Vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin að nýju Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. desember 2023 17:52 Viðbragðsaðilar í grennd við Svartsengi. Vísir/Arnar Vísbendingar eru um að kvikusöfnun sé hafin að nýju undir Svartsengi. Náttúruvásérfræðingur segir sérfræðinga búa sig undir möguleikann á ítrekaðri virkni. „Það lítur út fyrir að kvikusöfnun sé hafin að nýju, en þetta er enn óskýrt merki. Það er vísbending um það en merkið er lítið svo það er ekki hægt að segja það með hundrað prósent vissu á þessum tímapunkti,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Það gæti sumsé verið að það muni gjósa aftur á sama svæði? „Það lítur í hið minnsta út fyrir að við séum að fara í svona endurtekið ferli. Við höfum séð þetta áður og þekkjum þetta frá öðrum svæðum, eins og Kröflu og annars staðar,“ segir Sigríður. Kvika safnist saman, spýtist upp í kvikugang og svo stöðvist söfnunin að nýju og þá hlaðist kerfið aftur. Þá fyllast hólf aftur þar til þrýstingur sé orðinn nægur og þá getur gos hafist aftur. „Ef við lítum til Kröflu erum við að horfa upp á eitthvað sem gæti verið í gangi í nokkur ár. Það er ekki hægt að segja að þetta verði alveg eins en það er það sem við erum að undirbúa okkur undir, að við séum að fara inn í tímabil ítrekaðrar virkni.“ Hún segir að tíminn verði að leiða í ljós hvernig eða hvort gjósi að nýju á svæðinu. Hægt sé að horfa til þess að eldgosin fjögur sem orðið hafi á Reykjanesskaga undanfarin ár séu hluti af sama jarðsögulega viðburði. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
„Það lítur út fyrir að kvikusöfnun sé hafin að nýju, en þetta er enn óskýrt merki. Það er vísbending um það en merkið er lítið svo það er ekki hægt að segja það með hundrað prósent vissu á þessum tímapunkti,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Það gæti sumsé verið að það muni gjósa aftur á sama svæði? „Það lítur í hið minnsta út fyrir að við séum að fara í svona endurtekið ferli. Við höfum séð þetta áður og þekkjum þetta frá öðrum svæðum, eins og Kröflu og annars staðar,“ segir Sigríður. Kvika safnist saman, spýtist upp í kvikugang og svo stöðvist söfnunin að nýju og þá hlaðist kerfið aftur. Þá fyllast hólf aftur þar til þrýstingur sé orðinn nægur og þá getur gos hafist aftur. „Ef við lítum til Kröflu erum við að horfa upp á eitthvað sem gæti verið í gangi í nokkur ár. Það er ekki hægt að segja að þetta verði alveg eins en það er það sem við erum að undirbúa okkur undir, að við séum að fara inn í tímabil ítrekaðrar virkni.“ Hún segir að tíminn verði að leiða í ljós hvernig eða hvort gjósi að nýju á svæðinu. Hægt sé að horfa til þess að eldgosin fjögur sem orðið hafi á Reykjanesskaga undanfarin ár séu hluti af sama jarðsögulega viðburði.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira