Réttur fatlaðra til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur Helena Rós Sturludóttir skrifar 17. desember 2023 16:00 Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir dæmi um að börn hafi verið tekin of snemma frá seinfærum foreldrum án þess að allt hafi verið reynt og að það sé áhyggjuefni. Rétturinn til fjölskyldulífs sé mjög mikilvægur og aðlaga þurfi stuðningsþjónustu við þarfir hvers og eins Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá máli seinfærrar móður tveggja drengja sem settir voru í fóstur fyrir rúmum tveimur árum. Móðirin sagðist ekki þrá neitt heitar en að fá syni sína heim en Reykjavíkurborg vill svipta hana forsjá yfir þeim. Lögmaður móðurinnar segir óskiljanlegt að borgin skuli ekki hafa tekið tillit til fötlunar hennar við mat á stuðningsþörfum barnanna. Þá sagði prófessor í fötlunarfræði, sem rannsakað hefur mál fatlaðra foreldra í áratugi, sína reynslu vera að í langflestum tilfellum væri ekki búið að reyna allt áður en börn eru tekin af seinfærum foreldrum. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir það áhyggjuefni. „Við höfum haft töluvert miklar áhyggjur af þessu og ekki af ástæðu lausu. Það hafa komið upp dæmi sem gefa tilefni til þess,“ segir Árni og bætir við að fordómar ríki í samfélaginu. „Það er kannski ekki alveg skilningur á því hvaða skyldur hvíla á opinberum aðilum samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Árni. Þar sé réttur fatlaðra til fjölskyldulífs, frjósemis og ala upp börn og fá til þess viðeigandi stuðning áréttaður. „Þetta er ekki að ástæðu lausu. Því alls staðar í heiminum, þar með talið á Íslandi, hefur verið gert allt of mikið af því að vanvirða þessi réttindi fatlaðra og ekki síst seinfærra foreldra,“ segir Árni og heldur áfram: „Þannig við höfum alltaf haft áhyggjur af því að það séu fordómar í kerfinu og ekki skilningur og kannski ekki búið að gera það sem þarf til að vinna, ekki síst, í viðhorfum þeirra sem þar eru. Rétturinn til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur og þá eigi réttur barna eigi að vera í forgangi. Árni segir mikilvægt að fatlaðir foreldrar fái viðeigandi stuðning. „Þetta er mjög skýrt að það á að vera viðeigandi aðlögun, það á að laga þjónustuna að þörfum hvers og eins þannig að líkurnar fyrir hvern og einn að geta notið þessara réttinda séu hámörkuð,“ segir Árni. Auðvitað geti komið upp dæmi þar sem seinfærir foreldrar ráða ekki við að ala upp börn en það eigi ekki eingöngu við um seinfæra eða fatlaða foreldra. Málefni fatlaðs fólks Fjölskyldumál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær var greint frá máli seinfærrar móður tveggja drengja sem settir voru í fóstur fyrir rúmum tveimur árum. Móðirin sagðist ekki þrá neitt heitar en að fá syni sína heim en Reykjavíkurborg vill svipta hana forsjá yfir þeim. Lögmaður móðurinnar segir óskiljanlegt að borgin skuli ekki hafa tekið tillit til fötlunar hennar við mat á stuðningsþörfum barnanna. Þá sagði prófessor í fötlunarfræði, sem rannsakað hefur mál fatlaðra foreldra í áratugi, sína reynslu vera að í langflestum tilfellum væri ekki búið að reyna allt áður en börn eru tekin af seinfærum foreldrum. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir það áhyggjuefni. „Við höfum haft töluvert miklar áhyggjur af þessu og ekki af ástæðu lausu. Það hafa komið upp dæmi sem gefa tilefni til þess,“ segir Árni og bætir við að fordómar ríki í samfélaginu. „Það er kannski ekki alveg skilningur á því hvaða skyldur hvíla á opinberum aðilum samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Árni. Þar sé réttur fatlaðra til fjölskyldulífs, frjósemis og ala upp börn og fá til þess viðeigandi stuðning áréttaður. „Þetta er ekki að ástæðu lausu. Því alls staðar í heiminum, þar með talið á Íslandi, hefur verið gert allt of mikið af því að vanvirða þessi réttindi fatlaðra og ekki síst seinfærra foreldra,“ segir Árni og heldur áfram: „Þannig við höfum alltaf haft áhyggjur af því að það séu fordómar í kerfinu og ekki skilningur og kannski ekki búið að gera það sem þarf til að vinna, ekki síst, í viðhorfum þeirra sem þar eru. Rétturinn til fjölskyldulífs sé gríðarlega mikilvægur og þá eigi réttur barna eigi að vera í forgangi. Árni segir mikilvægt að fatlaðir foreldrar fái viðeigandi stuðning. „Þetta er mjög skýrt að það á að vera viðeigandi aðlögun, það á að laga þjónustuna að þörfum hvers og eins þannig að líkurnar fyrir hvern og einn að geta notið þessara réttinda séu hámörkuð,“ segir Árni. Auðvitað geti komið upp dæmi þar sem seinfærir foreldrar ráða ekki við að ala upp börn en það eigi ekki eingöngu við um seinfæra eða fatlaða foreldra.
Málefni fatlaðs fólks Fjölskyldumál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira