Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. desember 2023 13:18 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs til vinstri. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að borgin hafi útbúið þjónustusamning sem dagforeldrum í borginni stendur til boða auk nýrrar gjaldskrár fyrir átján mánaða og eldri sem taki gildi þann 1. febrúar næstkomandi. Þá muni foreldrar greiða sama gjald fyrir barn hvort sem það er hjá dagforeldri eða í leikskóla. Mun breytingin gilda afturvirkt frá 1. júlí 2023. Þá segir í tilkynningu borgarinnar að ýmsir þættir hafi verið bættir í dagforeldrakerfinu í samráði við dagforeldra í nýjum þjónustusamningi. Í breytingunum felist einnig að komið verði til móts við foreldra sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börn sem eru átján mánaða og eldri. Vonir standi til að þessar breytingar muni styðja betur við dagforeldra og fjölskyldur í Reykjavík ásamt því að gera starf dagforeldra eftirsóknarvert á nýjan leik. Niðurgreiðslur á vistunargjaldi Þá kemur fram í tilkynningunni að í nýrri gjaldskrá, sem tekur gildi 1. febrúar 2023, sé miðað við að foreldrar greiði sama gjald og í leikskóla fyrir átján mánaða og eldri. Að sama skapi hækkar niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar til dagforeldra vegna þeirra barna en þó upp að ákveðnu hámarki, sem er breytilegt eftir dvalarstundum viðkomandi barns. Dagforeldrum er heimilt að innheimta viðbótargjald fyrir umframþjónustu sem ekki er innifalin í dvalargjaldi, til dæmis fyrir bleyjur. Þá segir í tilkynningunni að enn fremur hafi verið samþykkt að foreldrar sem eigi börn sem urðu átján mánaða á á tímabilinu 1. júlí 2023 til 31. janúar 2024, geti sótt um aukna niðurgreiðslu vegna vistunargjalda hjá dagforeldri. Aukin niðurgreiðsla miðar þá við það mánaðargjald dagforeldra sem greitt var, að frádregnu leikskólagjaldi fyrir sama dvalartíma en þó miðað við að mánaðargjald dagforeldra hefði verið að hámarki 130 þúsund krónur. Punktar úr tilkynningu borgarinnar: Í þjónustusamningnum felst að stofnstyrkur til nýrra dagforeldra verði ein milljón króna. 250 þúsund fást greiddar við undirritun samningsins en 750 þúsund ári síðar. Árlegur aðstöðustyrkur verður 150 þúsund krónur. Fyrsta greiðsla fæst 24 mánuðum eftir undirritun þjónustusamnings og er greiddur út árlega. Í þjónustusamningnum felst að reykvísk börn fái forgang. Eins tryggir borgin greiðslur til dagforeldra til loka júní fyrir reykvísk börn sem hætta eftir 1. maí til að byrja í leikskóla ef ekki fæst annað barn í vistun. Þjónustusamningurinn felur í sér að Reykjavíkurborg greiði öryggishnapp fyrir alla dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið á tveggja ára fresti. Samningurinn felur í sér skuldbindingu dagforeldra að starfa eftir gæðaviðmiðum um daggæslu. Reykjavíkurborg greiðir helming í grunnnámskeiði fyrir verðandi dagforeldra. Dagforeldrum verður heimilt að loka þrjá daga á ári vegna námskeiðsdaga. Reykjavíkurborg skipuleggur árlegan námskeiðsdag dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið annað hvert ár. Almenn niðurgreiðsla miðar áfram við níu mánaða aldur barna en sex mánaða aldur þegar um er að ræða börn námsmanna og einstæðra foreldra. Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Þar segir að borgin hafi útbúið þjónustusamning sem dagforeldrum í borginni stendur til boða auk nýrrar gjaldskrár fyrir átján mánaða og eldri sem taki gildi þann 1. febrúar næstkomandi. Þá muni foreldrar greiða sama gjald fyrir barn hvort sem það er hjá dagforeldri eða í leikskóla. Mun breytingin gilda afturvirkt frá 1. júlí 2023. Þá segir í tilkynningu borgarinnar að ýmsir þættir hafi verið bættir í dagforeldrakerfinu í samráði við dagforeldra í nýjum þjónustusamningi. Í breytingunum felist einnig að komið verði til móts við foreldra sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börn sem eru átján mánaða og eldri. Vonir standi til að þessar breytingar muni styðja betur við dagforeldra og fjölskyldur í Reykjavík ásamt því að gera starf dagforeldra eftirsóknarvert á nýjan leik. Niðurgreiðslur á vistunargjaldi Þá kemur fram í tilkynningunni að í nýrri gjaldskrá, sem tekur gildi 1. febrúar 2023, sé miðað við að foreldrar greiði sama gjald og í leikskóla fyrir átján mánaða og eldri. Að sama skapi hækkar niðurgreiðsla Reykjavíkurborgar til dagforeldra vegna þeirra barna en þó upp að ákveðnu hámarki, sem er breytilegt eftir dvalarstundum viðkomandi barns. Dagforeldrum er heimilt að innheimta viðbótargjald fyrir umframþjónustu sem ekki er innifalin í dvalargjaldi, til dæmis fyrir bleyjur. Þá segir í tilkynningunni að enn fremur hafi verið samþykkt að foreldrar sem eigi börn sem urðu átján mánaða á á tímabilinu 1. júlí 2023 til 31. janúar 2024, geti sótt um aukna niðurgreiðslu vegna vistunargjalda hjá dagforeldri. Aukin niðurgreiðsla miðar þá við það mánaðargjald dagforeldra sem greitt var, að frádregnu leikskólagjaldi fyrir sama dvalartíma en þó miðað við að mánaðargjald dagforeldra hefði verið að hámarki 130 þúsund krónur. Punktar úr tilkynningu borgarinnar: Í þjónustusamningnum felst að stofnstyrkur til nýrra dagforeldra verði ein milljón króna. 250 þúsund fást greiddar við undirritun samningsins en 750 þúsund ári síðar. Árlegur aðstöðustyrkur verður 150 þúsund krónur. Fyrsta greiðsla fæst 24 mánuðum eftir undirritun þjónustusamnings og er greiddur út árlega. Í þjónustusamningnum felst að reykvísk börn fái forgang. Eins tryggir borgin greiðslur til dagforeldra til loka júní fyrir reykvísk börn sem hætta eftir 1. maí til að byrja í leikskóla ef ekki fæst annað barn í vistun. Þjónustusamningurinn felur í sér að Reykjavíkurborg greiði öryggishnapp fyrir alla dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið á tveggja ára fresti. Samningurinn felur í sér skuldbindingu dagforeldra að starfa eftir gæðaviðmiðum um daggæslu. Reykjavíkurborg greiðir helming í grunnnámskeiði fyrir verðandi dagforeldra. Dagforeldrum verður heimilt að loka þrjá daga á ári vegna námskeiðsdaga. Reykjavíkurborg skipuleggur árlegan námskeiðsdag dagforeldra og slysa- og eldvarnarnámskeið annað hvert ár. Almenn niðurgreiðsla miðar áfram við níu mánaða aldur barna en sex mánaða aldur þegar um er að ræða börn námsmanna og einstæðra foreldra.
Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Börn og uppeldi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira