Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 19:59 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. „Í þessu hættumatskorti sem gildir til 29. desember er ekki gert ráð fyrir gosopnun í Grindavík, en til staðar er hætta á náttúruhamförum. En það er mitt mat, lögreglustjórans, að það sé undir þessum kringumstæðum ásættanlegt að gefa íbúum Grindavíkur kost á því að fara heim og dvelja þar yfir nótt,“ segir Úlfar. Aðspurður sagðist hann myndu treysta sér til að gista í Grindavík við núverandi aðstæður. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að núverandi fyrirkomulag gildi yfir jólin, en Úlfar vonar að svo megi vera lengur. „Þessi ákvörðun verður endurskoðuð 27. desember.“ Minni viðvera en áður Úlfar segir að ef til goss kæmi í Grindavík væri það í senn flókin og erfið staða. „En ég geng út frá því að sú staða komi ekki upp, það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég hleypi fólki inn núna, með þeim hætti sem ég hef gert.“ Fyrr í dag barst tilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum um að dregið hefði úr góðvild í garð björgunarsveitarfólks. Við því þyrfti að bregðast og landstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. Úlfar segir samstarf lögreglu, almannavarna og björgunarsveita vera frábært. „En það er vandamál að manna vaktir björgunarsveita, bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Þetta er búið að vera viðvarandi ástand mjög lengi. Ég skil mætavel vandræði og áhyggjur björgunarsveita og stend með þeim í því sem þeir gera, en vegna þessa erum við auðvitað bara með skert viðbragð,“ sagði Úlfar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
„Í þessu hættumatskorti sem gildir til 29. desember er ekki gert ráð fyrir gosopnun í Grindavík, en til staðar er hætta á náttúruhamförum. En það er mitt mat, lögreglustjórans, að það sé undir þessum kringumstæðum ásættanlegt að gefa íbúum Grindavíkur kost á því að fara heim og dvelja þar yfir nótt,“ segir Úlfar. Aðspurður sagðist hann myndu treysta sér til að gista í Grindavík við núverandi aðstæður. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að núverandi fyrirkomulag gildi yfir jólin, en Úlfar vonar að svo megi vera lengur. „Þessi ákvörðun verður endurskoðuð 27. desember.“ Minni viðvera en áður Úlfar segir að ef til goss kæmi í Grindavík væri það í senn flókin og erfið staða. „En ég geng út frá því að sú staða komi ekki upp, það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég hleypi fólki inn núna, með þeim hætti sem ég hef gert.“ Fyrr í dag barst tilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum um að dregið hefði úr góðvild í garð björgunarsveitarfólks. Við því þyrfti að bregðast og landstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. Úlfar segir samstarf lögreglu, almannavarna og björgunarsveita vera frábært. „En það er vandamál að manna vaktir björgunarsveita, bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Þetta er búið að vera viðvarandi ástand mjög lengi. Ég skil mætavel vandræði og áhyggjur björgunarsveita og stend með þeim í því sem þeir gera, en vegna þessa erum við auðvitað bara með skert viðbragð,“ sagði Úlfar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira