Ólafur Helgi, Stefanía Guðrún og Finnur Þór í dómarastól Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2023 12:50 Ólafur Helgi Árnason og Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir hafa verið skipuð í embætti héraðsdómara í Reykjavík. Þá hefur Finnur Þór Vilhjálmsson verið settur dómari. Vísir/Vilhelm/stjr Dómsmálaráðherra hefur skipað Ólaf Helga Árnason og Stefaníu Guðrúnu Sæmundsdóttir í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 18. desember 2023. Jafnframt hefur Finnur Þór Vilhjálmsson verið settur dómari við sama dómstól frá og með 18. desember 2023 til og með 28. febrúar 2029 vegna leyfis skipaðs héraðsdómara. Frá þessu segir á vef dómsmálaráðuneytisins, en embættin voru auglýst laus til umsóknar í haust. „Ólafur Helgi Árnason lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Ísland árið 1988 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1993 og fyrir Hæstarétti Íslands árið 2008. Frá árinu 2015 hefur hann starfað sem lögmaður hjá embætti ríkislögmanns þar sem hann hefur flutt fjölda mála á öllum dómstigum. Árin 2008-2015 starfaði Ólafur sem skrifstofustjóri á skipulags- og byggingarsviði Hafnarfjarðar og þá hefur hann að auki starfað hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga, Samtökum iðnaðarins og hjá Landsbanka Íslands hf. Þá hefur Ólafur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði á framhalds- og háskólastigi. Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1997. Árin 2012-2015 starfaði hún sem settur saksóknari við embætti ríkissaksóknara og var skipuð í embættið frá 1. janúar 2016. Í starfi sínu hjá ríkissaksóknara hefur Stefanía flutt fjölda mála á öllum dómstigum sem varða nánast alla brotaflokka. Þá hefur Stefanía meðal annars starfað á lögmannsstofu, sem fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík, sem lögfræðingur hjá Tryggingarstofnun ríkisins og sem lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd almannatrygginga. Þá hefur Stefanía annast kennslu á grunnnámskeiðum sem ríkissaksóknari hefur haldið fyrir ákærendur og setið í hverfiskjörstjórn. Finnur Þór Vilhjálmsson lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og öðlaðist sama ár réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Frá 28. september 2023 hefur Finnur Þór verið settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur en þar áður starfaði hann meðal annars sem saksóknarfulltrúi og aðstoðarsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, síðar héraðssaksóknara, þar af sem skipaður saksóknari frá árinu 2016. Þá hefur Finnur Þór starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis og sem starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og fall íslensku bankanna árið 2008. Þá var hann starfsmaður og meðritstjóri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku Hauck & Aufhäuser Privatbank KGaA árið 2003 í kaupum á eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands. Finnur Þór hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi,“ segir í tilkynningunni. Dómstólar Lögmennska Vistaskipti Tengdar fréttir Gerir ekki upp á milli Finns, Sindra og Stefaníu Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Hérðasdóm Reykjavíkur segir að Finnur Þór Vilhjálmsson, Sindri M. Stephensen og Stefanía G. Sæmundsdóttir séu hæfust umsækjendanna þriggja. 27. nóvember 2023 10:45 Ólafur Helgi metinn hæfastur Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur skilað umsögn sinni og er það niðurstaða hennar að Ólafur Helgi Árnason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti. 14. nóvember 2023 10:25 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Sagði ekki ganga að fámennur hópur tæki þingið í gíslingu Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Sjá meira
Frá þessu segir á vef dómsmálaráðuneytisins, en embættin voru auglýst laus til umsóknar í haust. „Ólafur Helgi Árnason lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Ísland árið 1988 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1993 og fyrir Hæstarétti Íslands árið 2008. Frá árinu 2015 hefur hann starfað sem lögmaður hjá embætti ríkislögmanns þar sem hann hefur flutt fjölda mála á öllum dómstigum. Árin 2008-2015 starfaði Ólafur sem skrifstofustjóri á skipulags- og byggingarsviði Hafnarfjarðar og þá hefur hann að auki starfað hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga, Samtökum iðnaðarins og hjá Landsbanka Íslands hf. Þá hefur Ólafur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði á framhalds- og háskólastigi. Stefanía Guðrún Sæmundsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1997. Árin 2012-2015 starfaði hún sem settur saksóknari við embætti ríkissaksóknara og var skipuð í embættið frá 1. janúar 2016. Í starfi sínu hjá ríkissaksóknara hefur Stefanía flutt fjölda mála á öllum dómstigum sem varða nánast alla brotaflokka. Þá hefur Stefanía meðal annars starfað á lögmannsstofu, sem fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík, sem lögfræðingur hjá Tryggingarstofnun ríkisins og sem lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd almannatrygginga. Þá hefur Stefanía annast kennslu á grunnnámskeiðum sem ríkissaksóknari hefur haldið fyrir ákærendur og setið í hverfiskjörstjórn. Finnur Þór Vilhjálmsson lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og öðlaðist sama ár réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Frá 28. september 2023 hefur Finnur Þór verið settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur en þar áður starfaði hann meðal annars sem saksóknarfulltrúi og aðstoðarsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, síðar héraðssaksóknara, þar af sem skipaður saksóknari frá árinu 2016. Þá hefur Finnur Þór starfað sem lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns Alþingis og sem starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og fall íslensku bankanna árið 2008. Þá var hann starfsmaður og meðritstjóri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku Hauck & Aufhäuser Privatbank KGaA árið 2003 í kaupum á eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands. Finnur Þór hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði á háskólastigi,“ segir í tilkynningunni.
Dómstólar Lögmennska Vistaskipti Tengdar fréttir Gerir ekki upp á milli Finns, Sindra og Stefaníu Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Hérðasdóm Reykjavíkur segir að Finnur Þór Vilhjálmsson, Sindri M. Stephensen og Stefanía G. Sæmundsdóttir séu hæfust umsækjendanna þriggja. 27. nóvember 2023 10:45 Ólafur Helgi metinn hæfastur Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur skilað umsögn sinni og er það niðurstaða hennar að Ólafur Helgi Árnason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti. 14. nóvember 2023 10:25 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Sagði ekki ganga að fámennur hópur tæki þingið í gíslingu Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Sjá meira
Gerir ekki upp á milli Finns, Sindra og Stefaníu Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Hérðasdóm Reykjavíkur segir að Finnur Þór Vilhjálmsson, Sindri M. Stephensen og Stefanía G. Sæmundsdóttir séu hæfust umsækjendanna þriggja. 27. nóvember 2023 10:45
Ólafur Helgi metinn hæfastur Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur skilað umsögn sinni og er það niðurstaða hennar að Ólafur Helgi Árnason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti. 14. nóvember 2023 10:25