Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 19:31 Leifur Runólfsson er lögmaður föður drengjanna. Vísir Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. Drengirnir flugu til Noregs ásamt föður sínum, sem er íslenskur, í gærkvöldi. Lögmaður föðurins segir að um fagnaðarfundi hafi verið að ræða þegar drengirnir hittu föður sinn. „Ég var ekki vitni að því sjálfur, en miðað við það sem ég heyri þá voru þetta fagnaðarfundir,“ segir lögmaðurinn Leifur Runólfsson. Málinu sé nú lokið, hvað drengina sjálfa varðar. „Þeir eru komnir heim til sín. Faðir þeirra fer einn með forsjá og hefur gert í svolítinn tíma. Hvað það varðar er málinu lokið, en Edda bíður náttúrulega dóms í Noregi,“ segir Leifur. Edda Björk var handtekin á Íslandi í lok síðasta mánaðar. Hún kom með drengina þrjá hingað til lands frá Noregi með einkaflugvél í mars á síðasta ári, en föður þeirra hafði verið dæmd forsjá þeirra í Noregi. Edda var framseld til Noregs í upphafi þessa mánaðar, eftir að fallist var á framsal hennar á tveimur dómstigum. Réttarhöldum yfir Eddu er lokið en hún bíður nú dóms, þar sem saksóknarar fara fram á sautján mánaða fangelsisdóm yfir henni. Edda ásamt tveimur drengjanna. Sambýlismaður Eddu og sálfræðingur meðal kærðra Leifur segir að kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem að málinu komu hér á landi. Það er að segja, þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina meðan lögregla freistaði þess að finna þá og koma þeim til föður síns. „Ég mun væntanlega leggja fram bótakröfur í því máli, en ég á eftir að skoða það nánar, svo það sé sagt. En það sé sagt,“ segir Leifur. Þær kröfur muni beinast að þeim sem kunni að vera með stöðu sakbornings í málinu. Sambýlismaður Eddu hafi verið sérstaklega kærður, þar sem barnsfaðirinn telji hann hafa fjármagnað ferð Eddu frá Noregi til Íslands með drengina. „En það er lögreglunnar að sanna það, það er ekki okkar. Og svo var tiltekinn sálfræðingur kærður,“ segir Leifur. Leifur segir kæru ekki hafa verið lagða fram á hendur Hildi Sólveigu Pétursdóttur, lögmanni Eddu Bjarkar, sem var handtekin í gærkvöldi ásamt systur Eddu eftir að synir Eddu fundust. Leifur segist ekki hafa upplýsingar um af hverju Hildur var handtekin. Handtaka Hildar var harðlega gagnrýnd af lögmönnum lögmannstofunnar sem Hildur starfar á. Í yfirlýsingu sem stofan sendi frá sér í dag sagði engan vafa leika á því að lögreglan hefði farið yfir eðlileg og málefnaleg mörk með handtökunni, og hugsanlega gerst brotleg við lög. Sá yngsti hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Leifur segist hafa upplýsingar um að tveir drengjanna, sem eru tvíburar, hafi verið á einum stað en yngri bróðir þeirra á öðrum síðastliðnar tvær vikur. „Þannig að hann hafði ekki séð bræður sína í tvær vikur. Og þeir voru ekki vel hirtir þegar þeir fundust loksins. Voru í hálfónýtum fötum og það hafði ekki verið hugsað vel um þá virðist vera. Ekki að mati míns skjólstæðings, að minnsta kosti.“ Leifur segist þakklátur yfirvöldum fyrir að málinu sé loksins lokið. „Ég vona bara að það komi aldrei svona mál upp aftur.“ Mál Eddu Bjarkar Lögreglumál Noregur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Drengirnir flugu til Noregs ásamt föður sínum, sem er íslenskur, í gærkvöldi. Lögmaður föðurins segir að um fagnaðarfundi hafi verið að ræða þegar drengirnir hittu föður sinn. „Ég var ekki vitni að því sjálfur, en miðað við það sem ég heyri þá voru þetta fagnaðarfundir,“ segir lögmaðurinn Leifur Runólfsson. Málinu sé nú lokið, hvað drengina sjálfa varðar. „Þeir eru komnir heim til sín. Faðir þeirra fer einn með forsjá og hefur gert í svolítinn tíma. Hvað það varðar er málinu lokið, en Edda bíður náttúrulega dóms í Noregi,“ segir Leifur. Edda Björk var handtekin á Íslandi í lok síðasta mánaðar. Hún kom með drengina þrjá hingað til lands frá Noregi með einkaflugvél í mars á síðasta ári, en föður þeirra hafði verið dæmd forsjá þeirra í Noregi. Edda var framseld til Noregs í upphafi þessa mánaðar, eftir að fallist var á framsal hennar á tveimur dómstigum. Réttarhöldum yfir Eddu er lokið en hún bíður nú dóms, þar sem saksóknarar fara fram á sautján mánaða fangelsisdóm yfir henni. Edda ásamt tveimur drengjanna. Sambýlismaður Eddu og sálfræðingur meðal kærðra Leifur segir að kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem að málinu komu hér á landi. Það er að segja, þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina meðan lögregla freistaði þess að finna þá og koma þeim til föður síns. „Ég mun væntanlega leggja fram bótakröfur í því máli, en ég á eftir að skoða það nánar, svo það sé sagt. En það sé sagt,“ segir Leifur. Þær kröfur muni beinast að þeim sem kunni að vera með stöðu sakbornings í málinu. Sambýlismaður Eddu hafi verið sérstaklega kærður, þar sem barnsfaðirinn telji hann hafa fjármagnað ferð Eddu frá Noregi til Íslands með drengina. „En það er lögreglunnar að sanna það, það er ekki okkar. Og svo var tiltekinn sálfræðingur kærður,“ segir Leifur. Leifur segir kæru ekki hafa verið lagða fram á hendur Hildi Sólveigu Pétursdóttur, lögmanni Eddu Bjarkar, sem var handtekin í gærkvöldi ásamt systur Eddu eftir að synir Eddu fundust. Leifur segist ekki hafa upplýsingar um af hverju Hildur var handtekin. Handtaka Hildar var harðlega gagnrýnd af lögmönnum lögmannstofunnar sem Hildur starfar á. Í yfirlýsingu sem stofan sendi frá sér í dag sagði engan vafa leika á því að lögreglan hefði farið yfir eðlileg og málefnaleg mörk með handtökunni, og hugsanlega gerst brotleg við lög. Sá yngsti hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Leifur segist hafa upplýsingar um að tveir drengjanna, sem eru tvíburar, hafi verið á einum stað en yngri bróðir þeirra á öðrum síðastliðnar tvær vikur. „Þannig að hann hafði ekki séð bræður sína í tvær vikur. Og þeir voru ekki vel hirtir þegar þeir fundust loksins. Voru í hálfónýtum fötum og það hafði ekki verið hugsað vel um þá virðist vera. Ekki að mati míns skjólstæðings, að minnsta kosti.“ Leifur segist þakklátur yfirvöldum fyrir að málinu sé loksins lokið. „Ég vona bara að það komi aldrei svona mál upp aftur.“
Mál Eddu Bjarkar Lögreglumál Noregur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira