Ögurstundin nálgast Arnar Þór Jónsson skrifar 28. desember 2023 13:00 Í Morgunblaðsgrein sinni 27.12. sl. undirstrikaði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, að við Íslendingar höfum byggt upp öflugt orkukerfi sem er einstakt í heiminum, með sína 100% endurnýjanlegu orku. Í allri umræðu um ,,viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir" hefðu Íslendingar átt að verja hagsmuni sína með vísan til þessa merka uppbyggingarstarfs og hafna þátttöku í þessu kerfi. Hagsmunagæsla Íslands í Brussel virðist því miður vera í molum og sendimenn okkar þar samþykkja allt sem þar streymir í gegn. Um þetta mál og kæruleysislega meðferð þess má nánar lesa á vef Alþingis, sjá hér, og eins og þar sést kaus stærstur hluti alþingismanna að reisa engin andmæli gegn innleiðingu þessa kerfis, enda þótt það muni fyrirsjáanlega veikja samkeppnisstöðu Íslands út á við og hækka verð á innlendum vörum, auk þess að hækka flugfargjöld með tilheyrandi skaða fyrir ferðaþjónustu og hærri útgjöldum fyrir Íslendinga, því flugið er í raun okkar eini samgöngumáti til annarra landa, öfugt við meginlandsþjóðir sem geta ferðast með lestum. Þetta nýja regluverk mun - að óþörfu - fækka flugum til og frá Íslandi, en heildarfjöldi flugferða á svæðinu mun varla minnka, því flugið mun færast héðan til Bretlandseyja. Minna framboð á flugsætum frá Íslandi mun leiða til hærra verðs. Íslendingar áttu að hafna öllum kolefnisskatti með vísan til þess að við höfum virkjað fallvörn og framleiðum hér ál með 12x minni mengun en gert er í Kína. Til hvers var Alþingi þá að samþykkja þátttöku í þessu? Öllum má vera ljóst, að þótt málið líti sakleysislega úth þá mun það hafa mjög neikvæð áhrif á okkar hag til frambúðar. Íslendingar eiga að njóta fyrri verka Íslendingar kynda nánast öll hús með jarðvarma. Við erum áratugum á undan öðrum og eigum ekki að þurfa að gera neitt meir fyrr en aðrar þjóðir eru komnar á par við okkur. Íslendingar eru með um 1% af álframleiðslu í heiminum og færa mætti rök fyrir að við stöndum allra þjóða fremst á því sviði gagnvart umhverfisvernd. Íslendingar bera enga ábyrgð á CO2 í andrúmslofti og eiga að nálgast alla reglusetningu á þeirri grunnforsendu. Það er þó ekki gert því þingmenn okkar og ráðherrar eru orðnir að einhvers konar ,,grúppíum" alþjóðlegs valds. Af hverju að sækja lög til útlanda? Við getum sótt margt gott og fallegt til útlanda, svo sem góða siði og matarvenjur. Pizzan kom til Íslands án þess að Ítalirnir kæmu allir með, hamborgarinn líka. Við eigum að velja og hafna, taka upp það besta en hafna öðru. Slík stefna miðar ekki að því að fara með landið aftur til miðalda, heldur er þetta aðeins heilbrigð skynsemi og sjálfsögð hagsmunagæsla. Þegar völd tapast úr landi fylgir auðurinn með Fyrir aðgæsluleysi kjörinna fulltrúa okkar / embættismanna erum við að missa frá okkur vald í smáum skrefum. Við þessu þarf að bregðast því þegar við missum frá okkur völd, þá missum við líka frá okkur auð. Mannkynssagan færir okkur sönnun á samhenginu þarna á milli. Nýjasta myndbirting þessa valdaafsals birtist í áðurnefndri grein Harðar Arnarsonar, þar sem orðrétt segir: Landsvirkjun bar lengi vel ábyrgð á raforkuöryggi almennings. Það fyrirkomulag var afnumið fyrir tuttugu árum þegar evrópskar raforkutilskipanir voru innleiddar á Íslandi. Í þessu felst að með innleiðingu orkupakka ESB hafa Íslendingar bundið eigin hendur. Raforka er orðin að vöru sem á að flæða frjálst. Þótt Alþingi hafi sjálft samþykkt þessar innleiðingar, nú síðast þriðja orkupakkann þvert gegn öllum viðvörunum, þá virðast þingmenn ekki enn skilja hversu þrönga stöðu þeir hafa komið sjálfum sér og þjóðinni allri í, því nú dettur þeim í hug að setja neyðarlög til að bregðast við þeirri viðvörun forstjóra Landsvirkujunar í títtnefndri grein, að: Ef ekkert verður að gert getur sú raforka sem ætluð er heimilum og smærri fyrirtækjum þurrkast upp. Að mínu mati er í hæsta máta vafasamt að Alþingi geti sett slík lög eftir að hafa skotið sig í báða fætur með innleiðingu orkupakka ESB. Ef menn eru enn í einhverjum vafa um samspil íslensks réttar og þeirra tilskipana ESB sem hér eiga við, þá má benda á nýlegan dóm Landsréttar 20.10. sl. í máli nr. 191/2023, sem hefur að geyma fróðlegar lögskýringar um þetta, þar sem m.a. er fjallað um þá skyldu að skýra beri íslenskan rétt í samræmi við ákvæði umræddra tilskipana. Samantekt Raforkukerfið, sem byggt var upp á Íslandi undir því yfirskini að það ætti að þjóna íslenskum almenningi, síðari kynslóðum og íslenskum fyrirtækjum, á nú samkvæmt framangreindu að þjóna stórnotendum fyrst og fremst. Þetta er mögulega ein myndbirting þess að í Brussel starfa nú tugþúsundir ,,lobbýista" í þágu stórfyrirtækja, en enginn gætir hagsmuna almúgans, alþýðunnar, hinna vinnandi stétta, öryrkjanna, smárra og meðalstórra fyrirtækja, fjölskyldna o.s.frv. Þar hafa kjörnir fulltrúar ítrekað brugðist okkur, nú nýverið bæði á sviði orkuöryggis og erlendrar gjaldtöku á kransæðar íslensks hagkerfis, þ.e. skipaflutninga og flug til Íslands. Lokaorð Frammi fyrir öllu þessu blasir við mjög alvarleg staða. Ef Íslendingar eru ekki menn til þess að stjórna sér sjálfir, ef við höfum ekki dug í okkur til að risa undir ábyrgð á okkar eigin landi og okkar eigin framtíð, ef við höfum ekki döngun í okkur til að taka ábyrgð á stjórn okkar eigin mála, þá dæmum við okkur til þeirra örlaga að þurfa að sitja undir því að aðrir taki að sér stjórn landsins. Ögurstundin nálgast. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðsgrein sinni 27.12. sl. undirstrikaði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, að við Íslendingar höfum byggt upp öflugt orkukerfi sem er einstakt í heiminum, með sína 100% endurnýjanlegu orku. Í allri umræðu um ,,viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir" hefðu Íslendingar átt að verja hagsmuni sína með vísan til þessa merka uppbyggingarstarfs og hafna þátttöku í þessu kerfi. Hagsmunagæsla Íslands í Brussel virðist því miður vera í molum og sendimenn okkar þar samþykkja allt sem þar streymir í gegn. Um þetta mál og kæruleysislega meðferð þess má nánar lesa á vef Alþingis, sjá hér, og eins og þar sést kaus stærstur hluti alþingismanna að reisa engin andmæli gegn innleiðingu þessa kerfis, enda þótt það muni fyrirsjáanlega veikja samkeppnisstöðu Íslands út á við og hækka verð á innlendum vörum, auk þess að hækka flugfargjöld með tilheyrandi skaða fyrir ferðaþjónustu og hærri útgjöldum fyrir Íslendinga, því flugið er í raun okkar eini samgöngumáti til annarra landa, öfugt við meginlandsþjóðir sem geta ferðast með lestum. Þetta nýja regluverk mun - að óþörfu - fækka flugum til og frá Íslandi, en heildarfjöldi flugferða á svæðinu mun varla minnka, því flugið mun færast héðan til Bretlandseyja. Minna framboð á flugsætum frá Íslandi mun leiða til hærra verðs. Íslendingar áttu að hafna öllum kolefnisskatti með vísan til þess að við höfum virkjað fallvörn og framleiðum hér ál með 12x minni mengun en gert er í Kína. Til hvers var Alþingi þá að samþykkja þátttöku í þessu? Öllum má vera ljóst, að þótt málið líti sakleysislega úth þá mun það hafa mjög neikvæð áhrif á okkar hag til frambúðar. Íslendingar eiga að njóta fyrri verka Íslendingar kynda nánast öll hús með jarðvarma. Við erum áratugum á undan öðrum og eigum ekki að þurfa að gera neitt meir fyrr en aðrar þjóðir eru komnar á par við okkur. Íslendingar eru með um 1% af álframleiðslu í heiminum og færa mætti rök fyrir að við stöndum allra þjóða fremst á því sviði gagnvart umhverfisvernd. Íslendingar bera enga ábyrgð á CO2 í andrúmslofti og eiga að nálgast alla reglusetningu á þeirri grunnforsendu. Það er þó ekki gert því þingmenn okkar og ráðherrar eru orðnir að einhvers konar ,,grúppíum" alþjóðlegs valds. Af hverju að sækja lög til útlanda? Við getum sótt margt gott og fallegt til útlanda, svo sem góða siði og matarvenjur. Pizzan kom til Íslands án þess að Ítalirnir kæmu allir með, hamborgarinn líka. Við eigum að velja og hafna, taka upp það besta en hafna öðru. Slík stefna miðar ekki að því að fara með landið aftur til miðalda, heldur er þetta aðeins heilbrigð skynsemi og sjálfsögð hagsmunagæsla. Þegar völd tapast úr landi fylgir auðurinn með Fyrir aðgæsluleysi kjörinna fulltrúa okkar / embættismanna erum við að missa frá okkur vald í smáum skrefum. Við þessu þarf að bregðast því þegar við missum frá okkur völd, þá missum við líka frá okkur auð. Mannkynssagan færir okkur sönnun á samhenginu þarna á milli. Nýjasta myndbirting þessa valdaafsals birtist í áðurnefndri grein Harðar Arnarsonar, þar sem orðrétt segir: Landsvirkjun bar lengi vel ábyrgð á raforkuöryggi almennings. Það fyrirkomulag var afnumið fyrir tuttugu árum þegar evrópskar raforkutilskipanir voru innleiddar á Íslandi. Í þessu felst að með innleiðingu orkupakka ESB hafa Íslendingar bundið eigin hendur. Raforka er orðin að vöru sem á að flæða frjálst. Þótt Alþingi hafi sjálft samþykkt þessar innleiðingar, nú síðast þriðja orkupakkann þvert gegn öllum viðvörunum, þá virðast þingmenn ekki enn skilja hversu þrönga stöðu þeir hafa komið sjálfum sér og þjóðinni allri í, því nú dettur þeim í hug að setja neyðarlög til að bregðast við þeirri viðvörun forstjóra Landsvirkujunar í títtnefndri grein, að: Ef ekkert verður að gert getur sú raforka sem ætluð er heimilum og smærri fyrirtækjum þurrkast upp. Að mínu mati er í hæsta máta vafasamt að Alþingi geti sett slík lög eftir að hafa skotið sig í báða fætur með innleiðingu orkupakka ESB. Ef menn eru enn í einhverjum vafa um samspil íslensks réttar og þeirra tilskipana ESB sem hér eiga við, þá má benda á nýlegan dóm Landsréttar 20.10. sl. í máli nr. 191/2023, sem hefur að geyma fróðlegar lögskýringar um þetta, þar sem m.a. er fjallað um þá skyldu að skýra beri íslenskan rétt í samræmi við ákvæði umræddra tilskipana. Samantekt Raforkukerfið, sem byggt var upp á Íslandi undir því yfirskini að það ætti að þjóna íslenskum almenningi, síðari kynslóðum og íslenskum fyrirtækjum, á nú samkvæmt framangreindu að þjóna stórnotendum fyrst og fremst. Þetta er mögulega ein myndbirting þess að í Brussel starfa nú tugþúsundir ,,lobbýista" í þágu stórfyrirtækja, en enginn gætir hagsmuna almúgans, alþýðunnar, hinna vinnandi stétta, öryrkjanna, smárra og meðalstórra fyrirtækja, fjölskyldna o.s.frv. Þar hafa kjörnir fulltrúar ítrekað brugðist okkur, nú nýverið bæði á sviði orkuöryggis og erlendrar gjaldtöku á kransæðar íslensks hagkerfis, þ.e. skipaflutninga og flug til Íslands. Lokaorð Frammi fyrir öllu þessu blasir við mjög alvarleg staða. Ef Íslendingar eru ekki menn til þess að stjórna sér sjálfir, ef við höfum ekki dug í okkur til að risa undir ábyrgð á okkar eigin landi og okkar eigin framtíð, ef við höfum ekki döngun í okkur til að taka ábyrgð á stjórn okkar eigin mála, þá dæmum við okkur til þeirra örlaga að þurfa að sitja undir því að aðrir taki að sér stjórn landsins. Ögurstundin nálgast. Höfundur er lögmaður.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun