandi við Ísrael eða beita ríkið viðskiptaþvingunum. „Hins vegar eru engar heimildir í lögum og engin fordæmi fyrir því að Ísland setji á einhliða viðskiptaþvinganir. Við innleiðum aðgerðir Evrópusambandsins og Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og munum gera það áfram.“ Engar umræður í þá veru hafi verið ræddar á alþjóðavettvangi. „Það þjónar ekki hagsmunum neins og ekki heldur Palestínu að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Stjórnmálasamband milli ríkja er forsenda þess að koma afstöðu sinni á framfæri, eiga samskipti og hafa áhrif. Í sögulegu ljósi hefur Ísland aðeins einu sinni slitið stjórnmálasambandi við Breta í þriðja þorskastríðinu í febrúar 1976.“ Á morgun heldur utanríkisráðherra út til Ósló þar sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna, Benelux landanna og nokkurra Arabaríkja munu koma saman. Þá mun ráðherrann eiga tvíhliða fund með utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar. „Fundurinn er tækifæri til að ræða friðarhorfur, heyra viðhorf annarra og koma afstöðu okkar á framfæri,“ sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Tengdar fréttir Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46 Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28 Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. 11. desember 2023 15:39 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. 14. desember 2023 10:46
Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28
Trúir ekki á einhliða þvingunaraðgerðir gegn Ísrael Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt. 11. desember 2023 15:39