Auðunn látinn taka skellinn Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2023 10:53 Katrín var ekki til viðtals um annað en að Auðunn tæki pokann sinn eftir að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um vopnahlé í Gasa. Vísir/Vilhelm/Sendiráð Íslands í Helsinki Auðunn Atlason, sem gegndi stöðu sérfræðings í alþjóðamálum í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, var látinn súpa seyðið af samskiptaleysi því sem leiddi til þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Talsverð læti urðu vegna afstöðu Íslands í þessari atkvæðagreiðslu sem fram fór á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 28. október. Ísland sat hjá meðan 120 ríki greiddu atkvæði með tillögunni um mannúðarhlé á átökunum á Gasa, 12 ríki greiddu atkvæði gegn henni og þar fóru Bandaríkin og Ísrael fremst í flokki en 45 ríki sátu hjá - þar á meðal öll Norðurlöndin að Noregi frátöldu. Hjáseta Íslands hefur verið túlkuð sem fylgispekt við Bandaríkin. Annað hvort „lítilsvirt“ eða „ósannsögul“ Bjarni Benediktsson var tekinn við stöðu utanríkisráðherra þegar þetta var en reiðin sneri þó fyrst og síðast gegn Katrínu. „Annaðhvort er hún lítilsvirtasti eða ósannsögulasti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins,“ sagði Illugi Jökulsson, einn harðasti gagnrýnandi Katrínar, 30. október á Facebook-síðu sinni. Og hann var ekki einn um að gagnrýna Katrínu. Hjáseta Íslands þótti ganga í berhögg við allt sem Vinstri grænir segjast vera. Þingflokkur Vinstri grænna sagði í yfirlýsingu að flokkurinn hefði viljað greiða atkvæði með tillögunni. Katrín átti sem sagt í vök að verjast í málinu og sagði að ekki hefði verið haft samráð við sig. Málið þótti vera þess eðlis að þar hlyti að þurfa að eiga sér stað samtal milli forsætis- og utanríkisráðherra. Var talað um klúður í samskiptum hins nýja utanríkisráðherra og hefur Vísir heimildir fyrir því að Auðunn Atlason, sem lengi hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar og gegndi stöðu sendiherra í Vín og Finnlandi á tímabili, hafi verið látinn taka skellinn. Vísað fyrirvaralaust úr forsætisráðuneytinu Auðunn vill ekki tjá sig um málið en hann mun ítrekað hafa farið þess á leit við Katrínu að fá fund vegna málsins en allt kom fyrir ekki. Samstöðin greinir frá þessu og segir að Auðunn hafi verið sviptur aðgangskorti að Stjórnarráðshúsinu og verið vísað þaðan fyrirvaralaust. Auðunn var þannig látinn bera ábyrgð á samskiptaleysi Bjarna og Katrínar, en tölvuskeyti þess efnis að til stæði að greiða atkvæði á þessa lund barst meðal annars honum auk fleiri viðtakendum; Auðunn var látinn bera ábyrgð á því að Bjarni og Katrín töluðu ekki saman um hina afdrifaríku hjásetu Íslands. Auðunn er nú aftur starfsmaður utanríkisráðuneytisins eftir að hafa haft fremur skamma viðveru í forsætisráðuneytinu. Og ætla það að reynast helstu afleiðingar málsins. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að Auðunn fari utan og taki við sendiherrastöðu á meginlandi Evrópu í haust. Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín ekki höfð með í ráðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr. 29. október 2023 21:12 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Sjá meira
Talsverð læti urðu vegna afstöðu Íslands í þessari atkvæðagreiðslu sem fram fór á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 28. október. Ísland sat hjá meðan 120 ríki greiddu atkvæði með tillögunni um mannúðarhlé á átökunum á Gasa, 12 ríki greiddu atkvæði gegn henni og þar fóru Bandaríkin og Ísrael fremst í flokki en 45 ríki sátu hjá - þar á meðal öll Norðurlöndin að Noregi frátöldu. Hjáseta Íslands hefur verið túlkuð sem fylgispekt við Bandaríkin. Annað hvort „lítilsvirt“ eða „ósannsögul“ Bjarni Benediktsson var tekinn við stöðu utanríkisráðherra þegar þetta var en reiðin sneri þó fyrst og síðast gegn Katrínu. „Annaðhvort er hún lítilsvirtasti eða ósannsögulasti forsætisráðherra í sögu lýðveldisins,“ sagði Illugi Jökulsson, einn harðasti gagnrýnandi Katrínar, 30. október á Facebook-síðu sinni. Og hann var ekki einn um að gagnrýna Katrínu. Hjáseta Íslands þótti ganga í berhögg við allt sem Vinstri grænir segjast vera. Þingflokkur Vinstri grænna sagði í yfirlýsingu að flokkurinn hefði viljað greiða atkvæði með tillögunni. Katrín átti sem sagt í vök að verjast í málinu og sagði að ekki hefði verið haft samráð við sig. Málið þótti vera þess eðlis að þar hlyti að þurfa að eiga sér stað samtal milli forsætis- og utanríkisráðherra. Var talað um klúður í samskiptum hins nýja utanríkisráðherra og hefur Vísir heimildir fyrir því að Auðunn Atlason, sem lengi hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar og gegndi stöðu sendiherra í Vín og Finnlandi á tímabili, hafi verið látinn taka skellinn. Vísað fyrirvaralaust úr forsætisráðuneytinu Auðunn vill ekki tjá sig um málið en hann mun ítrekað hafa farið þess á leit við Katrínu að fá fund vegna málsins en allt kom fyrir ekki. Samstöðin greinir frá þessu og segir að Auðunn hafi verið sviptur aðgangskorti að Stjórnarráðshúsinu og verið vísað þaðan fyrirvaralaust. Auðunn var þannig látinn bera ábyrgð á samskiptaleysi Bjarna og Katrínar, en tölvuskeyti þess efnis að til stæði að greiða atkvæði á þessa lund barst meðal annars honum auk fleiri viðtakendum; Auðunn var látinn bera ábyrgð á því að Bjarni og Katrín töluðu ekki saman um hina afdrifaríku hjásetu Íslands. Auðunn er nú aftur starfsmaður utanríkisráðuneytisins eftir að hafa haft fremur skamma viðveru í forsætisráðuneytinu. Og ætla það að reynast helstu afleiðingar málsins. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að Auðunn fari utan og taki við sendiherrastöðu á meginlandi Evrópu í haust.
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín ekki höfð með í ráðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr. 29. október 2023 21:12 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Sjá meira
Katrín ekki höfð með í ráðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr. 29. október 2023 21:12
Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16