Vallarmark á síðustu sekúndunum tryggði sigurinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2023 10:31 Jason Sanders tryggði Miami Dolphins sigurinn gegn Dallas Cowboys í nótt. Vísir/Getty Miami Dolphins vann dramatískan 22-20 sigur er liðið tók á móti Dallas Cowboys í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í nótt. Jason Sanders tryggði liðinu sigurinn á lokasekúndum leiksins. Það var einmitt Sanders sem skoraði fyrstu stig leiksins þegar 52 metra spark hans rataði rétta leið tæpum þremur mínútum fyrir lok fyrsta leikhluta. CeeDee Lamb kom gestunum frá Dallas þó yfir með snertimarki stuttu síðar og aukastigið þýddi að kúrekarnir leiddu með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta, staðan 3-7. Sanders skoraði svo annað vallarmark sitt um miðjan annan leikhluta áður en sending Tua Tagovailoa á Raheem Mostert skilaði heimamönnum sínu fyrsta snertimarki leiksins og þeir höfðu því forystuna í hálfleik, staðan 13-7. Áfram var það Sanders sem sá að miklu leyti um að koma stigum á töfluna fyrir Miami-liðið og tvö vallarmörk hans í þriðja leikhluta, gegn einu vallarmarki Brandon Aubrey, sáu til þess að heimamenn leiddu með níu stigum fyrir lokaleikhlutann. Gestirnir frá Dallas skiluðu einu vallarmarki og einu snertimarki á fyrstu átta mínútum fjórða leikhluta og náðu þar með forystunni þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Heimamenn höfðu þó nægan tíma í sína síðustu sókn sem endaði með því að Jason Sanders tryggði liðinu sigurinn með sínu fimmta vallarmarki í leiknum, lokatölur 22-20. Jason Sanders today:- 5/5 FG- 3/3 50+ yard FG- Hit career long 57 yard FG- GAME WINNERLegacy game🔥 pic.twitter.com/OddhIS24Yl— King of Phinland🐬👑 (@KingOfPhinland) December 25, 2023 NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Það var einmitt Sanders sem skoraði fyrstu stig leiksins þegar 52 metra spark hans rataði rétta leið tæpum þremur mínútum fyrir lok fyrsta leikhluta. CeeDee Lamb kom gestunum frá Dallas þó yfir með snertimarki stuttu síðar og aukastigið þýddi að kúrekarnir leiddu með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta, staðan 3-7. Sanders skoraði svo annað vallarmark sitt um miðjan annan leikhluta áður en sending Tua Tagovailoa á Raheem Mostert skilaði heimamönnum sínu fyrsta snertimarki leiksins og þeir höfðu því forystuna í hálfleik, staðan 13-7. Áfram var það Sanders sem sá að miklu leyti um að koma stigum á töfluna fyrir Miami-liðið og tvö vallarmörk hans í þriðja leikhluta, gegn einu vallarmarki Brandon Aubrey, sáu til þess að heimamenn leiddu með níu stigum fyrir lokaleikhlutann. Gestirnir frá Dallas skiluðu einu vallarmarki og einu snertimarki á fyrstu átta mínútum fjórða leikhluta og náðu þar með forystunni þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Heimamenn höfðu þó nægan tíma í sína síðustu sókn sem endaði með því að Jason Sanders tryggði liðinu sigurinn með sínu fimmta vallarmarki í leiknum, lokatölur 22-20. Jason Sanders today:- 5/5 FG- 3/3 50+ yard FG- Hit career long 57 yard FG- GAME WINNERLegacy game🔥 pic.twitter.com/OddhIS24Yl— King of Phinland🐬👑 (@KingOfPhinland) December 25, 2023
NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira