Ætlar ekki að gista í Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 23. desember 2023 12:29 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Egill Landris við Svartsengi mun líklegast ná sömu hæð og fyrir gos eftir tvær til þrjár vikur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir það vonbrigði að það gæti byrjað að gjósa á ný nærri bænum. Hann telur að fáir muni gista í Grindavík yfir hátíðarnar. Land hefur haldið áfram að rísa við Svartsengi eftir að eldgosinu við Sundhnúksgíga lauk fyrir tveimur dögum síðan. Land hafði sigið þónokkuð á meðan gosinu stóð en líklegt þykir að það nái sömu hæð og fyrir gos eftir tvær til þrjár vikur, haldi landrisið sama takti. Í gær tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að Grindvíkingum væri heimilt að gista heima hjá sé yfir hátíðarnar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, telur að fáir muni gista þar en þeir sem stefna á það þurfi að hafa varann á. „Lögreglustjórinn, í sinni tilkynningu tekur hann rækilega fram að þarna geti verið fátt til bjargar ef að það skildi reyna á. Það verða ekki björgunarsveitir tilbúnar í bænum um jólin, þetta er fólk sem er staðsett vítt og breytt um landið. Þannig það þarf að hafa alla gát á,“ segir Fannar. Hann segir það vonbrigði fyrir alla Grindvíkinga að gos geti hafist á ný við Svartsengi. Margir séu kvíðnir og áhyggjufullir vegna ástandsins. Fannar ætlar sjálfur ekki að gista í bænum. „Ég hafði gert ráðstafanir til þess að vera með minni fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Það verður þannig en það er aldrei að vita nema maður líti aðeins heim en við munum ekki gista þar,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Land hefur haldið áfram að rísa við Svartsengi eftir að eldgosinu við Sundhnúksgíga lauk fyrir tveimur dögum síðan. Land hafði sigið þónokkuð á meðan gosinu stóð en líklegt þykir að það nái sömu hæð og fyrir gos eftir tvær til þrjár vikur, haldi landrisið sama takti. Í gær tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að Grindvíkingum væri heimilt að gista heima hjá sé yfir hátíðarnar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, telur að fáir muni gista þar en þeir sem stefna á það þurfi að hafa varann á. „Lögreglustjórinn, í sinni tilkynningu tekur hann rækilega fram að þarna geti verið fátt til bjargar ef að það skildi reyna á. Það verða ekki björgunarsveitir tilbúnar í bænum um jólin, þetta er fólk sem er staðsett vítt og breytt um landið. Þannig það þarf að hafa alla gát á,“ segir Fannar. Hann segir það vonbrigði fyrir alla Grindvíkinga að gos geti hafist á ný við Svartsengi. Margir séu kvíðnir og áhyggjufullir vegna ástandsins. Fannar ætlar sjálfur ekki að gista í bænum. „Ég hafði gert ráðstafanir til þess að vera með minni fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu. Það verður þannig en það er aldrei að vita nema maður líti aðeins heim en við munum ekki gista þar,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira