Yrði líklega aflminna en gæti varað lengur Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2023 08:35 Þorvaldur Þórðarson segir að virknin á Reykjanesskaga núna komi sérfræðingum í raun ekki á óvart. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að landrisið hafi haldið áfram við Svartsengi og sé nú á svipað statt og það var fyrir 18. desember þegar síðast byrjaði að gjósa. „Hæðin á landrisinu er farin að nálgast það sem hún var fyrir síðasta gos. Þannig að við getum farið að búast við að eitthvað fari að gerast þegar landrisið hefur náð sömu hæð, sem gæti gerst á næstu tveimur dögum eða kannski teygt sig eitthvað fram yfir áramótin,“ segir Þorvaldur. Hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi stöðuna á Reykjanesskaga. Hann telur, miðað við stöðuna nú, að ef komi til goss þá yrði það líklega aflminna en síðasta gos var í upphafi, en að það gæti þó varað lengur. „Þó að landris nú sé að ná sömu hæð þá fór það ekki niður í sama núllpunkt og það var fyrir. Þetta er því styttri tími og kvikumagnið minna en var fyrir síðasta gos. Þannig að gosið verður sennilega minna ef eitthvað gerist nú þegar það er búið að ná þessari sömu hæð. Eða þá heldur þetta áfram og þá gæti safnast saman meira magn af kviku og þá, ef það kæmi til goss, þá yrði gosið stærra. Ég á heldur ekki von á að það verði eins aflmikið og síðasta gos var í byrjun. Verði kraftminna og gæti teygt sig lengra inn í framtíðina og verði lengra en síðasta gos,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Er þá líklegt að komi gos? Er það líklegasti möguleikinn eða sviðsmyndin? „Ég myndi nú halda að það væri fifty-fifty hvort kvika komi alla leið upp til yfirborðs eða hvort hún haldi sér neðanjarðar og fari á eitthvað brölt þarna niðri.“ Þorvaldur segir að virknin á Reykjanesskaga núna komi sérfræðingum í raun ekki á óvart. „Þessi virkni sem er núna, þegar við erum komin með gliðnun og svo eldvirkni í gang, þá er þessi virkni í raun eðlileg atburðarás.“ Hann segir ekki hægt að segja til um það með vissu hvar kvikan kæmi upp. Líkurnar séu samt sem áður, eins og áður hafi komið fram, langmestar á að kvika komi upp þarna milli Hagafells og Stóra-Skógfells. „Ég á von á því að það haldi sér á því svæði,“ segir Þorvaldur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Bítið Grindavík Tengdar fréttir Enn kröftugt landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Hæðin á landrisinu er farin að nálgast það sem hún var fyrir síðasta gos. Þannig að við getum farið að búast við að eitthvað fari að gerast þegar landrisið hefur náð sömu hæð, sem gæti gerst á næstu tveimur dögum eða kannski teygt sig eitthvað fram yfir áramótin,“ segir Þorvaldur. Hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi stöðuna á Reykjanesskaga. Hann telur, miðað við stöðuna nú, að ef komi til goss þá yrði það líklega aflminna en síðasta gos var í upphafi, en að það gæti þó varað lengur. „Þó að landris nú sé að ná sömu hæð þá fór það ekki niður í sama núllpunkt og það var fyrir. Þetta er því styttri tími og kvikumagnið minna en var fyrir síðasta gos. Þannig að gosið verður sennilega minna ef eitthvað gerist nú þegar það er búið að ná þessari sömu hæð. Eða þá heldur þetta áfram og þá gæti safnast saman meira magn af kviku og þá, ef það kæmi til goss, þá yrði gosið stærra. Ég á heldur ekki von á að það verði eins aflmikið og síðasta gos var í byrjun. Verði kraftminna og gæti teygt sig lengra inn í framtíðina og verði lengra en síðasta gos,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Er þá líklegt að komi gos? Er það líklegasti möguleikinn eða sviðsmyndin? „Ég myndi nú halda að það væri fifty-fifty hvort kvika komi alla leið upp til yfirborðs eða hvort hún haldi sér neðanjarðar og fari á eitthvað brölt þarna niðri.“ Þorvaldur segir að virknin á Reykjanesskaga núna komi sérfræðingum í raun ekki á óvart. „Þessi virkni sem er núna, þegar við erum komin með gliðnun og svo eldvirkni í gang, þá er þessi virkni í raun eðlileg atburðarás.“ Hann segir ekki hægt að segja til um það með vissu hvar kvikan kæmi upp. Líkurnar séu samt sem áður, eins og áður hafi komið fram, langmestar á að kvika komi upp þarna milli Hagafells og Stóra-Skógfells. „Ég á von á því að það haldi sér á því svæði,“ segir Þorvaldur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Bítið Grindavík Tengdar fréttir Enn kröftugt landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. 27. desember 2023 12:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Enn kröftugt landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. 27. desember 2023 12:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent