- Undanfari eldgoss var skjálftahrina við Sundhnjúkagíga sem hófst skyndilega í kvöld klukkan 21:00.
- Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarástandi. Almenningur hefur verið beðinn um að stöðva ekki bíla sína á Reykjanesbraut.
- Grindavíkursvæðið hefur verið rýmt.
- Á öðrum tímanum var var áætluð lengd sprungunnar meira en fjórir kílómetrar. Til samanburðar var lengd sprungunnar í eldgosinu við Litla-Hrút í júlí um 800 til 900 metrar.
- Áætlað hraunflæði í eldgosinu er um 100 til 200 rúmmetrar á sekúndu sem er margfalt meira en í fyrri gosum á Reykjanesskaga síðustu ár.
Nánar í vaktinni hér að neðan. Ráð er að endurhlaða síðuna ef vaktin birtist ekki. Þá má sjá beina útsendingu í spilaranum hér að neðan.