Er forysta HSÍ gengin af göflunum? Björn B. Björnsson skrifar 21. desember 2023 11:30 Fréttir af samningi stjórnar HSÍ við ísraelska stórfyrirtækið Rapyd hafa komið illa við marga Íslendinga vegna þess að fyrirtækið stundar viðskipti í landránsbyggðunum á Vesturbakkanum sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Því til viðbótar hefur forstjóri og aðaleigandi Rapyd lýst yfir eindregnum stuðningi við hernað Ísrela á Gasa og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli, aðalatriðið sé að Ísraelsher nái markmiðum sínum. Þau viðhorf og gildi sem þarna koma fram eru andstæð þeim sem flestir Íslendingar halda í heiðri en mikill meirihluti þjóðarinnar stendur með Palestínumönnum samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt sjálfstætt ríki þeirra. Þess vegna hefur fjöldi fyrirtækja á Íslandi hætt viðskiptum við Rapyd á undanförnum vikum og mörg fleiri eru á þeirri leið. Forystufólk þeirra deila einfaldlega ekki þessum gildum Rapyd og vill ekki tengjast þeim. En forysta HSÍ er á allt öðrum buxum. Stjórn Handknattleikssambandsins gerði samning við Rapyd um að fyrirtækið legði fé í sjóð sem ungt afreksfólk gæti sótt um styrki til. Umsóknarfrestur rann út í byrjun desember. Þessi tenging handboltans við fyrirtæki sem heldur á lofti þeim gildum sem Rapyd gerir var harðlega gagnrýnd en formaður HSÍ sagði að ekki kæmi til greina að segja samningnum upp. Að öðru leyti hefur stjórn HSÍ ekki svarað neinum fyrirspurnum um málið. Einfaldlega falið sig inni á skrifstofu og tekur ekki símann. Ég veit um nokkur ungmenni sem ekki sóttu um þessa styrki vegna þess að þau vildu ekki tengja sig við Rapyd. Þessir krakkar eru að færa fórnir samvisku sinnar vegna þó þau hefðu vel getað notað styrkinn og verið vel að honum komin. Þau hafa hins vegar ekki viljað opinbera afstöðu sína af ótta við að það geti skaðað framgang þeirra innan handboltahreyfingarinnar. Þau eru hrædd við stjórn HSÍ. Er þetta eðlilegt ástand innan íþróttahreyfingar? Að stjórn HSÍ skuli setja ungt afreksfólk í þessa stöðu? Að til að fá afreksstyrk þurfi þau tengja sig við fyrirtæki sem þau hafa megnustu andstyggð á? Hver eru skilaboðin til unga fólksins? Möguleikarnir eru tveir: Að HSÍ deili gildum Rapyd eða að stjórn HSÍ hafi engin æðri gildi en peninga, sama frá hverjum þeir koma. Steininn tók svo úr þegar mannlif.is birti í fyrradag frétt um að á nýrri landsliðstreyju handboltafólks væri lógó Rapyd hvergi að finna. Miðillinn hafði samband við HSÍ og þá segir markaðsstjórinn að þetta séu klár mistök sem þegar verði bætt úr! Nei takk! Það er engan veginn boðlegt að landsliðsbúningar Íslands beri nafni fyrirtækis sem styður opinberlega dráp á saklausu fólki. Fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru ósamrýmanleg gildum flestra Íslendinga. Landsliðsbúningar Íslands eru ekki einkamál lítils hóps fólks þótt það sitji í stjórn Handboltasambandsins. Þessir búningar eru andlit okkar út á við. Í handboltahöllum heimsins standa þeir fyrir Ísland. Ekki fyrir stjórn HSÍ. Orðspor okkar er að veði. Gleymum því ekki að í dag er hluti íslensku þjóðarinnar af palestínskum uppruna. Við getum öll ímyndað okkur hvernig þessum samborgurum okkar líður við að horfa á landslið sitt skarta merki Rapyd. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til þessa fólks? Ekki heldur til skoðana mikils meirihluta þjóðarinnar? Eða orðspors Íslands? Bara að einblína á peningana hvaðan sem þeir koma? Við sem eigum og styðjum landslið Íslands í handbolta gerum þá sjálfsögðu kröfu að búningar landsliða okkar séu ekki bíaðir út með merki fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru algerlega andstæð gildum langflestra Íslendinga. Getur einhver komið vitinu fyrir stjórn HSÍ? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Fjármálafyrirtæki HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Björn B. Björnsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Fréttir af samningi stjórnar HSÍ við ísraelska stórfyrirtækið Rapyd hafa komið illa við marga Íslendinga vegna þess að fyrirtækið stundar viðskipti í landránsbyggðunum á Vesturbakkanum sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Því til viðbótar hefur forstjóri og aðaleigandi Rapyd lýst yfir eindregnum stuðningi við hernað Ísrela á Gasa og sagt að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu máli, aðalatriðið sé að Ísraelsher nái markmiðum sínum. Þau viðhorf og gildi sem þarna koma fram eru andstæð þeim sem flestir Íslendingar halda í heiðri en mikill meirihluti þjóðarinnar stendur með Palestínumönnum samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt sjálfstætt ríki þeirra. Þess vegna hefur fjöldi fyrirtækja á Íslandi hætt viðskiptum við Rapyd á undanförnum vikum og mörg fleiri eru á þeirri leið. Forystufólk þeirra deila einfaldlega ekki þessum gildum Rapyd og vill ekki tengjast þeim. En forysta HSÍ er á allt öðrum buxum. Stjórn Handknattleikssambandsins gerði samning við Rapyd um að fyrirtækið legði fé í sjóð sem ungt afreksfólk gæti sótt um styrki til. Umsóknarfrestur rann út í byrjun desember. Þessi tenging handboltans við fyrirtæki sem heldur á lofti þeim gildum sem Rapyd gerir var harðlega gagnrýnd en formaður HSÍ sagði að ekki kæmi til greina að segja samningnum upp. Að öðru leyti hefur stjórn HSÍ ekki svarað neinum fyrirspurnum um málið. Einfaldlega falið sig inni á skrifstofu og tekur ekki símann. Ég veit um nokkur ungmenni sem ekki sóttu um þessa styrki vegna þess að þau vildu ekki tengja sig við Rapyd. Þessir krakkar eru að færa fórnir samvisku sinnar vegna þó þau hefðu vel getað notað styrkinn og verið vel að honum komin. Þau hafa hins vegar ekki viljað opinbera afstöðu sína af ótta við að það geti skaðað framgang þeirra innan handboltahreyfingarinnar. Þau eru hrædd við stjórn HSÍ. Er þetta eðlilegt ástand innan íþróttahreyfingar? Að stjórn HSÍ skuli setja ungt afreksfólk í þessa stöðu? Að til að fá afreksstyrk þurfi þau tengja sig við fyrirtæki sem þau hafa megnustu andstyggð á? Hver eru skilaboðin til unga fólksins? Möguleikarnir eru tveir: Að HSÍ deili gildum Rapyd eða að stjórn HSÍ hafi engin æðri gildi en peninga, sama frá hverjum þeir koma. Steininn tók svo úr þegar mannlif.is birti í fyrradag frétt um að á nýrri landsliðstreyju handboltafólks væri lógó Rapyd hvergi að finna. Miðillinn hafði samband við HSÍ og þá segir markaðsstjórinn að þetta séu klár mistök sem þegar verði bætt úr! Nei takk! Það er engan veginn boðlegt að landsliðsbúningar Íslands beri nafni fyrirtækis sem styður opinberlega dráp á saklausu fólki. Fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru ósamrýmanleg gildum flestra Íslendinga. Landsliðsbúningar Íslands eru ekki einkamál lítils hóps fólks þótt það sitji í stjórn Handboltasambandsins. Þessir búningar eru andlit okkar út á við. Í handboltahöllum heimsins standa þeir fyrir Ísland. Ekki fyrir stjórn HSÍ. Orðspor okkar er að veði. Gleymum því ekki að í dag er hluti íslensku þjóðarinnar af palestínskum uppruna. Við getum öll ímyndað okkur hvernig þessum samborgurum okkar líður við að horfa á landslið sitt skarta merki Rapyd. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til þessa fólks? Ekki heldur til skoðana mikils meirihluta þjóðarinnar? Eða orðspors Íslands? Bara að einblína á peningana hvaðan sem þeir koma? Við sem eigum og styðjum landslið Íslands í handbolta gerum þá sjálfsögðu kröfu að búningar landsliða okkar séu ekki bíaðir út með merki fyrirtækis sem heldur á lofti gildum sem eru algerlega andstæð gildum langflestra Íslendinga. Getur einhver komið vitinu fyrir stjórn HSÍ? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun