Björn ræddi við fréttastofu í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu. Björn hefur fylgst með öllum fjórum eldgosum á Reykjanesskaganum síðan árið 2021. Hann segist telja þróunina vera svipaða og í hinum gosunum.
„Manni finnst það héðan, við komumst nær á eftir og náum að mynda þetta betur þar. Fá betri tilfinningu fyrir því,“ segir Björn.
Hann segir að þarna virðist þó vera mun meiri virkni og sprungan sé mun stærri.
„Mesti þrýstingurinn er til að byrja með, svo nær þetta jafnvægi. Þetta er mjög fallegt, eldgos og snjór og það eru að koma jól. Þetta er mjög áhugaverður tími,“ segir Björn.