Hetjan í Ofurskálinni var undir gíðarlegri pressu frá Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2023 12:01 Michael Jordan er mikið fyrir að veðja á hluti og hann var með pening undir í Super Bowl leiknum í febrúar 2015. Getty/Jacob Kupferman Það er ekki hægt að segja að nýjasta sagan að körfuboltagoðsögninni Michael Jordan hafi komið mikið á óvart en hún hefur engu að síður vakið athygli. Julian Edelman var ein af stjörnum New England Patriots þegar lið Tom Brady var upp á sitt besta í NFL-deildinni. Hann fékk hins vegar stjörnur í augun þegar hann hitti Jordan í aðdraganda Super Bowl leiksins árið 2015. Edelman sagði söguna af því þegar hann hitti Jordan fyrir þennan stærsta leik ársins í Bandaríkjunum í hlaðvarpsþættinum "Games With Names". Rakst á Jordan Super Bowl 2015 leikurinn fór fram í Glendale í Arizona sem er úthverfi Phoenix borgar. Edelman sagðist hafa farið út að borða í aðdraganda leiksins og rekist þá þá Derek Jeter, fyrrum súperstjörnu í hafnaboltanum, og Michael Jordan, besta körfuboltamann sögunnar. Hann sagði að Jeter hafi verið hinn viðkunnanlegasta og þeir rætt saman í svona fimm mínútur. Jordan sagði hins vegar ekki neitt og hélt sig til baka. Julian Edelman var frábær í leiknum.Getty Þegar Edelman var að fara þá kom Jordan hins vegar skyndilega til hans. „Samtalið var að enda eftir þessar fimm mínútur og ég var á förum. Jordan kemur þá upp að mér og segir: Heyrðu strákur. Ég er búinn að setja mikinn pening á þennan leik þannig að eins gott að þið klúðrið þessu ekki, hafði Edelman eftir Jordan. „Þetta var það eina sem hann sagði við mig,“ sagði Edelmen og engin smá pressa á honum í leiknum. Dramatískur sigur Edelman og félagar í New England Patriots unnu leikinn 28-24 Seattle Seahawks en voru um tíma tíu stigum undir, 14-24. Edelman tryggði liðinu aftur á móti sigurinn með snertimarki í lokin og stóðst því alveg pressuna frá Jordan. Jordan var örugglega ánægður með hann enda græddi hann eflaust mikinn pening á sigri Patriots. Hér fyrir neðan má sjá Edelman segja þessa sögu. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Það má nálgast myndbandið með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq) NBA NFL Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Julian Edelman var ein af stjörnum New England Patriots þegar lið Tom Brady var upp á sitt besta í NFL-deildinni. Hann fékk hins vegar stjörnur í augun þegar hann hitti Jordan í aðdraganda Super Bowl leiksins árið 2015. Edelman sagði söguna af því þegar hann hitti Jordan fyrir þennan stærsta leik ársins í Bandaríkjunum í hlaðvarpsþættinum "Games With Names". Rakst á Jordan Super Bowl 2015 leikurinn fór fram í Glendale í Arizona sem er úthverfi Phoenix borgar. Edelman sagðist hafa farið út að borða í aðdraganda leiksins og rekist þá þá Derek Jeter, fyrrum súperstjörnu í hafnaboltanum, og Michael Jordan, besta körfuboltamann sögunnar. Hann sagði að Jeter hafi verið hinn viðkunnanlegasta og þeir rætt saman í svona fimm mínútur. Jordan sagði hins vegar ekki neitt og hélt sig til baka. Julian Edelman var frábær í leiknum.Getty Þegar Edelman var að fara þá kom Jordan hins vegar skyndilega til hans. „Samtalið var að enda eftir þessar fimm mínútur og ég var á förum. Jordan kemur þá upp að mér og segir: Heyrðu strákur. Ég er búinn að setja mikinn pening á þennan leik þannig að eins gott að þið klúðrið þessu ekki, hafði Edelman eftir Jordan. „Þetta var það eina sem hann sagði við mig,“ sagði Edelmen og engin smá pressa á honum í leiknum. Dramatískur sigur Edelman og félagar í New England Patriots unnu leikinn 28-24 Seattle Seahawks en voru um tíma tíu stigum undir, 14-24. Edelman tryggði liðinu aftur á móti sigurinn með snertimarki í lokin og stóðst því alveg pressuna frá Jordan. Jordan var örugglega ánægður með hann enda græddi hann eflaust mikinn pening á sigri Patriots. Hér fyrir neðan má sjá Edelman segja þessa sögu. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Það má nálgast myndbandið með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq)
NBA NFL Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum