Vakta Grindavík vel áfram Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. desember 2023 12:48 Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að það gjósi nærri Hagafelli, ef það gýs. Vísir/Arnar Þrátt fyrir að undanfarið hafi dregið úr landrisi á Reykjanesi er það ekki hætt að sögn jarðeðlisfræðings. Tveir möguleikar séu líklegastir í stöðunni, hægt hafi á innflæði í kvikuganginn eða jarðskorpan sé farin að halda meira við. Greint var frá því í gær að landrisið við Svartsengi virtist vera hætt samkvæmt færslu á Facebook frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir ekki miklar breytingar á milli daga, hraðinn hafi undanfarið verið að minnka hægt og rólega. Þá sé hraðinn orðinn það lítill að erfitt sé að sjá skýra breytingu á milli daga. Landrisið sé þó ekki hætt. „Við höfum svona verið að horfa á tvær túlkanir í því samhengi, ekkert endilega einu túlkanirnar, það sem við teljum líklegast. Eitt er að það sé hreinlega að hægja á innflæði, það er alveg einn möguleiki. Annar möguleiki er sá að jarðskorpan yfir þessu er farin að teygja það mikið að hún er farin að halda meira við,“ segir Benedikt. Það hafi mismunandi afleiðingar eftir því hvort eigi við. „Ef það er farið að teygja verulega á jarðskorpunni og hún er farin að nálgast einhver brotmörk þá ættum við að fara sjá skjálftavirkni fljótlega,“ segir Benedikt. Það sé þó ekki útilokað að það verði engin skjálftavirkni þó það sé í gangi „Svo getur líka bara verið að það sé að hægja á þessu. Kannski er þetta að taka sér hlé eða hætta í bili, við getum í raun ekkert sagt til um það.“ Benedikt segir þróunina á svæðinu vera hæga og því þurfi að horfa á heildarmyndina í viku hverri. Þó að landrisið hætti þurfi áfram að vakta svæðið við Grindavík mjög nákvæmlega. „Það er mjög líklegt að þetta taki sig upp núna. Það er bara það sem við höfum séð núna með atburði síðustu ára. Þeir taka sér hlé og fara svo aftur í gang svo við munum halda áfram mikilli vöktun í kringum Grindavík.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Greint var frá því í gær að landrisið við Svartsengi virtist vera hætt samkvæmt færslu á Facebook frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir ekki miklar breytingar á milli daga, hraðinn hafi undanfarið verið að minnka hægt og rólega. Þá sé hraðinn orðinn það lítill að erfitt sé að sjá skýra breytingu á milli daga. Landrisið sé þó ekki hætt. „Við höfum svona verið að horfa á tvær túlkanir í því samhengi, ekkert endilega einu túlkanirnar, það sem við teljum líklegast. Eitt er að það sé hreinlega að hægja á innflæði, það er alveg einn möguleiki. Annar möguleiki er sá að jarðskorpan yfir þessu er farin að teygja það mikið að hún er farin að halda meira við,“ segir Benedikt. Það hafi mismunandi afleiðingar eftir því hvort eigi við. „Ef það er farið að teygja verulega á jarðskorpunni og hún er farin að nálgast einhver brotmörk þá ættum við að fara sjá skjálftavirkni fljótlega,“ segir Benedikt. Það sé þó ekki útilokað að það verði engin skjálftavirkni þó það sé í gangi „Svo getur líka bara verið að það sé að hægja á þessu. Kannski er þetta að taka sér hlé eða hætta í bili, við getum í raun ekkert sagt til um það.“ Benedikt segir þróunina á svæðinu vera hæga og því þurfi að horfa á heildarmyndina í viku hverri. Þó að landrisið hætti þurfi áfram að vakta svæðið við Grindavík mjög nákvæmlega. „Það er mjög líklegt að þetta taki sig upp núna. Það er bara það sem við höfum séð núna með atburði síðustu ára. Þeir taka sér hlé og fara svo aftur í gang svo við munum halda áfram mikilli vöktun í kringum Grindavík.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira